Vaxtalaus bílalán eru blekking segir Frosti Sigurjónsson.

Að undnaförnu hafa nokkur bílaumboð auglýst vaxtalaus lán. Þetta hlýtur að hljóma vel í eyrum neytenda og hugsanlegra bílakaupenda. Nú losna þeir við vaxtagreiðslur en standa að öðru leiti jafnfætis öðrum kaupendum skyldi maður ætla. Er það kannski hagstæðasti kosturinn að taka lán? Hagur bilasala er augljós. Þeir vilja auka veltuna.Það er dýrt að sitja uppi með mikinn bílaflota sem selst hægt og illa. En nú hefur þingmaður bent á það að ekki er allt sem sýnist. Þeir sem taka vaxtalausulánin fá ekki afslætti eða aukahluti sem þeir fá sem taka venjulegt bílalán með vöxtum. Þar stóð hnífurinn í kúnni. Kannski eru vaxtalausulánin ekkert skárri en þau sem eru með vexti. Dæmi sem að Frosti býr til bendir til að svo sé. Auk þess ber lánveitendum að birta, skv. lögum, árlega hlutfallstölu kostnaðar. Frosti vill ekki túa því að bifreiðaumboðin sniðgangi lög um neytendavernd. Því vill blokkari ekki heldur trúa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband