Vaxtalaus bílalán eru blekking segir Frosti Sigurjónsson.

Að undnaförnu hafa nokkur bílaumboð auglýst vaxtalaus lán. Þetta hlýtur að hljóma vel í eyrum neytenda og hugsanlegra bílakaupenda. Nú losna þeir við vaxtagreiðslur en standa að öðru leiti jafnfætis öðrum kaupendum skyldi maður ætla. Er það kannski hagstæðasti kosturinn að taka lán? Hagur bilasala er augljós. Þeir vilja auka veltuna.Það er dýrt að sitja uppi með mikinn bílaflota sem selst hægt og illa. En nú hefur þingmaður bent á það að ekki er allt sem sýnist. Þeir sem taka vaxtalausulánin fá ekki afslætti eða aukahluti sem þeir fá sem taka venjulegt bílalán með vöxtum. Þar stóð hnífurinn í kúnni. Kannski eru vaxtalausulánin ekkert skárri en þau sem eru með vexti. Dæmi sem að Frosti býr til bendir til að svo sé. Auk þess ber lánveitendum að birta, skv. lögum, árlega hlutfallstölu kostnaðar. Frosti vill ekki túa því að bifreiðaumboðin sniðgangi lög um neytendavernd. Því vill blokkari ekki heldur trúa.

ESB; deilur um réttindi atvinnulausra innflytjenda......

24 ára gömul kona frá Rúmeníu og barnungur sonur hennar hafa dvalist í Þýskalandi síðan 2010. Fyrst bjó rúmenska konan hjá systur sinni í Leipzig. Þar fékk hún barnabætur og framfærslustuðning frá borginni. Konan hafði aðeins verið 3 ár í skóla og fékk enga vinnu. Hún sótti þá um stuðning sem í reglugerð heitir Harz iv(samsvarar nokkurn veginn atvinnuleysisbótum hjá okkur) en  því en því hafnaði vinnumiðlunin. Rúmenska konan kærði þá ákvörðun og Félagsdómstóll í Leipzig vísaði málinu til Evrópska dómstólsins í Lúxemburg. Lögmenn framkvæmdastjórnarinnar (Kommission) sögðu fyrir réttinum að konan ætti rétt á fullum bótum skv Harz iv. Litið var á þetta sem yfirlýsingu frá Framkvæmdastjórninni. Eðlilega vakti þetta mikil og hörð viðbrögð. Harðar deilur hafa orðið um málið í Þýskalandi og víðar. Forseti Evrópuþingsins hefur tjáð sig um málið. Það er ljóst að þetta er mjög eldfimt mál og haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Í Berlín eru 17% á vinnumarkaði á atvinnuleysisbótum. Í Bæjaralandi er talan 3.3%. 

Sigurður Ingi fer til Nýju Jórvíkur.....

Í ferðadálki bandaríska stórblaðsins NYT birtist örstutt umsögn um Íslands sem ferðamannaland. Þar var ýmsum ofsögum sagt. Þjórsárver voru sögð 40% af flatarmáli landsins. Ferðamenn voru hvattir til að heimsækja landið áður en hálendið hyrfi í virkjanir, veitugarða og vegi. Ráðherranum ráðgóða datt það í hug að láta náðuneyti sitt hið minna leiðrétta misskilning og rangfærslur stórblaðsins. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að grein(sic) hafi birst í blaðinu og hún sé full af rangfærslum. Þjórsarver séu 0.5% af flatarmáli landsins en ekki 40% ! Í tilkynningunni segir einnig að verið sé að stækka friðlandið. Svo mörg voru þau orð.  En það eru ekki bara ráðuneyti sem leiðrétta rangfærslur. Það gera líta vísindamenn. 12 vísindamenn sem unnu sem sérfræðingar í 2 áfanga rammaáætlunar birta opið bréf til ráðherrans í fjölmiðlum 8.1. Þar eru gagnrýnd 3 atriði í rökstuðningi ráðherrans fyrir þeirri ákvörðun að breyta mörkum fyrirhugaðs friðalnds Þjórsárvera. Fossaröðin í Þjórsá( Kjálkaversfoss/ Hvanngiljafoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss) er nú utan hins friðlýsta svæðis. Áður höfðu Samtök ferðaþjónustunar og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýnt ákvörðun ráðherra. Sveitastjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps lagði til að ákvörðun um stækkun friðlands yrði frestað. Sveitastjórnin telur að með því að leita eftir samþykki á breytingum marka friðlandsins sé í reynd verið að leita eftir samþykki fyrir veitu framkvæmdum. Um þetta má lesa í Sunnlenska. En kannski eru ýkjurnar í Jórvíkurblaðinu ekki alveg úr lausu lofti gripnar; á að leggja háspennulínu um Sprengisand fyrir stóryðju á Austurlandi? á Leirhnjúkur-Gjásstykki að vera iðnaðarsvæði? Á að leggja sæstreng til Skotlands? Álver á Bakka? Sagan Endalausa?

Mið- Afríkulýðveldið ; ógnaröld og grimmdarlegt stríð.

Í dag sagði forsetinn M Djotodia af sér. Hann var fyrsti forsetinn sem er íslamskrar trúar.  Hann segir af sér af því að honum hefur ekki tekist að stöðva átök og ofbeldi í landinu milli trúarhópa. Forsætisráðherra hans sagði einnig af sér. Djotodia varð forseti í mars eftir að Seleka samtökin frömdu valdarán í landinu. Nú í rúmt ár hefur ríkt grimmilegt stríð milli kristinna manna og múslíma. Ein milljón manna hefur orðið að flýja heimili sín. SÞ hafa lýst ástandinu sem algjöru neyðarástandi. Íbúar í landinu eru 4.5 milljónir og opinber tungumál eru franska og sango. Landið var nýlenda Frakka og hlaut sjálfstæði 1960 og er eitt af fátækustu ríkjum Afríku. Fjölmörg valdarán hafa verið framin í landinu. Bokassa var lengi við völd og valdatíð hans einkenndist af mikilli grimmd. Honum var steypt af stóli 1979. Demantar hafa verið mikil tekjulind en einnig uppspretta átaka. Náttúrugæði landsins eru mikil. Í landinu er fjöldi ættbálka, amk 7 fjölmennir. Gbayafólkið er fjölmennast eða tæp milljón.Þessi ættbálkur er einnig fjölmennur í Kongó. Bandafólkið er næstfjölmennasti ættbálkurinn. Borgarastyrjaldir í ríkjum Afríku eru gjarnan ættbálkastríð. Ungbarnadauði í landinu eru 95 á hver 1000 lifandi fædd börn. Lífslíkur karla eru 50 ár en kvenna 52 ár. Læknar á hverja 1000 íbúa eru 0.05. Tæplega 60% íbúa er læs. 

 


Brottfall nemenda úr framhaldsskólum , vor 2013.

Menntamálaráðuneytið hefur gefið frá sér skýrslu þar sem er að finna lýsingu á helstu ástæðum brottfalls. Í framahldsskólum landsins stunduðu um 25000 nemendur nám á vorönn 2013. Samkvæmt upplýsingum frá 28 skólum af 31 hurfu 1002 nemendur frá námi án þess að ljúka prófum. 117 fóru í annan skóla þannnig að 885 hverfa frá námi(alveg eða tímabundið). 251 féll á mætingu og er það langstærsti hópurinn. 115 fóru að vinna og 63 hættu vegna líkamlegra veikinda.78 hættu vegna geðrænna veikinda.Tæp 18% nema sem hætta gera það vegna veikinda.  61 nemenda var vikið úr skóla vegna brots á skólareglum. Af þeim sem innritast í framhaldsskóla hér á landi ljúka 45% einhverri prófgráðu á fjórum árum eða skemur. Í Noregi er hlutfallið 57% og í Danmörku 61%. --Skýrslan er gagnleg svo langt sem hún nær. Ljóst er að samsetning nemendahópsins eftir skólum er mismunandi. Félagslegt umhverfi skólanna er einnig mismunandi. Í skýrslunni er brottfall ekki greint niður eftir skólum , deildum skóla og svo frv. Að öðru jöfnu ættu lokaeinkunnir í grunnskóla að gefa bestu vísbendingu um hugsanlegt brottfall. Stóri hópurinn er sá sem fellur á mætingu; en hverjar eru skýringar? vinna með skóla kemur niður á námi? óheilbrigður, óreglulegur lífsstíll, óregla, ; allt önnur áhugamál? Í skýrslunni er ekki leitað skýringa. 

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra kærð.

Samkvæmt fréttum Rikisútvarpsins hefur ráðherran verður kærður. Lögmaður hælisleitandans Tony Osmos leggur fram kæruna og er hún á hendur ráðherranum og öllum starfsmönnum ráðuneytisins vegna meints leka á trúnaðargögnum. Lögmaðurinn telur að lekinn hafi borist úr ráðuneytinu. Ef það reynist rétt er um grafalvarlegt mál að ræða. Ísland er aðili að fjölmörgum alþjóðlegum samningum og slíkur leki er alvarlegt brot á mannréttindum. Nokkrir fjölmiðlar hafa skrifað um þetta mál en DV hefur skrifað langmest og ítarlegast um málið. Morgunblaðið og Fréttablaðið skrifuðu fréttir sem byggðust á minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu(sic). Málefni Útlendingastofnunar hafa oft verið til umræðu og stofnunin harðlegt gagnrýnd af margvíslegum ástæðum. Kæra lögmannsins inniheldur 7 kæruliði. Í DV neitar aðstoðarkona ráðherrans því að kær hafi borist. Gísli Freyr sem er annar aðstoðarmaður hennar hefur orðið margsaga í málinu. Hanna Birna hefur verið spurð um málið yfir nefnd á Alþingi en einnig í óundirbúnum fyrirspurnartímun en án þess að geta gefið viðhlítandi skýringar. 

Ótti við útlendinga í Bæjaralandi.

CSU eða kristilega bandalagið í Bæjaralandi hefur beitt sér gegn ótakmörkuðum innflutningi fólks frá Rúmeníu og Búlgaríu. Þeir hafa bent á að það sé ekki eingöngu menntað fólk eins og verkfræðingar sem vilji koma til þýskalands. Umfjöllun um útlendinga á sér hefð í Þýskalandi. Þýska efnahagsundrið byggðist að miklu leiti á innfluttu vinnuafli. En hvað óttast Bæjarar?Þeir óttast að mikið af fátæku og ómenntuðu fólki komi til landsins. Þeir óttast að það verði byrði á velferðarkerfinu. Þeir óttast bótasvik...Og þeir óttast Roma og Sinti. Í Brussel eru menn annarrar skoðunar. Aðflutt vinnuafl mun gagnast þýsku hagkerfi. Menn gera að því skóna að CSU sé að verða að teboðshreyfingu Þýskalands. Ýmis rök má færa þeirri staðhæfingu til stuðnings ; CSU menn hafa sagt : sá sem verður uppvís að bótasvikum, honum spörkum við úr landi. Jafnvel það að vera atvinnulaus í Þýskalandi er betra hlutskipti en að vera í illa borgaðri vinnu í Rúmeníu eða Búlgaríu. Í Þýskalandi fá menn t.d. barnabætur. 2013 fengu rúmlega 32000 Rúmenar og Búlgarir barnabætur í Þýskalandi. Roma fjölskylda með 6 börn getur fengið 3000 evrur. Slík mál eru nú útkljáð fyrir dómstólum. Þýskaland er og hefur verið mjög opið gagnvart útlendingum. Án þeirra hefði þýska efnahagsundrið ekki átt sér stað. Málið er hins vegar mjög tilfinningabundið af sögulegum ástæðum. 

USA ; þungir dómar í hvítflibbaafbrotum.

Í blaðinu The Wall Street Journal birtist grein um 10 þyngstu dóma í þessum brotaflokki. Greinin birtist í desember síðastliðnum. Þyngsta dóminn til þessa hefur hlotið Sholam Weiss eða 835 ár. Hann var dæmdur fyrir margvísleg fjársvik , m.a. peningaþvætti. Keith Pound var dæmdur í 740 ára fangelsi en dó í fangelsi 2004 og var þá 51 ára gamall. Neðar á listanum er Bernie Madoff en hann var dæmdur í 150 ára fangelsi. 17 milljörðum dollara stal hann frá ýmsum fjárfestum en mál hans voru mikið í umfjöllun fjölmiðla. Neðstur Á 12 manna lista WSJ er Martin Sigillto en hans dómur var 40 ár. Hann hafði sett upp Ponzi-svikamillu. --Hvítflibbaglæpir eru iðulega flóknir og erfiðir í rannsókn. Á heimasíðu FBI má lesa um Enron málið. Starfsmenn FBI tóku 1800 viðtöl(yfirheyrsla) og gögn málsins voru í meira en 3000 stórum pappakössum. 22 menn voru dæmdir í málaferlum vegna afbrota þar á meðal allir helstu yfirmenn fyrirtækisins. 

Grænland; Hans Enoksen stofnar nýjan flokk , Partii Naleraq.

Hans Enoksens hefur nú hafið undirskriftasöfnun og það er nauðsynlegt að hafa 964 nöfn til að stofna flokk. Að sögn Hans ætlar flokkurinn að leggja áherslu fiskveiðar og byggðasjónrmið sem hafa verið vanrækt að hans mati. Hann vonast til að hægt verði að safna nægilegum fjölda undirskrifta á næstu mánuðum og haægt verði að halda landsfund og stofna flokkinn á vormánuðum. Hann segist hafa orðið var við víðtækan stuðning og margir hafi haft samband. Deilumál í grænlenskum stjórnmálum eru af margvíslegum toga og ekki auðvelt að setja sig inní þau með skjótum hætti. Það er ljóst að námuvinnslan, sérstaklega vinnsla uran, er erfitt deilumál. Annað er fiskveiðistjórnun og útdeiling kvóta. Þar eru menn sakaðir um að hygla vinum sínum. Sakbandið við Dani skiptir máli. Hvað sem því líður er ljóst að grænlenskt samfélag er á sögulegum tímamótum og afar mikilvægt að sterk politísk forysta verði til í landinu. 

ESB; 2014 er ár mikilvægra ákvarðanna, ræða V Reading.

Vivianne Reading sem er varaforseti framkvæmdastjórnar og dómsmálastjóri hélt mikilvæga ræðu um stöðu mála og þróunina á þessu ári.  Árið 2013 einkenndist mikið af uppljóstrunum um víðtækar njósnir. Ríki ESB hafa mótað sameiginlega stefnu hvað varðar netöryggi og gagnavernd. Ljóst er að fólk gerir miklar kröfur um vernd gagna og það verður að verða við þeim kröfum. Kosningar til Evrópuþingsins eru í maí og hin djúpa kreppa hefur hraðað mjög efnahagslegri sameiningu og samstilltri frjármálastefnu. Slíkt hefði ekki verið hugsanlegt fyrir nokkrum árum. Ef við verðum að halda áfram. Það verður að fara fram lýðræðisleg umræða um það hvernig áframhaldandi uppbygging á ð eiga sér stað. Kreppan hefur sýnt okkur að alildarríkin eru ekki eylönd. Það sem gerist í einu ríki hefur áhrif á öll önnur. Tökum bankabandalag sem dæmi (bankunion). Nýlega komu Frakkar með mjög uppbyggilegar tillögum í þessum málaflokki. Við þörfnust raunverulegrar pólitískrar einingar (polital union). Við þurfum að byggja upp bandaríki Evrópu með framkvæmdastjórnina sem ríkisstjórn og tvær þingdeildir, þ.e. Evrópuþingið og þjóðþing aðildarríkjanna. Um þetta er að sjálfsögðu mjög skiptar skoðanir og þarf að ræða til hlítar. Umræða þarf að vera mjög breið og almenn. Til eru efasemdamenn og það er eðlilegt. Kosningaþátttaka til Evrópuþingsins  hefur minnkað mjög mikið síðan 1979. En kosningarnar í vor eru afar mikilvægar. Þær snúast um framtíð Evrópu. (Þannig er samantekt á ræðu V Reading.) Það er auðvitað kunnara en frá þurfi að segja að ESB er fjölmenningarlegt og fjölþjóðlegt samfélaga. Mikill fjöldi tungumála er talaður innan sambandsins. Saga 20. aldarinnar er saga skelfrilegra átaka í Evrópu. Skuldakreppan í Suðurhluta Evrópu hefur skapað mikla spennu innan sambandsins. Það er öllum ljóst að framtíðarverkefnin eru erfið en þar að afar mikilvægt að farsæl lausn finnist. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband