10.1.2014 | 15:03
Brottfall nemenda úr framhaldsskólum , vor 2013.
Menntamálaráðuneytið hefur gefið frá sér skýrslu þar sem er að finna lýsingu á helstu ástæðum brottfalls. Í framahldsskólum landsins stunduðu um 25000 nemendur nám á vorönn 2013. Samkvæmt upplýsingum frá 28 skólum af 31 hurfu 1002 nemendur frá námi án þess að ljúka prófum. 117 fóru í annan skóla þannnig að 885 hverfa frá námi(alveg eða tímabundið). 251 féll á mætingu og er það langstærsti hópurinn. 115 fóru að vinna og 63 hættu vegna líkamlegra veikinda.78 hættu vegna geðrænna veikinda.Tæp 18% nema sem hætta gera það vegna veikinda. 61 nemenda var vikið úr skóla vegna brots á skólareglum. Af þeim sem innritast í framhaldsskóla hér á landi ljúka 45% einhverri prófgráðu á fjórum árum eða skemur. Í Noregi er hlutfallið 57% og í Danmörku 61%. --Skýrslan er gagnleg svo langt sem hún nær. Ljóst er að samsetning nemendahópsins eftir skólum er mismunandi. Félagslegt umhverfi skólanna er einnig mismunandi. Í skýrslunni er brottfall ekki greint niður eftir skólum , deildum skóla og svo frv. Að öðru jöfnu ættu lokaeinkunnir í grunnskóla að gefa bestu vísbendingu um hugsanlegt brottfall. Stóri hópurinn er sá sem fellur á mætingu; en hverjar eru skýringar? vinna með skóla kemur niður á námi? óheilbrigður, óreglulegur lífsstíll, óregla, ; allt önnur áhugamál? Í skýrslunni er ekki leitað skýringa.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar