USA ; þungir dómar í hvítflibbaafbrotum.

Í blaðinu The Wall Street Journal birtist grein um 10 þyngstu dóma í þessum brotaflokki. Greinin birtist í desember síðastliðnum. Þyngsta dóminn til þessa hefur hlotið Sholam Weiss eða 835 ár. Hann var dæmdur fyrir margvísleg fjársvik , m.a. peningaþvætti. Keith Pound var dæmdur í 740 ára fangelsi en dó í fangelsi 2004 og var þá 51 ára gamall. Neðar á listanum er Bernie Madoff en hann var dæmdur í 150 ára fangelsi. 17 milljörðum dollara stal hann frá ýmsum fjárfestum en mál hans voru mikið í umfjöllun fjölmiðla. Neðstur Á 12 manna lista WSJ er Martin Sigillto en hans dómur var 40 ár. Hann hafði sett upp Ponzi-svikamillu. --Hvítflibbaglæpir eru iðulega flóknir og erfiðir í rannsókn. Á heimasíðu FBI má lesa um Enron málið. Starfsmenn FBI tóku 1800 viðtöl(yfirheyrsla) og gögn málsins voru í meira en 3000 stórum pappakössum. 22 menn voru dæmdir í málaferlum vegna afbrota þar á meðal allir helstu yfirmenn fyrirtækisins. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband