9.1.2014 | 09:48
Hundrað ár frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar.
8.1.2014 | 17:07
Stríðsglæpir í Frakklandi 1944 ; nú er ákært í Dortmund.
8.1.2014 | 10:44
Hvað er að gerast í grænlenskum stjórnmálum?
Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í virtu tímariti um afbrotafræði. Það er ljóst að handtaka svo ungra manna getur haft afgerandi áhrif á líf þeirra. Það getur haft neikvæð áhrif á skólagöngu ,möguleika á að fá vinnu og taka eðlilega þátt í daglegu lífi. Rannsóknin byggðist á gögnum sem aflað var 1997 til 2008 og tók til afbrotasögu unglinga og ungra manna. Brotin voru ýmis konar allt frá því að vera drukkinn á opinberum st0ðum til ofbeldisverka. Ekki var tekið tillit til minniháttar umferðarlagabrota í rannsókninni. Við 18 ára aldur höfðu 30% svartra unglinga/karla verið teknir höndum af lögreglu. 26% karla af spænskum uppruna höfðu verið handteknir og 22% hvítra. Við 23 ára aldur voru tölurnar 49% , 44% og 38%. Hjá ungum konum voru tölurnar allt aðrar. Við 18 ára aldur höfðu 12% hvítra verið teknar fastar en 11.8% hjá bæði svörtum og spænskumælandi. Við 23 ára aldur voru tölurnar hvítar 20%, svartar 16%, og spænskumælandi 18%.
Ýmislegt má segja um þetta. Tölurnar virðast skelfilega háar. Fjöldi fanga í USA er mjög hár í alþjóðlegum samanburði. Ungir svartir karlar eiga greinilega í mestum erfiðleikum. Þátttaka í unglingagengjum, litlir möguleikar á vinnumarkaði og karlmennskuímynd; allt þetta þarf að skoða. Merkilegur munur er á svörtum körlum og konum....
7.1.2014 | 21:05
Evran er unglingur.
7.1.2014 | 17:24
Verðbólga í USA og á Evrusvæðinu.
7.1.2014 | 15:08
Hvernig á að umgangast erlenda ferðamenn?
Það er fullyrt að nauðganir séu mjög lítið rannsakaðar og þess vegna var þessi umfangs mikla rannsókn gerð. Í 6 löndum voru nauðganir rannsakaðar. Löndin eru Kína, Bangladesh, Kambódía, Indónesía, Sri Lanka og Papúa Nýju Gíneu.Rannsóknin tók tvö ár eða frá jan 2011 til des 2012. Valin voru heimili út frá séerstökum skilyrðum og af hverju heimili var rætt við einn mann á aldrinum 18 til 49 ára. Hver einstaklingur fyllti ít ítarlegan spurningalista. Á svörunum var gerðar margvíslegar tölfræðilegar prófanir. Tekin voru viðtöl við 10178 menn. Verulegur munur var á löndunum hvað varðar tíðni nauðgana. Ástæður nauðgana voru að staðfesta rétt karlmanna, löngun í skemmtun og refsing. Víndrykkja skipti máli í tæpum þriðjungi tilvika. Annað sem einkenndi nauðgara félagslega var fátækt, sársaukafull æsta, lítil samúð með öðrum,áhersla á yfirburði karla í kynlífsathöfnum og þátttaka í glæpagengjum unglinga. Af þeim sem nauðguðu höfðu rúm 20% hlotið dóm og setið í fangelsi. Það var mismunandi eftir löndum hversu margir höfðu beitt eiginkonur sínar ofbeldi og neytt þar til kynmaka. Tölurnar voru á bilinu 26-80%. Í þessari rannsókn var athyglinni aðallega beint að nauðgunum karla á konum öðrum en eiginkonu sinni og á körlum.(Það kom reyndar í ljós að nauðgun á eiginkonu var algengasta tegund anuðgunar í öllum löndum) Í viðtölum og á spurningalistum var ekki talað beint um nauðgun, þ.e. orðið var ekki nefnt. Dæmi: hefur þú haft samræði við konu sem var svo drukkin eða undir svo miklum áhrif að hú gat hvorki gefið samþykkir eða neitun til kynna. Nauðgun á konu annarri en eiginkonu var algengust. Árið áður en rannsóknin var gerð höfðu 2.5% karla í könnuninni nauðgað að meðaltali. Talan var hæst í Papúa Nýju Gíneu. Rúmlega helmingu þessara karla höfðu nauðgað í fyrsta skipti þegar þeir voru unglingar. Rúmlega helmingur finnur ekki til neinnar sektarkenndar eftir nauðgun. Giftir menn voru líklegir til að nauðga einir en menn með mjög litla menntun voru líklegri til að nauðga i hóp. Þeir sem höfðu verið vanræktir tilfinningalega í barnæsku eru líklegri til að nauðga en aðrir. Hópnauðganir tengdust veru í gengjum og fíkniefnaneyslu.
Umfangsmiklar rannsóknir á nauðgunum hafa hingað til aðeins verið gerðar í Suður Afríku. Þar kom í ljós að tæp 40% karla höfðu einhvern tíma á æfinni nauðgað konur. Nauðganatíðni er Suður Aríku er afar há og voanandi undantekning í alþjóðlegum samanburði. (lancet glob health).
6.1.2014 | 18:37
Deilur um klám í Noregi.
6.1.2014 | 07:05
Eru stríð gagnleg og leiða til framfara?
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar