Færsluflokkur: Bloggar

Um skítlegt eðli athugasemda á netinu.

Kjarni allra trúarbragða er kærleikur. Við eigum að elska náunga vorn eins og okkur sjálf ; þetta er kjarni gyðingsdóms og kristinnar trúar. Af þessu leiðir að við komum fram hvert við annað af hógværð,vinsemd og lítillæti. Nú hafa menn sem frekar eru þekkir fyrir aðra eiginleika í framgöngu og framkomu en þessa varað við illsku, grimmd, einelti og rógi í athugasemdum netmiðla. Þetta er góðra gjalda vert. Það er ljóst að ekki eru eingöngu blíðmæli að finna í slíkum kerfum. En það er einnig rétt að skoða söguna. Ef menn lesa dagblöð frá fyrri hluta síðustu aldar kemur fljótt í ljós að menn tókust hart á og ekki voru spöruð stóru orðin. Umræða um Uppkastið voru til að mynda afar hatramar. Erlendis hafa ummæli á netinu mikið verið rannsökuð. Sumt er afar viðkvæmt. Hvernig tjáir fólk sig um lækna sína eða lækna barna sinna á netinu? Umræður í athugasemdakerfum hér og nú verður að skoða í samhengi við þjóðfélagsástandið eftir Hrun. Þjóðin glataði sakleysi sinu. Við fólki blasti víðtæk spilling sérstakelga á sviði viðskipta. Það varð kristaltært að umfangsmikil efnahagsafbrot höfðu verið framin í aðdraganda hrunsins og eftir hrun. Í hruninu glötuðu margir miklu og sumir öllu af eigum sínum. Stór hluti þjóðarinnar átti og á í verulegum efnahagslegum vandræðum. það var og er mikil reiði og heift ríkandi. Hvernig gæti annað verið?

Brynjar Níelsson flytur ræðu í messu.....

Þetta gerðist í Seltjarnarneskirkju fyrsta dag ársins. Brynjar telur Íslendinga í góðum málum og vitnar til orða þekktra drykkjumanna í þekktum sjónvarpsþætti. Það er eitthvað sem mótar menningu okkar, listsköpun, vísindi og lög. Þetta mótandi afl er ekki síst kristin trú og kristin arfleifð segir Brynjar. Nú, þegar talað er um flókin mál er gott að allar skilgreiningar séu á hreinu. Í mannfræði sem fjallar mest fræðigreina um menningu eru trúarbrögð mikilvægur þáttur menningar. þannig að líklega hefði Brynjar átt að segja að trúarbrögð hefðu mótandi á aðra þætti menningar. Það er mér engan veginn ljóst hvernig trúarbrögðin (eða kirkjur hvers tíma ) höfðu mótandi áhrif á vísindi og þróun þeirra. En Brynjar gengur lengra og segir að kristin trú hafi verið ráðandi þáttur í lífi Íslendinga frá landnámi. Það er nú það. Næst þessu hefur kaþólska kirkjan líklega komist á blómaskeiði sínu á miðöldum. Hún var þá stærsti landeigandinn, klaustur voru starfandi um landið og kirkjan reyndi að stjórna öllu daglegu lífi manna. En nú er öldin örugglega önnur. Nú eru 76% landsmanna í þjóðkirkjunni og hefur fækkað um 16% á20 árum segir Brynjar réttilega. En hver er skýring hans? Brynjar telur að með nútíma upplýsingatækni sé auðvelt að skjóta úr launsátri og rægja. Fyrir þetta svar hefði hann fengið núll á öllum félagsfræðiprófum í öllum framhaldsskólum landsins. En nú kemur Brynjar að því sem honum liggur þyngst á hjarta en það lokað hefur verið á mest allt samstarf milli kirkju annars vegar og skóla/leikskóla hins vegar. Félög mega ekki gefa Nýja Textamentið og kynna kristna trú.Brynjar beinir hér máli sínu að ríki og sveitarfélögum. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur það farið framhjá Brynjari að við lifum í fjölmenningarlegu samfélagi þar sem trúfrelsi er tryggt í stjórnarskrá. Brynjar telur stefnu borgaryfirvalda, en orð hans virðast einkum beint til þeirra vera tilraun til að afkristna þjóðina(sic). Slíkt muni þó gerast á löngum tíma. Nú má það vera að komandi sveitastjórnarkosningar hafi brenglað dómgreind Brynjars. Ég veit það ekki. Fyrir mörgum árum las ég ágæta grein í trúarlífsfélagsfræði. Hún var um trúarlíf Íslendinga. Eðlilega var þar fjallað um trúarlíf innan fjölskyldunnar enda er hún hornsteinn samfélagsins. Þar var fjallað um hvernig mæður(frekar en feður) kenna börnum sínum að biðja. Ungar mæður voru taldar helstu og bestu stuðningsmenn kristni  og kirkju í landinu. Kannski skoðar Brynjar kristnina í landinu út frá þessu sjónarhorni í næstu messu.

Bill de Blasio borgarstjóri: nýr Messías frá New York.

New York er borg andstæðna. Hún er borg auðs og örbirgðar. Í borginni búa búa 400000 milljónamæringar($) og 70 milljarðamæringar ($). M Bloomberg margfaldur milljarðamæringur stjórnaði borginni í 12 ár. Hann stjórnaði borginni eins og risafyrirtæki og með harðri hendi. 21% íbúa borgarinnar lifa í fátækt. Það eru 1.7 milljón manna. 12000 fjölskyldur með börn eru heimilislausar. En hvað vill nýkosinn borgarstjóri gera?hann vill lægri leigu, hærri skatta á ríkt fólk , hjálp fyrir ólöglega innflytjendur og menntun fyrir alla. Eitt er ljóst; andstæðingar hans munu berjast af krafti gegn þessu öllu. de Blasio setur markið hátt. Hann er fyrsti demókratinn sem verður borgarstjóri í New York í 20 ár.Vinstri sinnar í demókrataflokknum hvetja hann til að snúa sér að stjórnmálum á landsvísu. Daily Kos sem er stjórnmálabloggsíða gerði það meðal annarra. En þetta verður ekki léttur leikur fyrir nýja borgarstjóran. Wall Street er helsta lind skatttekna og fyrirtæki í byggingargeiranum munu ekki afhenda peningana sína mótstöðulaust. Kannski er nýji borgarstjórinn að breyta því sem liggur handan hans valds. Lögmál markaðarins búa sífellt til ofurríka og sárafátæka. Bill er giftur svartri konu sem heitir Chirlane McCray. Þau eiga eina dóttur og einn son.

Predikun biskups á Nýársdag í Dómkirkjunni. Hvert var innihaldið?

Áramótin minna okkur á að enginn stöðvar tímans þunga nið. Ég geri ráð fyrir að biskup sé að meina enginn maður en guð sem hefur skapað tímann getur að sjálfsögðu stöðvað hann. Nema hann hafi ákveðið að vera ekki almáttugur um stundarsakir. Átta daga frá fæðingu átti að umskers barn Maríu og Jósefs og var hann látinn heita Jesus eins og engilinn hafði nefnt hann áður en hann var getinn í móðurlífi. Kristin trú skiptist í margar kirkjur og kirkjudeildir eins og allir vita. Staða Maríu er þar af leiðandi mjög mismunandi. Mest er hún tilbeðin hjá rómversk kaþólskum mönnum. Í kirkjum mótmælenda er tilbeiðsla Maríu nánast engin. Luther réðst hart gegn þeirri skoðun að María væri einhvers konar himnadrotning eða að hún hefði stöðu á milli manna og guðs. Hjá Luther var María dæmi um kristilegan hreinleika og hógværð en ekki annað. Hjá mótmælendum er boðun Maríu enn frásögn af Maríu heldur er frásögnin af Jesus. Biskup minnist á björgunarsveitir og hjæalparstarf krikjunnar. Biskup lýsir einnig söfnun fyrir Landsspítalann sem fór fram í sóknum landsins. Það hefur oft komið fram að kirkjan ( hér Þjóðkrikjan) hefur hvergi mér vitanlega sett fram þjóðfélagskenningu líkt og t.d. rómversk kaþólska kirkjan. Það er hvergi hægt að lesa um heildstæða sýn krikjunnar á þjóðfélaginu.Á kirkjan að vera fleinn í holdi samfélagsins? Samviska þess sem gagnrýnir vanrækslu þess og syndir?Þetta eru grundvallaratriði. Auðvitað er það gott að styðja brýn verkefni enda eru ótrúlega mörg samtök sem gera það á Íslandi. Hvað þetta varðar er kirkjan ein af fjölmörgum.Grundvallaratriðið snýr hins vegar að skiptingu þjóðartekna í einkaneyslu og samneyslu og hlutverk velferðarkerfis. Þeirri spurningu verður kirkjan að svara. Biskupinn fer nú nokkrum orðum um traustið sem er eðlilegt. Traustið er eitt af því sem heldur samfélögum saman. Sumt er erfitt að skilja vegna þess hvernig það er sett fram. Tökum dæmi :"Margir fóru til dæmis í bankann til að taka út sparnað sinn sem ekki var lengur til staðar". Nú; fór fólk í banka en gat ekki tekið út sparnaðinn? Ríkisstjórn Geirs Haarde lýsti því yfir að ríkisvaldið tryggði allar innistæður hér á landi; hvað gerðist eiginlega? Það er eitt af grundvallaratriðum í mannlegum samskiptum að virða skoðanir annarra, segir biskup. Hér slær illilega út í fyrir biskupi. Allir hafa tjáningarfrelsi og rétt á því tjá skoðanir þinar. Ég er ósammála þér ritaði eitt sinn heimspekingur en ég skal deyja fyrir rétt þinn til að tjá skoðanir þínar. Hér hefur heimspekingurinn augljóslega rétt fyrir sér en biskup ekki. Það er siðferðilega ámælisvert að virða skoðanir sem sannanlega eru rangar. Við höfum öll margar og mismunandi skoðanir. Við skiptum um skoðun og skoðanir okkar breytast. Við reynum að sannfæra annað fólk og annað fólk reynir að sannfæra okkur. Það er hluti lýðræðis að taka þátt í þessum leik. Menn geta deilt hart og haft mismunandi skoðanir en verið góðir vinir. Orð biskups bera vott um barnaskap og líklega yfirborðsmennsku. Biskup telur margt ljótt í athugasemdakerfum á netinu og hvað þetta varðar er hún sammálaa forseta lýðveldsins. Biskupinn telur að hægt sé að búa til betra þjóðfélag með því að hver og einn breyti hugsun sinni. já, þeir sem stunda innhverfa íhugun segja þetta líka. Það er margt ljótt i íslenskri stjórnmálabaráttu og valdakerfi. Að sumu leiti eru stjórnmálin utan siðalögmála. Menn segja ekki satt, menn svikja hvern annan, menn fara á bak við hvern annað, menn sigla undir fölsku flaggi, það eru skipulagðar rógsherferðir, og svo framvegis.; sagnfæðingar og stjórnmálfræðingar geta nefnt fjölmörg dæmi um hvert og eitt. Skyldi biskupinn hafa jafnmiklar áhyggjur af þessu og ljótum ahugasemdum á netinu?

Jólahald íslenskra trölla.

Hít tröllkona bauð til jólaveislu sterkrar og segir frá henni í Bárðar sögu Snæfellsáss. Við Hít er kenndur Hítardalur. Hún bauð Bárði og syni hans Gesti til veislunnar. Einnig bauð hún Guðrúnu knappekkju.Surti af Hellisfitjum og Jóru úr Jórukleif var einnig boðið. Kolbirni var og boðið en hann bjó í helli í Hrútafjarðardal. Fleiri tröllum var og boðið sem of langt er upp að telja. Hít bjó í Hundahelli og mættu nú tröllin til veislunar. Á borð var borinn matur heldur stórkostlegur. Drykkja tröllanna var óstjórnleg og urðu þar allir ginntir. Er máltíð var úti gengu tröllin til skinnleiks. Höfðu þau hornaskinnleik. Þau höfðu bjarnfeld fyrir skinn.Í hita leiksins bregður Gestur fætinum fyrir Kolbein.Hraut Kolbeinn á bergið og brotnaði í honum nefið. Vildi hann hefna sín á Gesti. Bárður taldi það óráð þar sem Hít hefði boðið þeim öllum með kærleikum til veislu. Kom nú í ljós að allir þursar voru hræddir við Bárð. Að skilnaði gaf Hít Bárði mjög stóran Hund en hann hér Snati. Fór nú hvert tröll til síns heimkynnis. (Bárðar sögu Snæfellsás má lesa á www.snerpa.is).

Forseti Íslands ávarpar þjóðina. Ófriðarbál eða samstaða?

Og hvað sagði nú forsetinn við þjóðina? Sögur og ljóð frá öllum öldum eru það sem hallir , kastalar og höfuðkirkjur eru öðrum þjóðum. Já, já, þetta hafa margir sagt en það verður ekki rétt þess vegna. Fjölmargar þjóðir eiga miðaldabókmenntir eins og við. Margar þjóðir eru ríkar af miðaldatónlist. Auk alls þessa eiga margar þjóðir hallir og kastala. Þær eiga vel varðveittar minjar frá tímum Rómarveldis en einnig bókmenntir. Við íslendingar eigum nokkur torfhús, bænhús og burstabæi en þeir eru mjög ungir í byggingasögunni. Á Sturlungaöld byggði höfðingjar virki kringum bæi sína til varnar. það gerði Snorri í Reykholti. Forsetinn hefur áhyggjur af ágreiningi vegna bankahrunsins. Nú telur hann nóg komið og vill leita sátta og samstöðu í stað þess að kasta sprekum á ófriðarbálið. Spreki merkir viðarbútur eða spýta. Spreki getur einnig merkt flyðra eða lúða. Sögnin að spreka þýðir að springa eða bresta. Forsetinn vill sem ekki bæða hafa bál og hávaða. Forsetinn telur að ný tækni net-og samélagsmiðla hafi opnað flóðgáttir illmælgi og haturs. Nú má minnast raka Samtaka bandarískra byssueigenda; Það eru menn sem drepa en ekki byssur. Fóstbræðrasaga er háð um hetjudýrkun og Gerpla er hvöss gagnrýni á ofbeldisdýrkun og stríðsmennsku. Forsetinn er nú þeirrar skoðunar að í netheimum séu til nútímalegir Þorgeir Hávarssynir sem höggvi saklausa menn sér ttil skemmtunar. Forsetinn rekur nú nokkur dæmi þess að samstaðan hafi reynst þjóðinni vel: mörg dæmi forsetans sýna að þóðin á að vera sameinuð gegn óvinveittu valdi en einngi notar hann dæmi af samstöðu innanlands sem skilað hefur árangri.Forsetinn tekur afar undarlega til orða þegar hann segir að málvenja(sic) skipti Alþingi í stjórn og stjórnarandstöðu. Hann telur að þingheimur vaxi af því að slíðra sverðin; það er nú það, öðru vísi mér áður brá. Skuldavandi heimila, fátækt og umbætur í skólakerfi ; hér þarf sátt kynslóðanna og þjóðarátak. En nú nær veruleikaskynjun forsetans yfirhöndinni: alltaf verða ágreiningsefni, tekist á um stefnur og strauma. En "hin litla þjóð"(sic) hefur sjálfstæði og traustan sess í samfélagi ríkja heimsins. Nú er ein blaðsíða eftir af 5 í ávarpi forsetans. Þessi blaðsíða er öll um málefni Norðurslóða en þau mál hafa verið forseta vorum mjög hugleikin eins og alþjóðlegum fréttastofum og fréttaveitum(t.d. Bloomberg) er vel kunnugt um. Forsetinn er eins og kunnugt er utanríkisráðherra á sviði þessa málaflokks. Aðrir utanríkisráðherrar eru forsætisráðherra og utanríkisráðherra en sérsvið hans eru IPA styrkir.  Í lok áramótaskaupsins voru talin upp þau atriði sem ekki var rúm fyrir í skaupinu. Margt var það sem Forsetinn talaði ekki um ; hann talaði ekki um aðildarviðræður Íslands og ESB og pólitíska stefnumótun um framtíðarstöðu landsins. Hann talaði ekkert um réttláta skiptingu þjóðartekna m.a. með tilliti til veiðileyfagjalds, hann talaði ekkert um það hættulega ástand sem er í heilbrigðisþjónustu landsins, hann varaði ekki við neikvæðum viðhorfum til útlendinga og stefnu landsins í málefnum flóttamanna og hælisleitenda, hann talaði ekkert um það hvað  Íslendingar geta gert til að aðstoða þróunarlönd, hann talaði ekkert um íslenska náttúru og skyldur okkar við komandi kynslóðir, hann talaði ekkert um njósnir og friðhelgi einkalífsins. Málefnin er mörg, tíminn er skammur og vandinn að velja.

Áramótaávarp forsætisráðherra ; innihaldsgreining.

Ávarpið má lesa á vef Forsætisráðuneytis.

Innihald. Árið 2013 reyndist þjóðinni vel og nú getum við horft bjartsýn fram á veginn. Fyrir rúmu ári var óöryggi og svartsýni ríkjandi meðal þjóðarinnar. Í janúar 2013 vann "litla landið okkar"(sic) réttlátan sigur í átökum. Hér vakna ýmsar spurningar um orðalag. Þreföld Danmörk rúmast fyrir í litla landinu okkar. Grænland er risastór eyja en Ísland er lítil eyja. Andstæðingar okkar i þessum átökum voru stór erlend ríki og alþjóðastofnanir. Íslendingar höfðu fullan sigum og bar almenningi ekki að ábyrgjast "skuldir banka". Nú er aftur spurning um orðalag. ESA fór í mál gegn íslenska ríkinu vegna meintra brota á efnahagslöggjöf EES svæðisins. Málið sneri að innistæðutryggingarkerfinu. Til að einfalda mér málið ætla ég að gefa mér að SDG sé að tala um þetta. Ef segir SDG almenningur hefði þurft að áyrgjast "skuldir banka" þá hefði vaxtakostnaður orðið mikill þar sem engin erlend mynt var til (sic). En málstaður hinnar staðföstu "smáþjóðar" hafði betur. Nú er það litla landið og smáþjóðin. Ríki eru fjölmenn eins og Kína og fámenn eins og Ísland. Orðið smáþjóð er stundum notað og einnig smáþjóðaleikar. Önnur orð eru betri. Á næsta ári " er gert ráð fyrir" viðsnúningi í rekstri þjóðarbúsins. Mikilvægt er að efla fjárfestingar sem efla framtíðarmöguleika. Nú kemur erfiður kafli og loksins nær loddarinn sér á strik. Rétta á hlut "skuldsettra heimila". " Verðtryggð húsnæðislán verða færð niður sem nemur allri þeirri óvæntu (sic) hækkun sem varð á árunum í kringum bankahrunið".(tilvitnun lýkur)Menn skyldu hugsa til þessarar setningar í pólitískum umræðum næstu vikna.SDG telur að öllum ætti að vera ljóst (sic)að kjarasamningarnir nú feli ekki í sér kjarabætur en myndi grundvöll kjarabóta. Á næsta ári verði hægt að bæta kjörin. Sérstaklega vill SDG bæta kjör hinna lægstlaunuðu. Það er nú svo að þessi hluti ávarpsins hljómar eins og öfugmálavísa en lýðskrumarar láta ekki að sér hæða.  SDG telur að þjóðin eigi hrós skilið fyrir það hvernig hún tókst á við hrunið og afleiðingar þess. Undir þessi ummæli má taka og SDG er ekki sá fyrsti sem setur þau fram. Hér hefði SDG getað aukið áhrif orðræðunar með því að benda á hliðstæður úr sögu þjóðarinnar en hann lét það tækifæri fram hjá sér fara. Hver svo sem skrifaði þetta ávarp hefur ekki vandað of mikið til verka.  Hann minnist á afrek Anitu  Hinriksdóttur og hér er bloggari í einu og öllu sammála því sem SDG segir. Hefðbundin lok á slíkum ávörpum er upplestur úr ljóöum stórskálda þjóðarinnar. Inngangur DSG að ljóðaþætti ávarpsins er að minnast á Ármann á Alþingi. Forsætisráðherra telur að Íslendingr eigi sér glæsta sögu sem við getum verið stolt af. Hann bendir réttilega á að menning okkar sé andlit okkar út á við. Af samhenginu virðist mega ráða  að Íslendingar geti verið stoltir af því sem við höfum fram að færa á sviði menningar og lista.  Það er reyndar sérkennilegt að forsætisráðherra skuli einskorða sig við þennan þátt. Steingrímur Hermannsson vitnaði gjarnan í Einar Benediktsson og það gerir SDG núna. Andi aldamótakynslóðarinnar svífur yfir vötnum.


Sænskur femínismi; paradís eða helvíti?

Sænskur femínismi hefur haft mikil mótandi áhrif í öðrum löndum. Nú telja ýmsir að áhrif hans innanlands séu að minnka. Norski rithöfundurinn Anna Holt kallað Svíþjóð femíniskt helvíti. Í jafnréttisumræðu skiptir orðræða miklu. Orðræðan verður að höfða til fólks og sameina það. Nú er orðræða sænskra femínista orðin of fræðileg eða akademísk. Ekki er hægt að breyta innri gerð samfélaga með því að breyta orðanotkun eða stöðu ákveðinna orða. Sænskir femínistar eru sem sagt mjög uppteknir af formgerð tungumálsins. Hugsanlega skýrir sögulegt dæmi úr öðru samhengi þetta. Þegar Pol Pot komst til valda í Kambódíu núllstillti hann tímatalið. Árið var núll. Kannski eru sænskir femínistar að gera það sama. Þeir vilja breyta þjóðfélaginu með tungumáli og menningu. En það er sjálfsagt að taka eindregna afstöðu í baráttunni fyrir launajafnrétti og mannréttindum. En allt er þetta umdeilanlegt. Femínismi hefur aldrei verið "mainstream". Feministik Initiativ er ekki í vinsældasamkeppni.Feminismi hefur alltaf verið í andstöðu við almennt ríkjandi viðhorf. Umæðan tekur á sig ýmsar myndir. Rætt er um skilnað sem valkost og það að velja barnleysi sem lífsstíl. Sænskir femínistar hafa beitt sér af mikilli hörku gegn Svíþjóðardemókrötum og þeir hafa andmælt rasískum viðhorfum. Kannski geta þeir enn verið fyrirmynd....(klassekampen).

Árið 2014 er komið ; Samóaeyjar, Nýja Sjáland, Kiribati, Ástralía, Japan......

Á Íslandi gengur Gamlárskvöld brátt í garð. Brennur , flugeldar, áramótadansleikir og skaupið. Erlendir ferðamenn eru mættir á staðinn. Eigendur dýra og dýravinir huga að dýrum. Álfar flytja sig um set. Í Aukland á Nýja Sjálandi hófust áramótin með mikilli ljósadýrð við 328 metra háan turn. Á Samóaeyjum er nýju ári fagnað á mjög vestrænan hátt. Í sveitahéruðum eru gerðar byssur úr tveggja metra löngum bambusstöngum. Þær eru fylltar með kerosin(svipað og díselolía) og keppnin felst í því að gera sem mestan hávaða. 2011 var enginn 30. desember í landinu. Samóaeyjar færðu sig yfir á tímabelti Ástralíu og NýjaSjálands enda eru viðskipti mikil á milli landanna. Áður en áramótin gengu í garð höfðu 260 manns slasast vegna flugelda á Filipseyjum. Yfirvöld reikna með 50 til 80 slysum á klukkustund fram að miðnætti. Það er þjóðtrú í þessu kaþólska landi að illa anda megi hrekja í burtu með hávaða.....

Hvað er evra? Stutt söguleg skýring.

Evran varð til 1999 sem rafrænn gjaldmiðill.  1.1.2002 voru seðlar og mynt settir í evrópska banka. Þetta var stórt skref fram á við í efnahagslegum samruna. 1957 var Efnahagsbandalag Evrópu stofnað. 1992 er í Maastrichtsáttmála kveðið á um sameiginlega mynt. Markmið með einum gjaldmiðli er að auka vrikni og hagkvæmni á evru svæðinu. Evran er notuð mjög víða utan evrusvæðisins sem de facto (raunverulegur) gjaldmiðill. Fjármálakreppan hefur sýnt fram á nokkra veikleika í uppbyggingu evrukerfisins. Þeir eru viðfangsefni stjórnmálamanna og embættismanna. En evran hefur margvíslega kosti. Hún eykur framboð og samkeppni á neysluvörumarkaði. Hún gerir öll viðskipti einfaldari og sparar margvíslegan kostnað á evrusvæðinu. Líklega eru 25% af evrum-seðlum og mynt- í umferð utan evrusvæðisins. Fyrir fyrirtækin þyðir evran lægri vexti og meiri fjárfestingar. Lágir og stöðugir vextir gera útreikning á langtímaarðsemi einfaldari. verðbólga hefur verið lág á evrusvæðinu eða um 2%. Það er mikil breyting frá því sem var á áttunda og níunda áratugnum. Áhætta vegna gengisbreytinga er nú úr sögunni. Evran er næstmikilvægasti gjaldmiðill heims á eftir dollara. 

Margvíslegar goðsagnir hafa verið búnar til evruna og þeim er stöðugt viðhaldið í pólitískri orðræðu. Ein er sú að evran stuðli að verðhækkunum. Önnur er sú að evran svipti ríki fullveldi. Sameiginlegur gjaldmiðill hlýtur að þýða ákveðna samræmingu í stenumótun.Við lifum á tímum alþjóðavæðingar, alþjóðlegs fjármalamarkaðar,  og  alþjóðslegs vinnumarkaðar. Alþjóðleg fjölþjóðleg fyrirtæki hafa mikil völd og oft meiri en meðalstór ríki. Fullveldi ríkja er því sögulega breytilegt og afstætt. Ríki geta aukið vald sitt með því að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.

Árið 2012 sendi Seðlabanki Íslands  frá sér skýrslu um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum. Skýrslan er ítarlegasta úttekt sem gerð hefur verið á þessum málum og er rúmlega 600 blaðsíður. Niðurstaða hennar að ef hugsunun sé sú að taka upp annan gjaldmiðil sé evran augljósasti kosturinn.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband