Deilur um klám í Noregi.

Trine Rogg Korsvik er sagnfræðingur og vinnur að doktorsritgerð í kynjafræðum. Hún segir að í upphafi áttunda áratugarins hafi margir haldið því fram að klám hefði ekkert með stjórnmál að gera. Andstaðan við klám kom fyrst og fremst frá mönnum sem voru virkir innan kirkjunnar. Hreyfingin gegn klámi var þjóðleg og alþýðleg grasrótarhreyfing. Klámið varð að pólitísku viðfangsefni þegar femíniskar kvenréttindahreyfingargagnrýndu klámið vegna þess að það sýndi drottnun karla yfir konum. Samband kynjanna í klámmyndunum væri spegilmynd af því sem gerðist í samfélaginu. Það voru ekki eingöngu skrifaðar greinar í blöð og tímarit heldur fóru ungar konur í mótmælagöngur og brenndu klámblöð á báli. Klámbrennur urðu margar í Noregi. Það vakti mikla reiði þegar tveimur ungum stúlkum var sagt upp störfum hjá sporvögnum Óslóar vegna þess að þær höfðu rifið niður auglýsingu tímaritsins Nye alle menn (nokkurs konar norskt Playboy). Stúlkurnar tvær hétu Liv og Rannveig og þær fengu starfið aftur eftir mikil og almenn mótmæli. Fjölmörg blöð skrifuðu mikið um klámstríðið og klámbrennurnar. Nefna má VG og Klassekampen. 1977 sameinuðust 30 samtök kvenna í baráttunni gegn klámi. Þessi hópur var afar fjölbreyttur ; maóistar, konur í bændastétt, húsmæður, konur starfandi í trúfélögum, Eðlilega var og er nokkur tortryggni milli hópa. Í Noregi eru samtök mjög ólíkra hópa nokkuð algeng. Hreyfingin gegn aðild Noregs að ESB er dæmi um þetta. Þar sameinuðust borgarbúar, sveitafólk, kristnir og sósíalstar í eina hreyfingu. Í Noregi hafa rithöfundar verið dæmdir fyrir að skrifa klámfengnar bókmenntir. Agnar Mykle og Jens Björneboe voru dæmdir á sjötta áratugnum. Allt fram á níunda áratuginn er mikill meirhluti Norðmanna á móti klámi. Ný lög um klám voru sett 1985 og Framfaraflokkurinn var einn flokka á móti lögunum. Með tilkomu Internetsins hafa skapast algerlega nýjar aðstæður. (klassekampen).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband