Verðbólga í USA og á Evrusvæðinu.

Verðbólgan er nú 0.8% á evrusvæðinu. Það er langt frá því að vera verðhjöðnun sem grefur hagkeerfið niður. Verðbólga í USA er 1.2%. Á þessum tölum er ekki eðlismunur. Raunveruleg verðhjöðnun, þ.e. lækkun á verðu neysluvara, hefur mjög neikvæð áhrif í hagkerfum þar sem skuldsetning er mikil. Það eru merki um hagvöxt á evrusvæðinu þó þau séu ekki stórvaxin. Það er líklegast að laun og verð byrji að hækka í Þýskalandi og öðrum hagkerfum sem standa vel. Evrusvæðið sker sig ekki úr. Mörg önnur svæði eru á mörkum eða nálægð verðhjöðnun. Vöxtur er hægur, mikið atvinnuleysi og þrýstingur á launum. Í USA hefur veikur dollari örvað vöxt og ýtt verðlagi upp. Evrusvæðið á í meiri erfiðleikum en USA. Veikustu hagkerfin ganga í gegnum afar erfiða og sársaukafulla aðlögun. Þar á lækkun raunlauna að leiða til betri samkeppnishæfni. Veiking evrunnar myndi einnig auka samkeppnishæfni svæðisins. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband