Færsluflokkur: Bloggar

Ný stefna í húsnæðismálum?

Hrunið og afleiðingar þess hafa leitt til þess að margir velta fyrir sér nýjum lausnum í húsnæðismálum. Nefna má Vilhjálm Birgirsson og Eygló Harðardóttur. Hrun krónunnar og verðtryggð lán hafa leitt til missis húsnæðis og tæknilegs gjaldþrots margra. Vilhjámur till að lífeyrissjóðirnir fjármagni leigufélög sem útvegi húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Eygló virðist ætla verkalýðshreyfingunni þetta hlutverk. Kjarninn er að verið er að hverfa frá sjálfseignarstefnunni. Hvergi hefur Bjartur í Sumarhúsum lifað jafn góðu lífi og í húsnæðismálum. Sá sem á sitt eigið hús er sjálfs síns herra.  Árið 1920 voru 63% íbúða í Reykjavík leiguíbúðir en það átti eftir að gjörbreytast seinna á öldinni. Fjöldi þinglýstra leigusamninga hefur aukist mikið eftir hrun. 2007 voru þinglýsingar undir 300  en fóru í 600 árið 2009. Nú er talið að það vanti um 2000 leiguíbúðir á markaðinn.  BSRB hefur ályktað að taka eigi hér upp leigumarkað að norrænni fyrirmynd. Öllum á að tryggja húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Slíkum hugmyndum mun líklega vaxa fylgi á næstunni. Árið 2007 voru félagslegar íbúðir 8229. Þaraf voru búseturéttaríbúðir 1192 og leiguíbúðir sveitarfélaga 4546. Til lengri tíma litið hlýtur markmiðið að vera að gera leigu jafn góðan kost og það að eiga íbúð.

Aukinn ójöfnuður í USA.

Árin 2009 til 2011 voru upphaf hægs bata í efnahagsmálum. En ekki nutu allir batans með sama hætti. Hagur þeirra 7% sem hafa mestar eignir  jókst um 28% en hagur hinna 93% versnaði um 4%. Stór hluti eigna  hinna efnameiri er í hlutabréfum og ýmiskonar verðbréfum. Eignir hinna efnaminni eru einkum bundnar í húsnæði. Hlutur hinna efnameiri óx þessi tvö ár úr 56% heildareigna heimila í 63%. Stóreignafólk hefur því sloppið vel út úr kreppunni í USA og í mörgum löndum OECD er reyndin hin sama. Ýmislegt bendir til að þróunin hafi ekki verið með þessum hætti hér á landi.

Kreppa í Kína?

Hagvöxtur í Kína hefur verið undraverður en breyting virðist verða á seinni hluta árs 2010. Þá stöðvast hinn mikli vöxtur og í ár verður hann líklega 7.8%. Það er mikil breyting frá því sem áður var. Á vinnumarkaði í Kína eru nú uþb 800 milljónir manna. 35% vinnuaflsins er í landbúnaði sem er mjög hátt hlutfall miðað við þróuð iðnríki.  Árið 2010 var Kína mesta útflutningsríki heims. Kínverska hagkerfið er næst stærst á eftir því bandaríska. Erlend fyrirtæki hafa fjárfest mikið í Kína vegna lágs launakostnaðar. Með aukinni hagsæld hafa laun hækkað og erlendu fyrirtækin leita annarra fjárfestingarmöguleika í löndum eins og Vietnam. Talið er að 15% Kínverja lifi í fátækt en í landinu er mikill fjöldi milljarðamæringa. þeir hafa í auknum mæli verið að flytja fjármuni sína frá Kína. Það gæti bent til ótryggs ástands. Tekjuskipting er ákaflega ójöfn. Efsti tekjuhópurinn hefur meir en sextíufaldar tekjur þess hóps sem minnstar hefur. Tölur ber að taka með varúð. Þeir sem gegna valdastöðum þiggja háar upphæðir í mútur. Valdakjarni flokksins verður nú að takast á við margvísleg vandamál. Spilling er mjög víðtæk. Neysla innanlands hefur lengst af ekki verið í samræmi við þjóðarframleiðslu. Víðtækar umbóta er þörf.

 


Ný hugmynd að viðskiptabanka?

Ingólfur Ingólfsson fjármálaráðgjafi og einn aðstandenda Sparifélagsins ætlaði eitt sinn að stofna Sparibankann. Úr því hefur ekki orðið en nú hefur hann og félagar áhuga á að kaupa hlut í sparisjóði og hefur sparisjóður Norðfjarðar meðal annars verið nefndur. Innlendir og erlendir aðilar koma að fjármögnun þessa verkefnis. Helstu markmið er að auka samkeppni og koma fram með nýja hugmynd að banka. Ekki hefur komið fram hver sú hugmynd er.  Er hugmyndin sú að lána eingöngu til grænna eða umhverfisvænna verkefna? Eingöngu til kvenna? Eingöngu til sprotafyrirtækja? Á að veita einstaklingum fjármálaráðgjöf samkvæmt ströngustu kröfum? Eða gera lánasamninga þannig að áhætta, t.d. verðbólguáhætta deilist á lántakendur og lánveitendur? Spyr sá sem ekki veit.

 


Hagvöxtur í Bandaríkjunum.

Bandaríska hagkerfið er stærst en kínverska hagkerfið nálgast jafnt og þétt. Á fyrri hluta þessa árs hefur raunvöxtur verið 1.4%. Meðalvöxtur síðan 1929 hefur verið 3.3% á ári. Hagvaxtartölur fara lækkandi. Nú er fjármagn sem fer til rannsókna og fjárfestinga talið til fjárfestingu sem er rökrétt. Nú er hagkerfið að stækka aftur eftir samdrátt uppá 2.9% á árunum 2008 til 2009. Af þessu sést að batinn er mjög hægur. Síðustu tíu ár hefur meðalvöxtur verið 1.7% á ári.

Skipulögð glæpasamtök á Íslandi.

Greiningardeild Ríkislögreglustjóra telur það hafið yfir allan efa að slík samtök séu starfandi hér á landi.Þessir hópar eru (flestir) af erlendum rótum. Þeir stunda framleiðslu á fíkniefnum, dreifingu og sölu. Mansal, rán , gripdeildir og fjárkúgun eru einnig á listanum. Líkur eru taldir á að þessir hópar muni eflast á næstu árum. Skipulag innlendra afbrotahópa virðist lausara í reipunum og þeir sameinast tímabundið um ákveðin verkefni. Það liggur fyrir að íslenskir afbrotamenn taka þátt í fíkniefnadreifingu á erlendum vettvandi. Nú er um tugur Íslendinga í fangelsum víða í Evrópu. Eftir Hrun hafa orðið verulegar breytingar á fíkniefnamarkaði hér á lands. Innlend framleiðsla kannabis fullnægir eftirspurn. Innflutningur á amfetamíni og skyldum örvandi efnum hefur aukist eftir hrun. Eftirspurn virðist mikil og stöðug. Allt bendir til þess að steranotkun fari hratt vaxandi hér á landi. Erlendir glæpahópar eru líklegir til að stunda mansal. Frægt er mál sem kom upp 2010 þegar 5 erlendir glæpamenn voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir mansal. Áhætta á mansali er ekki bundin við erlenda glæpahópa. Ljóst er að í hópi hælisleitenda eru einhverjir sem hafa tengst glæpastarfsemi. Í málefnum vélhjólagengja hefur lögreglan náð verulegum árangri. Greiningardeildin metur hryðjuverkaógn ekki mikla hér á landi.

Glæpir eru alvarlegt samfélagsvandamál. Há tíðni glæpa bendir til siðrofs og upplausnar. Siðrof skapast oft ef þjóðfélagsþróun er mjög ör og ekki er ljóst hvaða reglur og siðaboð eru í gildi. Undanfarinn áratug hefur þróun íslensks samfélags einkennst af miklum umbrotum. Slík umbrot reyna á samheldni samfélagsins. Glæpir eru ein birtingarmynd alvarlegs siðrofs. 


Velta í ferðaþjónustu vex og vex.

Nýjar tölur frá Rannsóknarsetri verslunarinnar sýna mikla aukningu á veltu í greininni. Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna nam 9.8 milljörðum í júní síðastliðnum. Auknig var 24% frá því í fyrra í veitingaþjónustu og 13% í verslunum. Erlendir ferðamenn nýttu sér þjónustu Herjólfs og Baldurs í ríkum mæli. Framboð á þjónustu fyrir heimamenn stendur í stað! Þessar tölur segja ekki alla söguna. Greiðslur fyrir pakkaferðir til landsins eru ekki innifaldar og úttektir í hraðbönkum ekki heldur. Á meðan þróunin er þessi virðast Íslendingar greiða minna fyrir ferðaþónustu í eigin landi.

Stafar samfélaginu ógn af efnahagsafbrotun?

Árið 2012 sendi greiningardeild Ríkislögreglustjóra frá sér skýrslu þar sem meðal annars er fjallað um svonefnd hvítflibbaafbrot. Slík afbrot eru framin af mönnum sem eru í einhvers konar valdastöðu, njóta virðingar samfélagsins og nýta sérþekkingu við afbrot. Slíkir menn hafa oft víðtæk sambönd í stjórnmálaflokkum , fjölmiðlum, stjórnsýslu og hagsmunasamtökum. Þessi sambönd eru öll nýtt ef upp kemst um brot. Við slíkum brotum er sönnunarbyrði langsótt, erfið og kostnaðarsöm en refsingar yfirleitt vægar. Efnahagsafbrot eru stundum skipulögð glæpastarfsemi en þá þarf að koma til m.a. samvinna tveggja eða fleiri og samstarf í langan tíma. Stundum er starfsemin alþjóðleg og felur í sér peningaþvætti. Sérstakur Saksóknari hefur til rannsókar mikinn fjölda mála sem tilheyrir þessum brotaflokki. Í nokkrum málum hefur verið ákært og dæmt.Embættið kostar mikla fjármuni og ræður nú yfir miklum fjölda starfsmanna. Nú má velta því fyrir sér hvort þessu fjármunum hefur verið vel varið en vandinn er við hað á að miða. Fjölda dæmdra núna? Fjöldra ákærða núna? Huganlegt mat á þeim skaða sem afbrotin hafa valdið? Fælingarmætti rannsóknar og dóma af þessu tagi? Umræðu um vægar refsingar við hvítflibbaafbrotum? Aukin trú og traust á réttarkerfinu? Matið er ekki einfalt.

Hverjar yrðu breytingar á kvótakerfinu ef Ísland gengi í ESB?

Sjávarútvegurinn er mikilvæg atvinnugrein bæði hvað varðar útflutningstekjur og framlag til landsframleiðslu. Mikill fjöldi starfa tengist útgerð og fiskvinnslu með beinum eða óbeinum hætti. Öllum er ljóst að um grundvallar hagsmuni er að ræða. Spurningunni er ekki hægt að svara í stuttu máli. Einn þátt málsins má orða með eftirfarandi hætti eins og gert er á Evrópuvef. Ákvörðun um heildarafla yrði tekin af ráði landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra í Brusse. Það er meginreynsla að veiðireynsla ráði hámarksafla. Um skiptingu afla á einstakar útgerðir myndu íslensk yfirvöld taka ákvörðun. Nýlega var mjög fróðleg umfjöllun um þessi mál í þættinum Sprengisandur og er áhugasömum bent á þáttinn.

Eru eigendur Vinnslustöðvarinnar siðlausir?

Þeir sem ráða fjármagni vilja fá arð þegar þeir fjárfesta. Til eru margar leiðir en markmiðið er ávallt hið sama. Einkafyrirtæki í samkeppni og í markaðskerfi eru því sett undir ákveðið lögmál eða þvingun. Nýlega var ákveðið á aðalfundi VSV að greiða hluthöfum rúman milljarð í arð eða 13% af eigin fé. Tvö ár á undan voru arðgreiðslur 1.3 milljarður. Fyrirtækið hefur nýlega selt skip en keypt annað með 1300 þorskígildistonnum. Bara af þessum tölum sést að veiðigjaldið er ekki að sliga fyrirtækið. Í umræðum um lög um stjórn fiskveiða báru stjórnendur þessa fyrirtækis sig ákaflega illa. Binni forstjóri birti hverja útreikningana á fætur öðrum sem sýndu fram á fjöldagjaldþrot í greininni með tilkomu veiðigjalds. Skipti á engu hvaða leið var farin. Niðurstaðan var alltaf dökk og neikvæð hjá Binna. Arðir minntust á Tyrkjaránið, náttúruhamfarir og fleira álíka ógnvænlega atburði. Nú kemur í ljós að þetta var áróður og blekkingar. Útgerðarmenn eru ekki í rekstri til að hafa sem flesta í vinnu. Þeir vilja hafa rekstrarkostnað sem minnstan og því er náð með hagræðingu sem oftast þýðir fækkun starfa.

En nægir þetta til að fullyrða að eigendur séu siðlausir? Varla, ríkjandi hugmyndafræði markaðskerfisins eða siðferði þess er einfaldlega raunverulegar aðstæður færðar í orð. Á eigin mælikvörðum er ekki hægt að dæma þá. Markaðskerfið er ógn við vinnandi menn og það er ógn við náttúruna. þess vegna berjast menn gegn því. Það felur í sér gengdarlausa sóun og misskiptingu auðæfa. En það mun ekki hverfa fyrr en möguleikar þess hafa verið fullnýttir á heimsmælikvarða. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband