Hundrað ár frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar.

Þetta mannskæða stríð hófst í ágúst 1914 og lauk í nóvember 1918 með uppgjöf Þjóðverja. Í stríðinu féllu 10 milljónir manna, 20 milljónir særðust og mikill fjöldi missti heimili sín. Á þessu ári verður tímamótanna minnst með margvíslegum hætti. An efa verða fjölmargar bækur gefnar út um stríðið, haldnar ráðstefnur og fleira í þeim dúr. Annar af stóru háskólum Berlinar Freie Universitat hefur nú sett á netið alfræðirit sem fjalla á um allar hliðar þessa skelfilega stríðs. Aðallega var barist í Evrópu en stríðið hafði áhrif út um allan heim. Það hafði líka djúptæk áhrif á þá menn sem börðust í stríðinu. Sumir sagnfræðingar líta á fyrri og seinni heimsstyrjöldina sem borgarastríð í Evrópu. Alþjóðlega alfræðiritið er alþjóðlegt rannsóknarverkefni. Slóðin er : www.1914-1918-online.net.

Stríðsglæpir í Frakklandi 1944 ; nú er ákært í Dortmund.

Áttatíu og átta ára gamall íbúi í Köln er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í aftöku meir en 600 manna í franska þorpinu Oradur-sur Glane. Í lok stríðsins frömdu SS sveitirnar skelfilega og óskiljanlega stríðsglæði. Fjöldaaftakan í franska þorpinu er nánast tákn fyrir þessa glæpi. Gamalmennið er nú ákært fyrir morð á 25 mönnum og aðstoð við morð á mörg hundruð mönnum. Alls voru 642 teknir af lífi í franska þorpinu. Þegar þessir atburðir gerðust var gamli maðurinn 19 ára gamall. Þess vegna verður málið fyrst að fara fyrir ungmannadóm (Jugendkammer) og þar verður úr því skorið hvort af aðalmerðferð verður. Verjandi mannsins segir að hann viðurkenni að hafa verið á staðnum en hann hafi ekki tekið þátt í morðunum og engu skoti skotið. 10. júni 1944 voru næstum allir íbúar franska þorpssins drepnir. Drepnir voru 642 og þar af voru 207 börn. Eitt barnanna var viku gamalt. Íbúum þorpsins var safnað saman á markaðstorginu og konur og börn lokuð inni í kirkju þorpsins. SS mennirnir kveiktu í og brenndu öll hús þorpsins til grunna. Flestir dóu í eldi en aðrir voru skotnir. Sex mönnum tókst að komast undan. ákærði á að hafa staðið vörð við krikjuna. Enn leita menn skýringa á þessum stríðsglæp. 

Hvað er að gerast í grænlenskum stjórnmálum?

Hammond formaður heimastjórnar hefur verið sökuð um einræðistilburði sem hún neitar.Eftir sem áður ríkir nú vantraust milli hennar og almennra flokksmanna. Mikla athygli vekur að Hans Enoksen hefur sagt sig úr flokk sínum Siumut en hann leiddi flokkinn á árunum 2001 til 2009. Alega Hammond hefur gefið í skyn að samband Hans við yngri flokksmenn hafi einkennst af spennu. Hans hafði orðið var við ýmsar breytingar innan flokksins eftir að hann konst í stjórn. Hann vildi ekki taka þátt í nefndastörfum og áhrif hans voru takmörkuð. Nokkrar deilur urðu um það þegar Tom Ostermann var ráðinn sérstakur ráðgjafi sjávarútvegsráðherrans Karl Lyberth. Karl sagði af sér ráðherradómi þar sem hann hafði ekki fengið samþykki flokksins auk þess sem hann er skyldurr Ostermann. Miklar deilur hafa verið innan Siumut vegna námuvinnslu á Grænlandi. Bann við greftir uran í námum var samþykkt með eins atkvæðis meirihluta. Á stuttum valdatíma sínum hefur Hammond breytt ýmsu. Bannið er eitt, annað er að hún breytti lögum um gjaldtöku af erlendum námufyrirtækjum og þriðja er að hún lýsti því yfir að hún hefði ekki persónulegt, tilfinningalegt samband við Danmörku. Þau ummæli urðu reyndar mjög umdeild. Julie Rademacher efast mjög um forystuhæfileika Hammond og telur hana alls ekki valdi þeirri stöðu sem hún hefur. (articjournal.com)

USA; helmingur svartra karla og 40% hvítra handtekinn við 23 ára aldur.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í virtu tímariti um afbrotafræði. Það er ljóst að handtaka svo ungra manna getur haft afgerandi áhrif á líf þeirra. Það getur haft neikvæð áhrif á skólagöngu ,möguleika á að fá vinnu og taka eðlilega þátt í daglegu lífi. Rannsóknin byggðist á gögnum sem aflað var 1997 til 2008 og tók til afbrotasögu unglinga og ungra manna. Brotin voru ýmis konar allt frá því að vera drukkinn á opinberum st0ðum til ofbeldisverka. Ekki var tekið tillit til minniháttar umferðarlagabrota í rannsókninni. Við 18 ára aldur höfðu 30% svartra unglinga/karla verið teknir höndum af lögreglu. 26% karla af spænskum uppruna höfðu verið handteknir og 22% hvítra. Við 23 ára aldur voru tölurnar 49% , 44% og 38%. Hjá ungum konum voru tölurnar allt aðrar. Við 18 ára aldur höfðu 12% hvítra verið teknar fastar en 11.8% hjá bæði svörtum og spænskumælandi. Við 23 ára aldur voru tölurnar hvítar 20%, svartar 16%, og spænskumælandi 18%.

Ýmislegt má segja um þetta. Tölurnar virðast skelfilega háar. Fjöldi fanga í USA er mjög hár í alþjóðlegum samanburði. Ungir svartir karlar eiga greinilega í mestum erfiðleikum. Þátttaka í unglingagengjum, litlir möguleikar á vinnumarkaði og karlmennskuímynd; allt þetta þarf að skoða. Merkilegur munur er á svörtum körlum og konum....


Evran er unglingur.

Evran er 15 ára gömul og unglingsárin eru oft stormasöm. Eftir að hafa barist við kreppu í fjögur ár hafa leiðtogar ESB nú tækifæri til að endurskipuleggja og styrkja bankakerfið. Hvort það tekst er óvíst en það mun takast að halda evrunni án þess að myntkerfið virki vel. Lettland er nú hluti af evrusvæðinu en ákvörðun Letta er bæði pólitísk og efnahagsleg. Þeir hafa áhuga á að losna undan áhrifum Rússa og upptaka evrunnar er ein leið til þess. Á síðasta ári ákvað Írland að stíga út úr björgunarpakka ESB og AGS. Ríkissjóður Írlands verður nú að endurfjármagna sig á fjármálamarkaði. Erfiðleikar Grikklands, Portúgals og Kýpur er þungur kross. Skuldir gríska ríkisins er 175% af vergri landsframleiðslu sem er mjög hátt en hefur samt lækkað á undanförnum árum. Í Portúgal orsakaði djúp efnahagskreppa pólitíska kreppu og ólíklegt er að landið hætti samstarfi við Seðlabanka Evrópu og AGS á þessu ári. Erfiðast er ástandið Kýpur. Þar hefur landsramleiðsla dregist saman um allt að 20% síðustu árin. Helsta vandamálið er endurfjármögnun stærsta banka landsins. Fyrir Evrusvæðið í heild er spáð hagvexti sem nemur 1% sem er mjög hógvær tala. Á fyrrihluta ársins mun Seðlabanki Evrópu gera mjög viðmikla rannsókn og prófanir á stærstu bönkum evrusvæðisins. Þá er hægt að kortleggja mögulega veikleika og bregðast við þeim. Ef vel tekst til ætti traust manna á bönkum evrusvæðisins að vaxa. En það getur komið til erfiðra ákvarðana. Hugsanlega verða veikustu bankarnir að hætta starfsemi. Vandinn er að þetta gæti verið í löndum eins og t.d. Ítalíu þar sem ríkisfjármálin er einnig í slæmu ásigkomulagi.  Endurskipulagning bankakerfisins er afar mikilvæg en hún er pólitískt erfið. 

Verðbólga í USA og á Evrusvæðinu.

Verðbólgan er nú 0.8% á evrusvæðinu. Það er langt frá því að vera verðhjöðnun sem grefur hagkeerfið niður. Verðbólga í USA er 1.2%. Á þessum tölum er ekki eðlismunur. Raunveruleg verðhjöðnun, þ.e. lækkun á verðu neysluvara, hefur mjög neikvæð áhrif í hagkerfum þar sem skuldsetning er mikil. Það eru merki um hagvöxt á evrusvæðinu þó þau séu ekki stórvaxin. Það er líklegast að laun og verð byrji að hækka í Þýskalandi og öðrum hagkerfum sem standa vel. Evrusvæðið sker sig ekki úr. Mörg önnur svæði eru á mörkum eða nálægð verðhjöðnun. Vöxtur er hægur, mikið atvinnuleysi og þrýstingur á launum. Í USA hefur veikur dollari örvað vöxt og ýtt verðlagi upp. Evrusvæðið á í meiri erfiðleikum en USA. Veikustu hagkerfin ganga í gegnum afar erfiða og sársaukafulla aðlögun. Þar á lækkun raunlauna að leiða til betri samkeppnishæfni. Veiking evrunnar myndi einnig auka samkeppnishæfni svæðisins. 

Hvernig á að umgangast erlenda ferðamenn?

Ferðamálastofa Bretlands hefur sett saman bækling sem skýrir hvernig starfsfólk hótela á að koma fram við ferðamenn af ólíku þjóðerni. Samkvæmt þessu hafa Austurríkismenn gaman af meinfýsnum bröndurum, íbúar Hong Kong óttast anda og Þjóðverjar eru  mjög gagnrýnir og kröfuharðir. Það er nauðsynlegt að taka allar kvartanir alvarlega. Það á ekki að tala við Kanadamenn eins og þeir séu Bandaríkjamenn.(eðlilega!). Það á ekki að gera grín að framburði Indverja. Rússar vilja herbergi þar sem er hátt til lofts. Ekki á að brosa til Frakka og forðast augnsamband ef þú þekkir hann ekki. Þjóðverjar eru búnir að lesa marga ferðabæklinga áður en ferðin hefst og hafa þá með sér á hótelið. Talið ekki um peninga við Kínverja og forðist að koma honum í þá stöðu að vera miðpunktur athyglinnar. þessi bæklingur hefur vakið mikla kátínu í Bretlandi. John Cleese lék hótelstjóra í þáttaröð sem hét Fawlty Towers og sýnd var 1975. Allir þýskir ferðamenn sem komu á þetta hótel urðu að láta yfir sig ganga stöðugar umræður um seinni heimsstyrjöldina sem virtist eina áhugamál hótelstjórans. Hliðstæðar leiðbeiningar eru ekkert einsdæmi. Ferðamálayfirvöld í Frakklandi og Kína hafa einnig sent frá sér slíka bæklinga. Hvenær kemur röðin að Ferðamálastofu hér á landi?

Alþjóðleg rannsókn á nauðgun á vegum SÞ; orsakir, einkenni og afleiðingar...

Það er fullyrt að nauðganir séu mjög lítið rannsakaðar og þess vegna var þessi umfangs mikla rannsókn gerð. Í 6 löndum voru nauðganir rannsakaðar. Löndin eru Kína, Bangladesh, Kambódía, Indónesía, Sri Lanka og Papúa Nýju Gíneu.Rannsóknin tók tvö ár  eða frá jan 2011 til des 2012. Valin voru heimili út frá séerstökum skilyrðum og af hverju heimili var rætt við einn mann á aldrinum 18 til 49 ára. Hver einstaklingur fyllti ít ítarlegan spurningalista. Á svörunum var gerðar margvíslegar tölfræðilegar prófanir. Tekin voru viðtöl við 10178 menn. Verulegur munur var á löndunum hvað varðar tíðni nauðgana. Ástæður nauðgana voru að staðfesta rétt karlmanna, löngun í skemmtun og refsing. Víndrykkja skipti máli í tæpum þriðjungi tilvika. Annað sem einkenndi nauðgara félagslega var fátækt,  sársaukafull æsta, lítil samúð með öðrum,áhersla á yfirburði karla í kynlífsathöfnum og þátttaka í glæpagengjum unglinga. Af þeim sem nauðguðu höfðu rúm 20% hlotið dóm og setið í fangelsi. Það var mismunandi eftir löndum hversu margir höfðu beitt eiginkonur sínar ofbeldi og neytt þar til kynmaka. Tölurnar voru á bilinu 26-80%. Í þessari rannsókn var athyglinni aðallega beint að nauðgunum karla á konum öðrum en eiginkonu sinni og á körlum.(Það kom reyndar í ljós að nauðgun á eiginkonu var algengasta tegund anuðgunar í öllum löndum) Í viðtölum og á spurningalistum var ekki talað beint um nauðgun, þ.e. orðið var ekki nefnt. Dæmi: hefur þú haft samræði við konu sem var svo drukkin eða undir svo miklum áhrif að hú gat hvorki gefið samþykkir eða neitun til kynna. Nauðgun á konu annarri en eiginkonu var algengust. Árið áður en rannsóknin var gerð höfðu 2.5% karla í könnuninni nauðgað að meðaltali. Talan var hæst í Papúa Nýju Gíneu. Rúmlega helmingu þessara karla höfðu nauðgað í fyrsta skipti þegar þeir voru unglingar. Rúmlega helmingur finnur ekki til neinnar sektarkenndar eftir nauðgun. Giftir menn voru líklegir til að nauðga einir en menn með mjög litla menntun voru líklegri til að nauðga i hóp. Þeir sem höfðu verið vanræktir tilfinningalega í barnæsku eru líklegri til að nauðga en aðrir. Hópnauðganir tengdust veru í gengjum og fíkniefnaneyslu. 

Umfangsmiklar rannsóknir á nauðgunum hafa hingað til aðeins verið gerðar í Suður Afríku. Þar kom í ljós að tæp 40% karla höfðu einhvern tíma á æfinni nauðgað konur. Nauðganatíðni er Suður Aríku er afar há og voanandi undantekning í alþjóðlegum samanburði.  (lancet glob health).


Deilur um klám í Noregi.

Trine Rogg Korsvik er sagnfræðingur og vinnur að doktorsritgerð í kynjafræðum. Hún segir að í upphafi áttunda áratugarins hafi margir haldið því fram að klám hefði ekkert með stjórnmál að gera. Andstaðan við klám kom fyrst og fremst frá mönnum sem voru virkir innan kirkjunnar. Hreyfingin gegn klámi var þjóðleg og alþýðleg grasrótarhreyfing. Klámið varð að pólitísku viðfangsefni þegar femíniskar kvenréttindahreyfingargagnrýndu klámið vegna þess að það sýndi drottnun karla yfir konum. Samband kynjanna í klámmyndunum væri spegilmynd af því sem gerðist í samfélaginu. Það voru ekki eingöngu skrifaðar greinar í blöð og tímarit heldur fóru ungar konur í mótmælagöngur og brenndu klámblöð á báli. Klámbrennur urðu margar í Noregi. Það vakti mikla reiði þegar tveimur ungum stúlkum var sagt upp störfum hjá sporvögnum Óslóar vegna þess að þær höfðu rifið niður auglýsingu tímaritsins Nye alle menn (nokkurs konar norskt Playboy). Stúlkurnar tvær hétu Liv og Rannveig og þær fengu starfið aftur eftir mikil og almenn mótmæli. Fjölmörg blöð skrifuðu mikið um klámstríðið og klámbrennurnar. Nefna má VG og Klassekampen. 1977 sameinuðust 30 samtök kvenna í baráttunni gegn klámi. Þessi hópur var afar fjölbreyttur ; maóistar, konur í bændastétt, húsmæður, konur starfandi í trúfélögum, Eðlilega var og er nokkur tortryggni milli hópa. Í Noregi eru samtök mjög ólíkra hópa nokkuð algeng. Hreyfingin gegn aðild Noregs að ESB er dæmi um þetta. Þar sameinuðust borgarbúar, sveitafólk, kristnir og sósíalstar í eina hreyfingu. Í Noregi hafa rithöfundar verið dæmdir fyrir að skrifa klámfengnar bókmenntir. Agnar Mykle og Jens Björneboe voru dæmdir á sjötta áratugnum. Allt fram á níunda áratuginn er mikill meirhluti Norðmanna á móti klámi. Ný lög um klám voru sett 1985 og Framfaraflokkurinn var einn flokka á móti lögunum. Með tilkomu Internetsins hafa skapast algerlega nýjar aðstæður. (klassekampen).

Eru stríð gagnleg og leiða til framfara?

Sú virðist vera skoðun Ian Morris en hann er breskur sagnfræðingur og fornleifafræðingur. Hann hefur skrifað bók um sögu hernaðar allt frá steinöld til okkar daga. Hann kemst að þeirri niðurstöðu hernaðarleg valdbeiting hafi farið minnkandi ef litið er á síðustu 10 þúsund ár. Þróunin er í þessa átt og hin skelfilega 20. öld breytir engu um það. Allt er mótsagnakennt við stríð. Það hefur skelfilega hlið;manndráp, rán og eyðileggingu. En stríð er líka verkfæri eða tæki til að ná markmiðum. Fyrir þá sem deyja í stríði eða örkumlast getur stríðið ekki haft neitt markmið. Ef litið er á stríð sem hluta af langtíma sögulegu ferli er hægt að greina rökrænt ferli. Stríðin hafa til mjög langs tíma litið samfélagsskipanina öruggari og samfélögin ríkari og auðugri. Á síðustu öld létust 100 til 200 milljónir í stríði eða af völdum stríðsátaka. Þetta er skelfileg tala en hún er 1-2% af öllum þeim fjölda manna sem lifðu á síðustu öld.Í steinaldarsamfélögum voru milli 10 og 20% allra drepnir í stríðsátökum. Það eru sem sagt mun minni líkur að vera drepinn í stríði eftir iðnvæðingu en á steinöld. Valdbeiting er að minnka. Um 1250 var einn af hverjum 100 í Vestur Evrópu drepin í stríði. Á tímum Shakespeares var einn af hverjum 300 drepinn í stríði og 1950 var það einn af hverjum 3000. (framhald).

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband