7.1.2014 | 15:08
Hvernig á að umgangast erlenda ferðamenn?
Ferðamálastofa Bretlands hefur sett saman bækling sem skýrir hvernig starfsfólk hótela á að koma fram við ferðamenn af ólíku þjóðerni. Samkvæmt þessu hafa Austurríkismenn gaman af meinfýsnum bröndurum, íbúar Hong Kong óttast anda og Þjóðverjar eru mjög gagnrýnir og kröfuharðir. Það er nauðsynlegt að taka allar kvartanir alvarlega. Það á ekki að tala við Kanadamenn eins og þeir séu Bandaríkjamenn.(eðlilega!). Það á ekki að gera grín að framburði Indverja. Rússar vilja herbergi þar sem er hátt til lofts. Ekki á að brosa til Frakka og forðast augnsamband ef þú þekkir hann ekki. Þjóðverjar eru búnir að lesa marga ferðabæklinga áður en ferðin hefst og hafa þá með sér á hótelið. Talið ekki um peninga við Kínverja og forðist að koma honum í þá stöðu að vera miðpunktur athyglinnar. þessi bæklingur hefur vakið mikla kátínu í Bretlandi. John Cleese lék hótelstjóra í þáttaröð sem hét Fawlty Towers og sýnd var 1975. Allir þýskir ferðamenn sem komu á þetta hótel urðu að láta yfir sig ganga stöðugar umræður um seinni heimsstyrjöldina sem virtist eina áhugamál hótelstjórans. Hliðstæðar leiðbeiningar eru ekkert einsdæmi. Ferðamálayfirvöld í Frakklandi og Kína hafa einnig sent frá sér slíka bæklinga. Hvenær kemur röðin að Ferðamálastofu hér á landi?
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar