9.1.2014 | 20:20
Ótti við útlendinga í Bæjaralandi.
CSU eða kristilega bandalagið í Bæjaralandi hefur beitt sér gegn ótakmörkuðum innflutningi fólks frá Rúmeníu og Búlgaríu. Þeir hafa bent á að það sé ekki eingöngu menntað fólk eins og verkfræðingar sem vilji koma til þýskalands. Umfjöllun um útlendinga á sér hefð í Þýskalandi. Þýska efnahagsundrið byggðist að miklu leiti á innfluttu vinnuafli. En hvað óttast Bæjarar?Þeir óttast að mikið af fátæku og ómenntuðu fólki komi til landsins. Þeir óttast að það verði byrði á velferðarkerfinu. Þeir óttast bótasvik...Og þeir óttast Roma og Sinti. Í Brussel eru menn annarrar skoðunar. Aðflutt vinnuafl mun gagnast þýsku hagkerfi. Menn gera að því skóna að CSU sé að verða að teboðshreyfingu Þýskalands. Ýmis rök má færa þeirri staðhæfingu til stuðnings ; CSU menn hafa sagt : sá sem verður uppvís að bótasvikum, honum spörkum við úr landi. Jafnvel það að vera atvinnulaus í Þýskalandi er betra hlutskipti en að vera í illa borgaðri vinnu í Rúmeníu eða Búlgaríu. Í Þýskalandi fá menn t.d. barnabætur. 2013 fengu rúmlega 32000 Rúmenar og Búlgarir barnabætur í Þýskalandi. Roma fjölskylda með 6 börn getur fengið 3000 evrur. Slík mál eru nú útkljáð fyrir dómstólum. Þýskaland er og hefur verið mjög opið gagnvart útlendingum. Án þeirra hefði þýska efnahagsundrið ekki átt sér stað. Málið er hins vegar mjög tilfinningabundið af sögulegum ástæðum.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar