Færsluflokkur: Bloggar
31.12.2013 | 09:00
Afbrot 2012 og 2013; hver er þróunin?
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér skýrslur um málið. Fyrst góðar fréttir innbrot á þessu ári voru þrefalt færri en þau voru 2009. (Ekki endanlegar tölur fyrir 2013). Að meðaltali eru nú framin rúmlega tvö innbrot á dag. Kynferðisbrotum fjölgar á árinu eða um 66% miðað við 2012. Tæplega 40% allra líkamsárása eiga sér stað í Miðborg Reykjavíkur. Það sem af er árinu hefur lögregla og tollgæsla lagt hald á 30 kíló af amfetamíni. Akstur undir áhrifum víns eða fíkniefna færðist í aukana. Það sem af eru árinu hafa orðið 362 slys í umferðinni eða um eitt á dag að meðaltali.
Fyrir árið 2012 eru til endalegar tölur. Eitt manndráp varð á árinu en 5 tilraunir til mannsdráps. Fíkniefnabrot voru samtals 1325. Fjölgun um 12% varð frá 2011. Ofbeldisbrot voru 757. 20354 einstaklingar voru kærðir fyrir brot af einhverju tagi. Kærðir einstaklingar eru 6.25% af þjóðinni. karlar voru 14654. Fyrir umferðarlagabrot voru 17196 kærðir. Af þeim voru konur 5158.
Afbrot vekja ótta. Konur, eldra fólk og íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru líklegri en aðrir til að óttast afbrot. Þeir sem hafa fleiri prófgráður(lengri skólagöngu) óttast minna en þeir sem minni menntun hafa. Alþjóðlegar rannsóknir á öryggiskennd fólks hafa sýnt að hún er mjög mikil hér á landi. Bein eða óbein reynsla fólks af afbrotun virðist ekki hafa áhrif á öryggiskennd.
31.12.2013 | 02:04
Ari í Ögri og græðgin en engin duld.
30.12.2013 | 21:05
Mun hagvöxtur í USA vaxa árið 2014?
30.12.2013 | 10:52
Þýskaland 2014; horfur í efnahagsmálum eru góðar.
30.12.2013 | 08:27
Lettland hluti af evrusvæðinu 1.1. 2014.
29.12.2013 | 19:50
Hátekjuskattur Hollande staðfestur af stjórnarskrárráði Frakklands.
29.12.2013 | 14:50
Hanna Birna og Össur eru sammála um mikilvægi afnáms gjaldeyrishafta.
29.12.2013 | 08:22
Forseti Kína fær sér Baozi brauðbollur. Hvað gerir forseti Íslands?
Xi Jinping fór á vinsælt veitingahús í Peking. Frá þessu segir i kínverskum dagblöðum. Forsetinn var einn á ferð. Hann stóð þolinmóður í biðröð og pantaði sér mat. Þegar aðrir gestir veitingastaðarins áttuðu sig á því um hvern var að ræðu tóku þeir upp gsm síma og tóku myndir. Kínverskir bloggarar og þeir sem skrifa athugasemdir í dálkum blaðanna létu ekki sitt eftir liggja. Þetta gera eingöngu þeir leiðtogar sem vilja þjóð sinni el ritar einn. Ég trúi þessu ekki skrifar annar í dálk hjá Dagblaði Alþýðunnar. Forsetinn fer í biðröð, borgar reiknig og nær í matinn sinn! Þetta er leiksýning skrifar annar bloggari. Þið skuluð hæla honum þegar allir í Kína fá nóg að borða. Matur forsetans hefur líkega kostað 16 yuan eða rúmar 2000 kr. Forseti Kína er sextugur og hann er verkfræðingur að mennt.
En hvernig gætu íslenska útgáfan verið ? Forsetinn fer í hádeginu í Múlakaffi sem er staður þekktur fyrir hefðbundna matargerð og fær sér soðinn saltfisk með hamsatólg og kartöflum. Líklegt verð 1700kr. Sitt sýnist hverjum. Íslendingur á Spáni bendir á að Íslendingar kunni ekki að matreiða saltfisk. Hjartveik kona skrifar að saltfiskur og tólg sé ekki hollur matur. Eiríkur atvikablaðamaður lýsir klæðnaði forsetans og Jónas ritar dóm um allt annan veitingastað. Eygló ráðherra félagsmála bloggar um það hversu gott það sé að þurfa ekki að borga icesave og þá geti almenningur bara farið út að borða.....
28.12.2013 | 22:43
Átak gegn skattsvikum; hvers vegna er þörf á því?
28.12.2013 | 10:00
Viðskipti Grænlands og Íslands. Ný tækiæri?
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar