Sprengjur í tannkremstúpum eða vanmáttur hins sterka.

Vetrarolympíuleikarnir njóta gífurlegar athygli um allan heim. Margt kemur til. Þetta er ein af stærstu íþróttaviðburðum ársins. Keppendur fjölmargra þjóða keppa í erfiðum keppnum. Í mörgum löndum eins og í Noregi njóta vetraríþróttir sérstakrar virðingar. Stjörnur í vetraríþróttum eru helstu stjörnur landsins og mikilvægar fyrirmyndir bæði barna og unglinga. Þetta er bjarta og ljósa hlið leikanna. En til er önnur hlið og dekkri. Hún afhjúpar yfirgengilega spillingu, mútugreiðslu, gróf og víðtæk mannréttindabrot og aðra glæpi. Slíkur er hinn kaldi veruleiki í Rússlandi Putin. Putin dreymir um að verða Pétur mikli. Fyrrum leyniþjónustuforingi vill byggja minnisvarða um sjálfan sig sem mun standa um aldur og æfi. Putin tekur mikla áhættu en slæm pólitísk staða hans neyðir hann til þess. Rússar þurfa að óttast margt m.a. hryðjuverk. Menn óttast svartar ekkjur. Stjórn USA hefur varað við sprengjum í tannkremstúpum. Hægt er að setja sprengiefni í alls konar snyrtivörur og setja efnin saman á meðan á flugi til Rússlands sendur. Ef sprengumanninum er sama um eigið líf opnast ótrúlegir möguleikar. Það er ekki víst að Sotschi verði fyrir árásum verði fyrir árásum heldur önnur svæði utan við eða nálægt. Öryggisgæslan er fjölþjóðleg. Bandarísk herskip taka þátt í hendi ásamt leyniþjónustum fjölmargra landa. Það er undarleg þversögn en sá sem hefur algera hernaðaryfirburði getur ekki alltaf sigrað þann sem er veikari. Henry Kissinger hélt því einu sinni fram að afar óliklegt væri að gerð yrði hryðjuverkaárás á USA. USA gæti slegið þúsund fallt til baka. Hann hafði rangt fyrir sér það nægir ekki að geta slegið þúsundfallt til baka. Lausnin felst ekki í hernaðarlegri valdbeitingu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband