Eru stríð gagnleg og leiða til framfara?

Sú virðist vera skoðun Ian Morris en hann er breskur sagnfræðingur og fornleifafræðingur. Hann hefur skrifað bók um sögu hernaðar allt frá steinöld til okkar daga. Hann kemst að þeirri niðurstöðu hernaðarleg valdbeiting hafi farið minnkandi ef litið er á síðustu 10 þúsund ár. Þróunin er í þessa átt og hin skelfilega 20. öld breytir engu um það. Allt er mótsagnakennt við stríð. Það hefur skelfilega hlið;manndráp, rán og eyðileggingu. En stríð er líka verkfæri eða tæki til að ná markmiðum. Fyrir þá sem deyja í stríði eða örkumlast getur stríðið ekki haft neitt markmið. Ef litið er á stríð sem hluta af langtíma sögulegu ferli er hægt að greina rökrænt ferli. Stríðin hafa til mjög langs tíma litið samfélagsskipanina öruggari og samfélögin ríkari og auðugri. Á síðustu öld létust 100 til 200 milljónir í stríði eða af völdum stríðsátaka. Þetta er skelfileg tala en hún er 1-2% af öllum þeim fjölda manna sem lifðu á síðustu öld.Í steinaldarsamfélögum voru milli 10 og 20% allra drepnir í stríðsátökum. Það eru sem sagt mun minni líkur að vera drepinn í stríði eftir iðnvæðingu en á steinöld. Valdbeiting er að minnka. Um 1250 var einn af hverjum 100 í Vestur Evrópu drepin í stríði. Á tímum Shakespeares var einn af hverjum 300 drepinn í stríði og 1950 var það einn af hverjum 3000. (framhald).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband