Utanríkisráðherra Austurríkis er ekki líkur Gunnari Braga....

Hann heitir Sebastian Kurz og er 27 ára gamall. Hann er yngsti  utanríkisráðherra Evrópu. Hann hefur ekki lokið námi sínu og hefur enga reynslu af embættisstörfum.  Fyrir ungliðahreyfingu flokks síns ÖVP gerði hann kosningamyndband. Svartur gerir Vín graða segir hann í upptökuvélina. Svartur litur er flokkslitur ÖVP. Nú birtist Hummer jeppi og á vélarhlífinni stendur ljóshærð stúlka í svörtu bikini. Upptökuvélin súmerar á brjóst ljóshærðu stúlkunnar en hún og aðrar stúlkur byrja að dansa. Myndbandinu líkur það því að Kurt birtist og dreifir smokkum. Nokkrum mánuðum eftir gerð myndbandsins var Kurt skipaður ráðuneytisstjóri. Ekki voru allir sáttir. Fari það í rassgat skrifaði eitt af blöðum landsins. Og nú er Kurt utanríkisráðherra og í ráðuneyti hans eru 1200 starfsmenn. Laun hans 16 þúsund evrur á mánuði. Hann hefur embættisbifreið og marga bílstjóra. Erfið viðfangsefni eru á skrifborðinu ; NSA, hernaðaríhlutin í Sýrlandi og ESB aðild Tyrklands. Ban Ki Mon hringdi nýlega og einnig varnarmálaráðherra Ísrael. Carl Bildt sendi hamingjuóskir á Twitter. Kurt svaraði um hæl : "would be a pleasure to meet you soon". Ég er raunsær segir Kurt; Austurríki er ekki stórveldi. En Kurt á eftir að spjara sig. Hann hefur góða ráðgjafa og hann ætlar að ljúka námi sínu í lögfræði. Kannski gerist það hér á Íslandi eftir næstu kosningar að framagjarnir karlar og framagjarnar konur úr ungliðahreyfingum flokkanna fái tækifæri og verði skipaðir ráðherrar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband