Færsluflokkur: Bloggar
30.7.2013 | 17:35
Gúrkutíð og gallabuxur.
Um klæðnað Alþingismanna virðast gilda formlegar og óformlegar reglur. Eðlilegt er að hugsað sé um virðingu þjóðþingsins og þingmenn klæði sig vel og snyrtilega. En tískan breytist og einnig hugmyndir um virðuleika. Gallabuxur eru algengur klæðnaður um allan heim. Öllum þykir í lagi að vera í gallabuxum. En klæðnaður er háður aðstæðum. Ekki fara allir í óperuna í gallabuxum. Sama gildir um jarðarfarir og að því er virðist einnig um þingfundi á Alþingi. Þingmaður mætir á fund í gallabuxum og fjölmiðlar segja frá því. Þingmanninum finnst það gert af vandlætingu og hlutdrægni. Þessu mótmæla fréttamenn. Á meðan á þessu stóð breyttist skuldastaða þjóðarbúsins ekki en staða krónunnar veiktist heldur þrátt fyrir metfjölda erlendra ferða. Krónan var enn í höftum og stríð banka og lántakenda hélt áfram. Hættan á aukinni verðbólgu virðist fara vaxandi og ljóst er að pólitísk átök verða mikil í haust. Lögmaðurinn hugumstóri skrifað hvern pistilinn á fætur öðrum og hefur nú tekist að fá pólitíska samherja uppá á móti sér. Má þjóðin eiga von á fleiri gallabuxnamálum á næstunni?
30.7.2013 | 11:49
Ein stór fjölskylda sem eyðir of miklu?
Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður heldur því fram að íslenska þjóðin sé ein stór fjölskylda sem eyði of miklu. Þessi samlíking er röng og hún dylur kjarna málsins. Íslenska þjóðin skiptist í hópa og stéttir sem búa við afar mismunandi lífskjör. Strax í "góðærinu" var fátækt byrjuð að festast í sessi og þá virtust þúsundir 'Islendinga búa við ótakmörkuð fjárráð. Eftir hraun hefur hópur fátækra stækkað en ofsalaun og lúxuslifnaður minnkað. Tekjudreifing á Íslandi er álíka ójöfn og í nágrannalöndunum og eignadreifing er ákaflega ójöfn. Þetta er stéttskipt þjóðfélag með ójöfnum tækifærum en ekki ein stór fjölskylda.
30.7.2013 | 10:55
Kauphækkanir, hagvöxtur og verðbólga.
Það vakti furðu margra þegar fjármálaráðherra talaði um nauðsyn þess að kæla hagkerfið. Í ljósi ástandsins eftir hrun og orðræðu hans sjálfs er undrunin skiljanleg. Ráðherran virtist hins vegar vera að vara við of mikilli hækkun launa í komandi kjarasamningum. Samhengið milli verðbólgu og verðtyggðra lána er þekkt. Laun eru hluti af kostnaði fyrirtækja en þau skapa einnig eftirspurn. Aukin eftirspurn eftir vörum og þjónustu er hagvöxtur. Reynslan sýnir það. En vandamálið er hugsanleg verðbólga. Nokkrir hópar haga fengið verulegar kjarabætur að undanförnu. Nefna má stjórnendur í fjármálageira. Kjararáð hefur úrskurðað um kjarabætur til hluta stjórnenda í ríkisgeiranum. Í launamálum bera mkilvægir hópa sig saman við aðra hópa. Eftir hrun er ástandið í efnahagsmálum afar viðkvæmt og vandmeðfarið. Friður á vinnumarkaði byggist á því að mikilvægustu hóparnir séu sáttir við sinn hlut. Það er ekki eingöngu ríkisstjórnin sem á erfitt verk fyrir höndum.
30.7.2013 | 09:20
Stór útgerðarfélög blómstra.
Hagnaður Vinnslustöðvarinnar var 2.3 milljarðrar króna á síðastliðni ári. Fyrirækið færir reikninga sína í evrum sem er stöðugur gjaldmiðill og hentar vel til geymslu verðmæta. Á aðalfundi voru arðgreiðslu ákveðnar 13% af eigin fé eða 1.1 milljarður. Meirihluti setti fram tillögu um 10% arðgreiðslu. Áralangar deilur hafa verið innan félagsins um stefnumótun og fjárfestingar. Greidd veiðigjöld á þessu ári verða 850 milljónir króna. Fróðlegt verður að skoða nánar einstaka liði í ársreikningi.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 823
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar