Færsluflokkur: Bloggar

Waldorfskóli í Peking ; er strangur agi ekki nauðsynlegur til árangurs?

Nám er vinna og mikil vinna auk aga. Þetta eru ríkjandi viðhorf í kínversku skólakerfi. En það er hægt að leita annarra leiða og skoða aðra möguleika. Í Chunzhigu skólanum í Peking skjálfa nemendur ekki af ótta og kvíða. Kennarinn reiðist ekki og faðirinn skammast sín ekki ef hlutirnir ganga ekki alveg eins og þeir ættu. Allt þetta er ekki dæmigert fyrir Kínverja. Eitt ár fyrir nema kostar 4000 evrur. Einn faðir segir að skólaganga sonar hans eigi að vera skemmtilegri og fegurri en hans var. Kennarinn heitir Yu og hann heyrði fyrst af Waldorfskólum í Þýskalandi meðan hann var í háskólanámi. Yu fór seinna til New York og þar lærði hann kennslufræði Rudolf Steiner. 2008 kom hann aftur til Kína og nú eru 120 leikskólar og 20 skólar starfandi í Kína sem byggja á fræðum Rudolf Steiner. Yu segir að skólar í Kína séu betri en af er látið. PISA rannsóknir hafa staðfest það. En skólakerfið í Kína glímir við margvísleg vandamál. það er afar mikið af einbirnum í skólanum og það getur meir að segja verið erfitt að rétta hvert öðru hendina. Samkeppnin er hörð og kröfur foreldra miklar.Yu skipuleggur námið þannig að fyrstu árin er námsefnið léttara en í hefðbundnum skólum. Efir skólagönguna eru okkar nemendur jafn góðir og hinur segir Yu. Stangt til tekið eru Waldorfskólarnir dálítið kraftavert. Kínverska ríkisvaldið vill fylgjast með öllu. Með hverri hreyfingu, öllum ferðum í lestum og flugvélum, öllu sem gerist í fjölmiðlum...En í skólakerfinu er allt í lagi að gera tilraunir og á fleiri sviðum hafa verið gerðar tilraunir. (spiegel, www.rudolfsteinerweb.com)

Utanríkisráðherra Austurríkis er ekki líkur Gunnari Braga....

Hann heitir Sebastian Kurz og er 27 ára gamall. Hann er yngsti  utanríkisráðherra Evrópu. Hann hefur ekki lokið námi sínu og hefur enga reynslu af embættisstörfum.  Fyrir ungliðahreyfingu flokks síns ÖVP gerði hann kosningamyndband. Svartur gerir Vín graða segir hann í upptökuvélina. Svartur litur er flokkslitur ÖVP. Nú birtist Hummer jeppi og á vélarhlífinni stendur ljóshærð stúlka í svörtu bikini. Upptökuvélin súmerar á brjóst ljóshærðu stúlkunnar en hún og aðrar stúlkur byrja að dansa. Myndbandinu líkur það því að Kurt birtist og dreifir smokkum. Nokkrum mánuðum eftir gerð myndbandsins var Kurt skipaður ráðuneytisstjóri. Ekki voru allir sáttir. Fari það í rassgat skrifaði eitt af blöðum landsins. Og nú er Kurt utanríkisráðherra og í ráðuneyti hans eru 1200 starfsmenn. Laun hans 16 þúsund evrur á mánuði. Hann hefur embættisbifreið og marga bílstjóra. Erfið viðfangsefni eru á skrifborðinu ; NSA, hernaðaríhlutin í Sýrlandi og ESB aðild Tyrklands. Ban Ki Mon hringdi nýlega og einnig varnarmálaráðherra Ísrael. Carl Bildt sendi hamingjuóskir á Twitter. Kurt svaraði um hæl : "would be a pleasure to meet you soon". Ég er raunsær segir Kurt; Austurríki er ekki stórveldi. En Kurt á eftir að spjara sig. Hann hefur góða ráðgjafa og hann ætlar að ljúka námi sínu í lögfræði. Kannski gerist það hér á Íslandi eftir næstu kosningar að framagjarnir karlar og framagjarnar konur úr ungliðahreyfingum flokkanna fái tækifæri og verði skipaðir ráðherrar?

Der Spiegel: 5 árum eftir kreppu eru Íslendingar fullir sjálfstrausts...

Sjálfstrausti hefur þjóðin náð með því að legga áherslu á hefðbundnar og nýjar greinar s.s. sjávarútveg, endurnýjanlega orku og ferðaþjónustu. Að ógleymum prjónaskap. Íslendingar voru sjómenn og bændur-ritar þýski blaðamaðurinn-áður en þeir ákváðu að gera land sitt að spilavíti(casino) fyrir alþjóðlegt fjármagn. Eftir ævintýrin í spilavítinu sækja Íslendingar nú sjóinn að nýju. Líklega hefur það aldrei gerst í mannkynssögunni á svo skömmum tíma að svo miklum fjármunum hafi verið safnað saman en síðan glatast eða horfið aftur á jafn skömmum tíma. Þetta gerðist í aðdraganda hrunsins og í hruninu. En nú eru ýmsir hagvísar jákvæðir. Hvernig stendur á því ? spyr blaðamaður Spiegel Ásgeir Jónsson hagfræðing. Við upphaf íslenska undursins (líklega á Ásgeir við "góðærið"; innskot bloggara)var Þýskaland. Fram til dagsins í dag eru þýskir bankar stærstu lánveitendur Íslands. Árið 2010 áttu þýskir kröfur uppá 200 milljarða evra í íslensk fjármálafyrirtæki. Þjóðverjar virðast vera veikir fyrir Íslendingum. Wagner notaði fornnorrænar bókmenntir þegar hann samdi óperur sínar.Þýskir ferðamenn sem koma til Íslands er nú um 70 þúsund.En hvernig átti að bregðast við bankahruninu? Er þetta rétt lýsing á íslensku leiðinni : bankarnir fara í gjaldþrot, gengið fellur, fjármagnshöft og erlendar skuldir ekki greiddar. Af hverju ætti að borga allar skuldir? Seiðandi söngur hárra vaxta tældi erlenda fjárfesta til Íslands. Háir vextir og mikil áhætta; vogun vinnur og vogun tapar. En nú eru breyttir tímar. Gamlar dyggðir verða nýjar; vinnusemi þjóðarinnar, þjóðin er ung og aldursamsetning heppileg, vindur, vatnsorka, jarðvarmi og fiskistofnarnir. Þýski blaðamaðurinn talar næst við Valla Höskuldsson, fyrrum bankamann en núverandi sjómann. Hann er vélaverkfræðingur að mennt. Hann var rápgjafi í banka og lánaði há lán og fékk bónusgreiðslur. Þetta voru blekkingar og ég var blekktur segir hann núna. Skúli Mogensen er fjárfestirinn. Hann er einn að ríkustu mönnum Íslandsins. Hann er einngi álitinn ."einer der coolsten Isländer". Skúli segir að það séu 3 stór svið : sjávarútvegur sem er mikið skipulagður , ferðaþjónusta sem vex með ógnarhraða og orka, Ísland er land umhverfisvænnar orku. Það að glíma við afleiðingar hrunsins er líklega dýrasta hópmeðferð sögunnar. Eitt af því sem hægt er að gera og er mjög róaandi og gott er að prjóna. Það gerir Ragnheiður Eiríksdóttir. Prjónaskapur hefur aukist mikið eftir hrrun. Prjónavörur eru fallegar og þær hugga og róa mann segir Ragnheiður. Í lok greinar der Spiegel er rætt stuttlega við fjármálaráðherra Íslands.

Evran verður til 4.1. 1999.

Þetta markaði tímamót. Á dögum Karla Magnúsar á níundu öld var sameiginleg mynt í Evrópu en eftir það varð langt hlé. Það voru 11 ríki ESB sem tóku upp nýju myntina. Íbúafjöldi ríkjanna var 290 milljónir. Markmiðið var að efla hagvöxt og færa ríkin nær hvert öðru. Gengið var skráð 1.17 dollarar og greinilegt að ríkin ellefu ætluðu nýja gjaldmiðlinum stórt hlutverk í alþjóðlegu hagkerfi. Það var svo 1.1. 2002 að seðlar og mynt sáu dagsins ljós og gömlu gjaldmiðlarnir voru teknir úr umferð. Vatikanið  og Monako tóku einnig upp evru og auk þess nokkur önnur svæði í Evrópu. Upptaka evrunnar var umdeild. Margir óttuðust að skiptin sjálf yrðu erfið í framkvæmd og dýr. Sumir töldu hættu á verðbólgu. Grikkland tók upp evru 2001 eftir að umsókn hafði verið hafnað einu sinni. Evran var sett á stofn á grundvelli Maastricht samningsins frá árinu 1992. 

Hvernig á að ræna hraðbanka?

Stundum gerast undarlegir hlutir. Hraðbankar tæmast. Það hefur ekki verið brotist inní þá og greiðsluyfirlit sýna engar færslur. Bankinn hefur nú nákvæmt eftirlit með nokkrum hraðbönkum og loks tekst að góma menn sem taka peninga úr bönkunum. Nú kemur í ljós að notaður hefur verið USB lykill með afar háþróuðu forriti og jafnvel fyrir sérfræðinga í öryggismálum var hér eitthvað nýtt á ferðinni. Sérfræðingar hjá bandaríska fyrirtækinu CrowdStrike kynntu niðurstöður sínar á ráðstefnu í Hamborg. Hvað gerðu hraðbankaræningjarnir? Þeir boruðu gat á hraðbankann og stungu UBS lyklinum í tölvu bankans. Tölvan notaði Windows xp. Til þess að geta gert þetta urðu hraðbankaræningjarnir að hafa nákvæmar upplýsingar um innri gerð bankans. Þeir geta nú komið fyrir nýju forriti sem er í gangi samhliða gamla forritinu. Þeir verða nú að hylja gatið sem var borað svo ekkert sjáist. Nú hvernig er bankinn rændur? Slegin er tala sem vour 12 tölustafir. Þá birtist nýtt skjáborð. Ræninginn hefur nú samband símleiðis( það sést á myndavélum) og fær uppgefna tölu til að slá inn. Nú birtist nýtt borð og þá er hægt að tæma allan hraðbankann hólf fyrir hólf. Síða þarf að eyða heimildum um það sem fram fór. Sögu allra færslna er eytt. Hraðbankarnir voru vandlega valdir. Skráninganúmer eða upprunanúmer voru þekkt. CrowdStrike vildi ekki gefa upp um hvaða banka var að ræða. Myndir sem notaðar voru á ráðstefnunni bentu til að bankinn væri í Braselíu en líklega voru þær til að villa um fyrir ráðstefnugestum (spiegel).

USA; heimsmynd og sjálfsmynd repúblíkana byggir sífellt minna á vísindum...

Það væri nú að bera í bakkafullan lækinn að minnast á Brynjar, lögmann, Níelsson enda ætla ég ekki að gera það. Menntun og þekking lætur undan síga fyrir trú. Fólk á hægri væng stjórnmálanna færist inní heimsmynd liðins tíma. 33% bandaríkjamanna telja að menn hafi verið skapaðir og séu óbreyttir frá því. 66% telja að mannkyn hafi orðið til í þróun. 64% hvítra mótmælenda trúa á sköpun og óbreytileika. 48% repúblíkana telja að menn hafi verið skapaðir og síðan óbreyttir. 67% demókrata telja að menn hafi orðið til í þróun. Á undanförnum árum hefur sköpunarkenningu Gamla textamentisins greinilega vaxið fiskur um hrygg. Það hefur hið virta PEW rannsóknarsetur nú staðfest. USA sker sig úr. Trúarleg heimsmynd á miklu fylgi að fagna. 33% trúa á sköpun Guðs; guð skapaði manninn og þannig er hann í dag. Munurinn á stóru flokkunum hvað þetta varðar er að vaxa. 57% eru almennt hlyntir hugmyndum um sköpun. Guð skapaði manninn eða hann kom þróuninni af stað í þeim tilgangi að skapa manninn. Hlutfall þeirra sem trúa gamla og nýja Textamentinu bókstaflega, yfirboðsskilningur á orðinu, fer vaxandi en er hærra hjá hvítum en svörtum. Menntun skiptir miklu, 72% þeirra sem lokið hafa háskólamenntun aðhyllast heimsmynd náttúruvísinda. En pólitískar línur eru afar skýrar hjá repúblikönum. Þeir halda á víðar lendur trúarinnar. Margir forystumenn þeirra eins og t.d Rick Sanatorum hafa talað opinskátt gegn vísindalegri þekkingu. Í flokknum takast menn á. Eftir tapaðar kosningar 2012 sagði Bobby Jindal, ríkisstjóri í Louisinana : við verðum að hætta að vera heimski flokkurinn. (spiegel).

Vændi í Kína.

Li Zhengguo er 39 ára, einhleyp  og tveggja barna móðir. Hún á heima í Peking og er vændiskona. því fylgir mikil áhætta: ofbeldisfullir viðskiptavinir, hiv,umtal nágranna og lögreglan. Síðast þegar lögreglan tók hana fasta var hún á dóms og réttarhalda send í vinnubúðir þar sem hún var í hálft ár. Þar bjó hún til skrautblóm úr pappír og las reglugerðir sem banna vændi. Að hálfu ári loknu varð hún að borga fyrir dvöl sína í vinnubúðunum sem svarar 60 dollurum á á mánuði. Á síðasta ári lýstu stjórnvöld því yfir að þau ætluðu að afnema endurmenntun með vinnu en á þessu eru tvær undantekningar: annars vegar fíkniefnaneytendur og hins vegar vændiskonur og viðskiptavinir þeirra. Í vinnubúðum geta vændiskonur verið í allt að tvö ár. Þær vinna 7 daga vikunnar og fá engin laun.Fáir viðskiptavinir eru settir í slíkar vinnubúðir. Ætlað er að á hverju ári séu 18 til 28 þúsund konur sendar í slíkar búðir. Vinnubúðirnar eru í reynd fyrirtæki sem framleiðir mikið af vörum sem sáralitlum tilkostnaði. Hægt er að múta yfirmönnum og losna ef nægir peningar eru til. Þeir sem vilja heimsækja konurnar verða að borga aðgangseyri. Við stofnun Alþýðulýðveldisins var því lýst yfir að afnema ætti allt vændi og endurhæfa vændiskonur. Maó og aðrir kommúnistar litu á vændi sem kapítaliska kúgun. Lögð var mikil áhersla á þessa stefnu og vændi nánast útrýmt. Í upphafi 9unda áratugsins hefst markaðsvæðing í Kína og þá breytast hlutirnir hratt aftur. Í skýrslu SÞ var talið að allt að 6 milljónir kvenna stunduðu vændi. Mánaðarlaun Li s fyrir vændi eru eitt þúsund dollarar. Það er meira en þreföld mánaðarlaun ófaglærðs fólks. Li kann ekki að lesa. Ég er ómenntuð sveitastelpa og hef enga hæfileika segir hún. Li vann á svínabúgarði og hún hlær stundum dillandi hlátri. Hún treystir á fasta kúnna, aðallega gifta menn og einmana farandverkamenn. Ekki eru allir kúnnar heiðarlegir; sumir borga ekki og aðrir þykjast vera lögreglumenn. Sumir fá æðisköst ef Li gerir ekki það sem þeir biðja um. Ég hringi ekki í lögregluna segir Li. Húnn tekur alltaf afstöðu með kúnnanum. (The New York Times).

Útgerðarfyrirtæki hagræða og fækka frystitogurum.

Skýringar á fækkun eru ýmsar. Frá 2012 hefur verð sjófrystra afurða lækkað um 14%. Launahlutfall á frystitogurum er afar hátt og líklega hærra en hagkvæmt getur verið. Tækjabúnaður frystitogara er mjög dýr og í honum bundið mikið fé. Olíuverð hefur verið hátt undanfarin ár og ekki má gleyma veiðigjaldinu. Auk þess koma ýmis gjöld eins og til dæmis kolefnisgjöld. Nokkur útgerðarfyrirtæki hyggjast selja frystitogara. Má þar nefna Ögurvík, Þorbjörn hf.,Fisk Seefood, Brim hf,(Skálabergiðverður gert út frá Grænlandi). Stálskip og HB Grandi. Sveinn Hjörtur sem er hagfræðingur Líu segir að fyrirtækin eigi engan annan kost en að bregðast við með hagræðingu.

Af endalokum danskra kanilsnúða og goðsögum Heimssýnar.

Kassíukanill inniheldur mikið magn af efninu kúmarín. Efnið er talið skaðlegt fyrir lifur sé því neytt í miklu magni. Reglugerð ESB númer 1334 frá árinu 2008 takmarkar notkun kúmarín.  Venjulegar bakstursvörur mega ekki innihalda meira en 15 mg. Sé um hefðbundnar eða árstíðabundnar vörur að ræða má magnis vera 50 mg. Í Mbl.is, dv.is og vísir.is hefur verið talin hætta á því að kanilsnúðar verði bannaðir. Helstu bloggarar Heimssýnar létu ekki sitt eftir liggja og blogguðu um málið dag eftir dag.nekkert var skrifað um málið í dönsk blöð. Það virtist þó vera að dauð hönd skrifræðis í Brussel væri að gera atlögu að stolti danskra bakara. Nú er hægt að flokka dönsku kanilsnúðana sem árstíðabundna eða hefðbundna vöru. Þannig hafa Svíar bjargað sínum bollum. Danskir bakarar gætu hætt að nota kassíukanil og notað Ceylon kanil. Hann inniheldur mjög lítið magn af kúmaríni sem er kostur en hann er dýrari sem er ókostur. --Þessi bloggfærsla er sérstaklega tileinkuð ofurbloggurum Heimssýnar.

Evrusvæðið; eru vextir í jafnvægi?

Í Þýskalandi eru deilur um lága vexti. Sumir sparifjáreigendur tala um eignaupptöku þar sem vextir séu lægri en verðbólga. Sökudólgurinn er EZB- evrópski seðlabankinn. En hvað segir bankastjórinn, Mario Draghi? hann segir að Þjóðverjar séu alltaf óttaslegnir og búist við því versta. EZB stjórni ekki vaxtastiginu nema skammtímavöxtum. Bankinn hafi ekki áhrif á langtímavexti á fjármálamörkuðum. Þeir vextir skipti sparifjáreigendur mestu. Þessir vextir eru mjög lágir vegna þess mikla fjármagns sem streymir til Þýskalands erlendis frá. Þýskaland er talin örugg höfn þar sem margir vilja geyma peningana sína. Hvað er nú til í þessu? Seðlabankinn ákveður stýrivexti en þeir eru á lánum sem viðskiptabankar fá hjá bankanum. Venjulega er um skammtímalán að ræða. Þessir vextir eru nú 0.25%. þessir vextir hafa viss áhrif en ekki á langtímavexti. Þar ráða aðrir þættir svo sem mat fjárfesta á framtíðarhagnaði. Fyrir sparifjáreigendur eru raunvextir hins vegar neikvæðir. Á Spáni og Ítalíu eru bankavextir talsvert fyrir ofan verðbólgu. Í þessum löndum þarfnast bankarnir fjármagns í meira mæli en þýskir bankar. Fjárfestar treysta þýska ríkinu betur en því spánska og ítalska og þessa færa þeir fé sitt þangað. Ríkisskuldabréf til tíu ára eru með 1.5% vöxtum í Þýskalandi. Á Spáni eru slíkir vextir rúmlega 5%. En nú er málið líklega ekki eins einfalt og Draghi vill vera láta. EZB hefur haft áhrif á langtímavexti og hann hefur reynt mjög meðvitað að hafa slík áhrif.....(spiegel).

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband