Evran er unglingur.

Evran er 15 ára gömul og unglingsárin eru oft stormasöm. Eftir að hafa barist við kreppu í fjögur ár hafa leiðtogar ESB nú tækifæri til að endurskipuleggja og styrkja bankakerfið. Hvort það tekst er óvíst en það mun takast að halda evrunni án þess að myntkerfið virki vel. Lettland er nú hluti af evrusvæðinu en ákvörðun Letta er bæði pólitísk og efnahagsleg. Þeir hafa áhuga á að losna undan áhrifum Rússa og upptaka evrunnar er ein leið til þess. Á síðasta ári ákvað Írland að stíga út úr björgunarpakka ESB og AGS. Ríkissjóður Írlands verður nú að endurfjármagna sig á fjármálamarkaði. Erfiðleikar Grikklands, Portúgals og Kýpur er þungur kross. Skuldir gríska ríkisins er 175% af vergri landsframleiðslu sem er mjög hátt en hefur samt lækkað á undanförnum árum. Í Portúgal orsakaði djúp efnahagskreppa pólitíska kreppu og ólíklegt er að landið hætti samstarfi við Seðlabanka Evrópu og AGS á þessu ári. Erfiðast er ástandið Kýpur. Þar hefur landsramleiðsla dregist saman um allt að 20% síðustu árin. Helsta vandamálið er endurfjármögnun stærsta banka landsins. Fyrir Evrusvæðið í heild er spáð hagvexti sem nemur 1% sem er mjög hógvær tala. Á fyrrihluta ársins mun Seðlabanki Evrópu gera mjög viðmikla rannsókn og prófanir á stærstu bönkum evrusvæðisins. Þá er hægt að kortleggja mögulega veikleika og bregðast við þeim. Ef vel tekst til ætti traust manna á bönkum evrusvæðisins að vaxa. En það getur komið til erfiðra ákvarðana. Hugsanlega verða veikustu bankarnir að hætta starfsemi. Vandinn er að þetta gæti verið í löndum eins og t.d. Ítalíu þar sem ríkisfjármálin er einnig í slæmu ásigkomulagi.  Endurskipulagning bankakerfisins er afar mikilvæg en hún er pólitískt erfið. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband