12.1.2014 | 13:20
Sigurður Ingi fer til Nýju Jórvíkur.....
Í ferðadálki bandaríska stórblaðsins NYT birtist örstutt umsögn um Íslands sem ferðamannaland. Þar var ýmsum ofsögum sagt. Þjórsárver voru sögð 40% af flatarmáli landsins. Ferðamenn voru hvattir til að heimsækja landið áður en hálendið hyrfi í virkjanir, veitugarða og vegi. Ráðherranum ráðgóða datt það í hug að láta náðuneyti sitt hið minna leiðrétta misskilning og rangfærslur stórblaðsins. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að grein(sic) hafi birst í blaðinu og hún sé full af rangfærslum. Þjórsarver séu 0.5% af flatarmáli landsins en ekki 40% ! Í tilkynningunni segir einnig að verið sé að stækka friðlandið. Svo mörg voru þau orð. En það eru ekki bara ráðuneyti sem leiðrétta rangfærslur. Það gera líta vísindamenn. 12 vísindamenn sem unnu sem sérfræðingar í 2 áfanga rammaáætlunar birta opið bréf til ráðherrans í fjölmiðlum 8.1. Þar eru gagnrýnd 3 atriði í rökstuðningi ráðherrans fyrir þeirri ákvörðun að breyta mörkum fyrirhugaðs friðalnds Þjórsárvera. Fossaröðin í Þjórsá( Kjálkaversfoss/ Hvanngiljafoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss) er nú utan hins friðlýsta svæðis. Áður höfðu Samtök ferðaþjónustunar og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýnt ákvörðun ráðherra. Sveitastjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps lagði til að ákvörðun um stækkun friðlands yrði frestað. Sveitastjórnin telur að með því að leita eftir samþykki á breytingum marka friðlandsins sé í reynd verið að leita eftir samþykki fyrir veitu framkvæmdum. Um þetta má lesa í Sunnlenska. En kannski eru ýkjurnar í Jórvíkurblaðinu ekki alveg úr lausu lofti gripnar; á að leggja háspennulínu um Sprengisand fyrir stóryðju á Austurlandi? á Leirhnjúkur-Gjásstykki að vera iðnaðarsvæði? Á að leggja sæstreng til Skotlands? Álver á Bakka? Sagan Endalausa?
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar