Hvað er að gerast í grænlenskum stjórnmálum?

Hammond formaður heimastjórnar hefur verið sökuð um einræðistilburði sem hún neitar.Eftir sem áður ríkir nú vantraust milli hennar og almennra flokksmanna. Mikla athygli vekur að Hans Enoksen hefur sagt sig úr flokk sínum Siumut en hann leiddi flokkinn á árunum 2001 til 2009. Alega Hammond hefur gefið í skyn að samband Hans við yngri flokksmenn hafi einkennst af spennu. Hans hafði orðið var við ýmsar breytingar innan flokksins eftir að hann konst í stjórn. Hann vildi ekki taka þátt í nefndastörfum og áhrif hans voru takmörkuð. Nokkrar deilur urðu um það þegar Tom Ostermann var ráðinn sérstakur ráðgjafi sjávarútvegsráðherrans Karl Lyberth. Karl sagði af sér ráðherradómi þar sem hann hafði ekki fengið samþykki flokksins auk þess sem hann er skyldurr Ostermann. Miklar deilur hafa verið innan Siumut vegna námuvinnslu á Grænlandi. Bann við greftir uran í námum var samþykkt með eins atkvæðis meirihluta. Á stuttum valdatíma sínum hefur Hammond breytt ýmsu. Bannið er eitt, annað er að hún breytti lögum um gjaldtöku af erlendum námufyrirtækjum og þriðja er að hún lýsti því yfir að hún hefði ekki persónulegt, tilfinningalegt samband við Danmörku. Þau ummæli urðu reyndar mjög umdeild. Julie Rademacher efast mjög um forystuhæfileika Hammond og telur hana alls ekki valdi þeirri stöðu sem hún hefur. (articjournal.com)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband