Waldorfskóli í Peking ; er strangur agi ekki nauðsynlegur til árangurs?

Nám er vinna og mikil vinna auk aga. Þetta eru ríkjandi viðhorf í kínversku skólakerfi. En það er hægt að leita annarra leiða og skoða aðra möguleika. Í Chunzhigu skólanum í Peking skjálfa nemendur ekki af ótta og kvíða. Kennarinn reiðist ekki og faðirinn skammast sín ekki ef hlutirnir ganga ekki alveg eins og þeir ættu. Allt þetta er ekki dæmigert fyrir Kínverja. Eitt ár fyrir nema kostar 4000 evrur. Einn faðir segir að skólaganga sonar hans eigi að vera skemmtilegri og fegurri en hans var. Kennarinn heitir Yu og hann heyrði fyrst af Waldorfskólum í Þýskalandi meðan hann var í háskólanámi. Yu fór seinna til New York og þar lærði hann kennslufræði Rudolf Steiner. 2008 kom hann aftur til Kína og nú eru 120 leikskólar og 20 skólar starfandi í Kína sem byggja á fræðum Rudolf Steiner. Yu segir að skólar í Kína séu betri en af er látið. PISA rannsóknir hafa staðfest það. En skólakerfið í Kína glímir við margvísleg vandamál. það er afar mikið af einbirnum í skólanum og það getur meir að segja verið erfitt að rétta hvert öðru hendina. Samkeppnin er hörð og kröfur foreldra miklar.Yu skipuleggur námið þannig að fyrstu árin er námsefnið léttara en í hefðbundnum skólum. Efir skólagönguna eru okkar nemendur jafn góðir og hinur segir Yu. Stangt til tekið eru Waldorfskólarnir dálítið kraftavert. Kínverska ríkisvaldið vill fylgjast með öllu. Með hverri hreyfingu, öllum ferðum í lestum og flugvélum, öllu sem gerist í fjölmiðlum...En í skólakerfinu er allt í lagi að gera tilraunir og á fleiri sviðum hafa verið gerðar tilraunir. (spiegel, www.rudolfsteinerweb.com)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband