10.1.2014 | 13:41
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra kærð.
Samkvæmt fréttum Rikisútvarpsins hefur ráðherran verður kærður. Lögmaður hælisleitandans Tony Osmos leggur fram kæruna og er hún á hendur ráðherranum og öllum starfsmönnum ráðuneytisins vegna meints leka á trúnaðargögnum. Lögmaðurinn telur að lekinn hafi borist úr ráðuneytinu. Ef það reynist rétt er um grafalvarlegt mál að ræða. Ísland er aðili að fjölmörgum alþjóðlegum samningum og slíkur leki er alvarlegt brot á mannréttindum. Nokkrir fjölmiðlar hafa skrifað um þetta mál en DV hefur skrifað langmest og ítarlegast um málið. Morgunblaðið og Fréttablaðið skrifuðu fréttir sem byggðust á minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu(sic). Málefni Útlendingastofnunar hafa oft verið til umræðu og stofnunin harðlegt gagnrýnd af margvíslegum ástæðum. Kæra lögmannsins inniheldur 7 kæruliði. Í DV neitar aðstoðarkona ráðherrans því að kær hafi borist. Gísli Freyr sem er annar aðstoðarmaður hennar hefur orðið margsaga í málinu. Hanna Birna hefur verið spurð um málið yfir nefnd á Alþingi en einnig í óundirbúnum fyrirspurnartímun en án þess að geta gefið viðhlítandi skýringar.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar