1.2.2014 | 11:42
Hagstofa Englands um áhrif kreppunnar.
Hagstofa Englands (ONS) hefur nýlega birt hagtölur um áhrif kreppunnar á helstu hagkerfi heims. Síðan 2009 hefur samdráttur í Japan verið 9.2%, í Bretlandi 7.2% , í Ítalíu 7.2%, meðaltal í ESB er mínus 5.8% og USA er -4.1%. Hlutfallslega flest störf hafa glatast í Bretlandi. Bretland er miðstöð fjármála og í fjármálakreppum verður landið eðlilega illa úti. Heimsviðskipti hafa dregist saman og þess vegna verður Japan illa úti. Utanríkisviðskipti skipta USA litlu máli og fjármálakerfið er ekki eins mikilvægt og í Bretlandi. Í flestum stóru hagkerfunum er atvinnuþátttaka um 70%. Atvinnuþátttaka hefur minnkað umtalsvert í USA en aukist í Þýskalandi. Síðan 2007 hafa raunlaun lækkað um rúm 6% í Bretlandi. Á sama tíma hafa raunlaun hækkað í Þýskalandi og Frakklandi um 3%. Af öllu þessu verður ljóst að Bretland hefur komið ákaflega illa út úr fjármálakreppunni. Framleiðni hefur minnkað í Bretlandi um 0.6% á ári síðan 2008. Framleiðni hefur hins vegar vaxið umtalsvert í USA. (www.ons.gov.uk)
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar