Sjálfstrausti hefur þjóðin náð með því að legga áherslu á hefðbundnar og nýjar greinar s.s. sjávarútveg, endurnýjanlega orku og ferðaþjónustu. Að ógleymum prjónaskap. Íslendingar voru sjómenn og bændur-ritar þýski blaðamaðurinn-áður en þeir ákváðu að gera land sitt að spilavíti(casino) fyrir alþjóðlegt fjármagn. Eftir ævintýrin í spilavítinu sækja Íslendingar nú sjóinn að nýju. Líklega hefur það aldrei gerst í mannkynssögunni á svo skömmum tíma að svo miklum fjármunum hafi verið safnað saman en síðan glatast eða horfið aftur á jafn skömmum tíma. Þetta gerðist í aðdraganda hrunsins og í hruninu. En nú eru ýmsir hagvísar jákvæðir. Hvernig stendur á því ? spyr blaðamaður Spiegel Ásgeir Jónsson hagfræðing. Við upphaf íslenska undursins (líklega á Ásgeir við "góðærið"; innskot bloggara)var Þýskaland. Fram til dagsins í dag eru þýskir bankar stærstu lánveitendur Íslands. Árið 2010 áttu þýskir kröfur uppá 200 milljarða evra í íslensk fjármálafyrirtæki. Þjóðverjar virðast vera veikir fyrir Íslendingum. Wagner notaði fornnorrænar bókmenntir þegar hann samdi óperur sínar.Þýskir ferðamenn sem koma til Íslands er nú um 70 þúsund.En hvernig átti að bregðast við bankahruninu? Er þetta rétt lýsing á íslensku leiðinni : bankarnir fara í gjaldþrot, gengið fellur, fjármagnshöft og erlendar skuldir ekki greiddar. Af hverju ætti að borga allar skuldir? Seiðandi söngur hárra vaxta tældi erlenda fjárfesta til Íslands. Háir vextir og mikil áhætta; vogun vinnur og vogun tapar. En nú eru breyttir tímar. Gamlar dyggðir verða nýjar; vinnusemi þjóðarinnar, þjóðin er ung og aldursamsetning heppileg, vindur, vatnsorka, jarðvarmi og fiskistofnarnir. Þýski blaðamaðurinn talar næst við Valla Höskuldsson, fyrrum bankamann en núverandi sjómann. Hann er vélaverkfræðingur að mennt. Hann var rápgjafi í banka og lánaði há lán og fékk bónusgreiðslur. Þetta voru blekkingar og ég var blekktur segir hann núna. Skúli Mogensen er fjárfestirinn. Hann er einn að ríkustu mönnum Íslandsins. Hann er einngi álitinn ."einer der coolsten Isländer". Skúli segir að það séu 3 stór svið : sjávarútvegur sem er mikið skipulagður , ferðaþjónusta sem vex með ógnarhraða og orka, Ísland er land umhverfisvænnar orku. Það að glíma við afleiðingar hrunsins er líklega dýrasta hópmeðferð sögunnar. Eitt af því sem hægt er að gera og er mjög róaandi og gott er að prjóna. Það gerir Ragnheiður Eiríksdóttir. Prjónaskapur hefur aukist mikið eftir hrrun. Prjónavörur eru fallegar og þær hugga og róa mann segir Ragnheiður. Í lok greinar der Spiegel er rætt stuttlega við fjármálaráðherra Íslands.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar