USA; helmingur svartra karla og 40% hvítra handtekinn við 23 ára aldur.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í virtu tímariti um afbrotafræði. Það er ljóst að handtaka svo ungra manna getur haft afgerandi áhrif á líf þeirra. Það getur haft neikvæð áhrif á skólagöngu ,möguleika á að fá vinnu og taka eðlilega þátt í daglegu lífi. Rannsóknin byggðist á gögnum sem aflað var 1997 til 2008 og tók til afbrotasögu unglinga og ungra manna. Brotin voru ýmis konar allt frá því að vera drukkinn á opinberum st0ðum til ofbeldisverka. Ekki var tekið tillit til minniháttar umferðarlagabrota í rannsókninni. Við 18 ára aldur höfðu 30% svartra unglinga/karla verið teknir höndum af lögreglu. 26% karla af spænskum uppruna höfðu verið handteknir og 22% hvítra. Við 23 ára aldur voru tölurnar 49% , 44% og 38%. Hjá ungum konum voru tölurnar allt aðrar. Við 18 ára aldur höfðu 12% hvítra verið teknar fastar en 11.8% hjá bæði svörtum og spænskumælandi. Við 23 ára aldur voru tölurnar hvítar 20%, svartar 16%, og spænskumælandi 18%.

Ýmislegt má segja um þetta. Tölurnar virðast skelfilega háar. Fjöldi fanga í USA er mjög hár í alþjóðlegum samanburði. Ungir svartir karlar eiga greinilega í mestum erfiðleikum. Þátttaka í unglingagengjum, litlir möguleikar á vinnumarkaði og karlmennskuímynd; allt þetta þarf að skoða. Merkilegur munur er á svörtum körlum og konum....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband