8.2.2014 | 08:49
Woody Allen hafnar ásökunum um barnaníð.
Fjölskylduharmleikurinn heldur áfram. Woody Allen hefur skrifað opið bréf í NYT og segist aldrei hafa misnotað dóttur sína. Hann gagnrýnir fyrrverandi konu sína Miu Farrow harðlega. Allen segist hafa elskað dóttur sína Dylan og viljað reynast henni góður faðir. Dylan Farrow skrifaði grein í NYT fyrir fáum dögum og sakaði Allen um að hafa misnotað sig. Sú grein vakti mikla athygli og mikla umræðu. Í greininni lýsir Dylan atvikum nákvæmlega. Hún ásakar einnig Hollywood, kvikmyndiðnaðinn, um að þagga þetta mál niður. Í skilnaðarmálaferlum hafði Mia Farrow hafði lýst grun sínum um misnotkun. Allen telur að Mia láti stjórnast af hefndarhug vegna sambands hans við fullorðna ættleidda dóttur Miu. Hún heitir Sun Yi Previn og hafa þau Allen búið saman í fjölda ára og hafa einnig ættleitt börn. 1994 var það niðurstaða dómara í New York að ásakanir um barnaníð styddust ekki við haldbærar sannanir. Hann svipti Allen forræði með þeim rökum að hann væri sjálhverfur og ekki treystandi fyrir umönnun og forsjá barna.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar