Færsluflokkur: Bloggar

Goldman Sachs veðjar á bata á evrusvæðinu.

Goldman Sachs hefur aukið hlutabréfaeign sína á evrusvæðinu. Yfirmaður fjárfestinga hjá Goldman E Perkin segir að eftir mörg ár stöðnunar séu nú merki um bata. Í júní eru greinileg merki um hagvöxt á svæðinu. Fleiri fjárfestingarráðgjafar hafa bent á að evrópsk hlutabréf séu vænlegur kostur meðal annars vegna þess hve hátt verð er á bandarískum bréfum. Suðurhluti Evrópu á áfram í erfiðleikum en í mikilvægasta ríki evrusvæðisins, Þýskalandi, stækkar vinnumarkaður og verðbólga er lítil. Stýrivextir Seðlabanka Evrópu er nú 0.5% og munu verða óbreyttir um langan tíma eins og M Draghi bankastjóri hefur sagt.

Aðgerðir strax fyrir kosningar en frí á Ítalíu og Englandi eftir kosningar.

Stór orð voru viðhöfð um ástand mála fyrir kosningar. Leiðrétta þyrfti skuldir heimilanna, afnema verðtryggingu, afnema alla alla skatta vinstristjórna, afnema veiðileyfagjald, afnema auðlegðarskatt, forgangsraða í útgjöldum ríkisins , koma hjólum atvinnulífsins af stað og segja hrægammasjóðum til syndanna. Mátti ætla að ráðherrar ríkisstjórnarinnar myndu ráðast eins og haamhleypur á verkefnin að loknu sumarþingi Alþingis. Nú nú bregður svo undarlega við að tími sumarleyfa og ferðalega rennur upp. Fjármálaráðherran fer til Ítalíu og Englands. Forsætisráðherra dvelur nú um stundir í Kanada. Ragnheiður Elín og aðsoðarmaður fóru í frí. Dögum saman náðist ekki í Hönnu Birnu. Ingva Hrafni á Inntv.is var nóg boðið : það er enginn að gera neitt.


mbl.is Eru Sigmundur og Bjarni snákaolíusölumenn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðarslys á Íslandi.

Í mars 2013 gaf Umferðarstofa út skýrslu um umferðarslys árið 2012. Árið var mjög gott í alla staði og sýndi að góður árangur hafði náðst. Látnum og slösuðum fækkar um 15% frá fyrra ári. 9 einstaklingar létust í umferðinni 2012. Nokkrir vegakaflar eru afar hættulegir. Vegkaflinn á Hringvegi frá Þrengslavegi að sýslumörkum er afar hættulegur. Vegkaflinn sunnan við Hvalfjarðargöng er einnig hættulegur. Gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar eru hættulegustu gagnamót landsins. Ef litið er á öll slys og óhöpp eru þau flest í janúar. Hættulegustu vegir í dreifbýli eru Reykjanesbraut og Þrrengslavegur/Þorlákshafnarvegur. Aldurshópurinn 17 til 26 er líklegastur til að lenda í slysum. Ef tekin eru einstök ár eru 18 ára ökumenn líklegastir til að valda slysi. Árið 2006 var mikið slysaár en þá létust 31 í umferðarslysum. Skýrsla Umferðarstofu er afar vönduð tölfræðileg samantekt sem byggir á lögregluskýrslum. Hún geymir mikinn fróðleik og af henni má mikið læra.

 


Er söfnuður í bankakerfinu?

Björn Halldórsson loðdýrabóndi í Vopnafirði og formaður Samtaka loðdýrabænda er harðorður í garð ónefndra bankamanna. Hann telur þá ekki hafa neitt vit á rekstri og þess vilji þeir ekki lána landsbygðinni. Nú er það staðreynd að útgeðarfyrirtæki á landsbyggðinni hafa fengið mikil lán en ýmsir aðrir hafa kvartað yfir tregðu til að lána fé út á land. Raungengi er nú í lagmarki og meðalverð á minnkaskinni 13000 kr. Kaup og sala er gerð upp í dollurum. Útflutningsverðmæti í fyrra var 1.6 milljarður og verður 2 milljarðar í ár. Á undanförnum árum hefur verð skinna hækkað um 170% en framleiðslukostnaður um 80%. Uppboðshúsið í Kaupmannahöfn veitir Birni rekstrarlán en húsið sjálft fær lán hjá Nordea Bank. Vextir eru helmingi lægri en þeir sem bjóðast hér á landi. Ef litið er aftur í tímann kemur í ljós að afar miklar sveiflur hafa verið í loðdýrarækt. Verð á afurðum sveiflast afar mikið sem bætist ofan á gengissveiflur hér. Áhætta í greininni hefur því umtalsverð. Á Íslandi er tiltölulega erfitt að stunda loðdýraarækt. Vegna óblíðrar náttúru verða hús að vera traust og rammgerð. Umdanfarið hefur verið nokkur umræða um aðbúnað dýranna út frá dýraverndunarsjónarmiði. Eitthvað er um það að danskir loðdýrabændur stundi rekstur hér.

Hvert stefnir ferðaþjónustan?

Ferðaþjónustan er ein af mikilvægustu útflutningsgreinum landsins. Hún hefur hins vegar vaxið án heildarstefnumótunar og án grundvallarrannsókna á greininni sjálfri. Hvorutveggja er mjög bagalegt. Fjöldi erlendra ferðamanna hefur vaxið ár frá ár og heildartekjur vaxið en tekjur á hvern einstakling minnkað. Stærstur hluti ferðamannanna hefur yfir sumartíman og álag á vinsælustu og fjölsóttustu staði er mikið. Fáir stórir aðilar ráða ferðinni í greininni en þar starfar einnig mikill fjöldi smárra aðila og frumkvölðagleði mikil. Nú er afar mikið fjárfest í hótelum og einkum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki veit ég hvort þarfagreining liggur til grundvallar og örugglega ekki áætlanir um dreifa gistiaðstöðu um landið. Helsti styrkur ferðaþjónustunnar er náttúra landsins. Ísland er öruggt land og landið og þjóðin hafa jákvæða ímynd. Á ýmsum sviðum eru veruleg sóknarfæri ,t.d. ráðstefnuhald, hvataferðir, fuglaskoðun og nefna má auk þess heilsutengda ferðaþjónustu. Stefnumótun til lengri tíma er nauðsynleg. Eðlilegt er að atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti hafi frumkvæði í slíkri stefnumótun ásamt umhverfisráðuneyti. Hagsmunasamtök ferðaþjónustunnar ásamt rannsóknarstofnunum verða að koma að þessu borði.

Er makrílinn búbót eða óværa?

Samkvæmt fréttum hafa norskir fiskifræðingar áhyggjur af makríl Noregshafi. Stofninn sé orðinn alltof stór og taki fæðu frá öðrum mikilvægum stofnum. Árið 2011 skrifaði vinnuhópur greinargerð fyrir ráðherra sjávarútvegsmála. Hópurinn átti að kanna veiðar, vinnslu og markaðsmál. Rannsóknir sýna að makríll dreyfist um gríðarmikið hafssvæði, allt frá Gíbaltrar til Noregshafs. Langstærstu hluti af fæðu makríls eru svifdýr: krabbaflær, ljósáta og marflær. Fyrir Vesturlandi virðist 18% af fæðunni vera sandsíli. Ætla má að 23% lífmassans sé í íslenskri lögsögu. Nánar um þetta og fleira má sjá í fróðlegri skýrslu . (Greinargerð unnin  fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra : Vinnuhópur um makrílveiðar 2011).

ESB beitir Færeyinga refsiaðgerðum.

ESB hefur ákveðið að beita Færeyinga refsiaðgerðum vegna þess að þeir hafa einhliða aukið síldarkvóta sinn. Ákveðið var með nægjanlegum meirihluta að ekki megi flytja inn síld frá Færeyjum og ekki heldur makríl sem telst skyld tegund. Fiskiskip sem stunda slíkar veiðar mega ekki leggjast að bryggju í hafnarborgum ESB. Aðeins tvö lönd greiddu atkvæði gegn þessum refsiaðgerðum en það eru Danmörk og Bulgaría. Ljóst er að þetta mál mun reyna alvarlega á ríkjasamband Danmerkur og Færeyja. Samtök danskra fiskimanna hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar og telja þær jafnvel ekki ganga nógu land enda þótt farsælla hfði verið að leysa málið innan ríkjasambandsins. Stjórnvöld í Færeyjum hafa mótmælt harðlega og þau munu örugglega leita réttar síns fyrir alþjóðlegum stofnunum. Fyrir dönsk stjórnvöld er málið sértakalega alvarlegt og erfitt. Það er einnig ljóst að það hefur áhrif á samband við Svíþjóð og Finnland. Nú skal ekki lagt mat á það hvort aukning Færeyinga á síldarkvóta eigi við fiskifræðileg rök að styðjast. Það er einn hluti mæalsins. Mikilvægari hlutinn er fram koma risastórs ríkjabandalags gagnvart smáþjóð.

Er ríkisstjórnin að missa tiltrú fólks?

Fram hefur komið í fréttum að skoðanakannanir sýna minnkandi fylgi ríkisstjórnar, fylgistap Framsóknar heldur áfram og Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað í sögulega mjög litlu fylgi. Þetta er ákveðin vísbending. Önnur vísbending er væntingvísitala Gallup en hún er byggð á fimm spurningum. Þær snerta m.a. mat á núverandi aðstæðum í efnahagsmálum og væntingar um breytingar á næsta hállfa ári. Á einum mánuði fellur vísitalan úr 100.6 í 78.8. Þeir sem meta ástand og horfur á neikvæðan hátt eru fleiri en þeir sem meta ástandið á jákvæðan hátt. Nú er þetta ein mæling og fleiri slíkar munu verða gerðar.

Sérstakur saksóknari nær árangri.

Undanfarið hefur ónefndur lögmaður gagnrýnt embættið. Hann telur það alltof dýrt og ekki skila árangri. Auk þess hafi stjórnmálamenn stofnað til þess á röngum forsendum. Auk þess hafi hrunið ekki orsakast af glæpum hér frekar en annars staðar. Lögmaður þessi er umdeildur í egin röðum af eðlilegum ástæðum. En hvernig hefur embættis staðið sig og hver hefur árangurinn orðið? 512 mál hafa komið inná borð embættisins síðan 2009. Ákæra hefur verið gefin út í 96 málum en alls eru 123 mál í ákærumeðferð. Hrunmálin eru 13 og ákærðir einstaklingar 45. Mörg mál eru óútkljáð í dómskerfinu og málaferli ganga hægt. Málin eru flókin í eðli sínu og verjendur nota öll færi til að tefja mál. Samkvæmt áætlun á öllum málum að vera lokið 2014. Sérstakur saksóknari og starfsmenn hans hafa þurft að kljást við alla færustu og dýrustu lögmenn landsins í réttarsal. Það var fyrirsjáanlegt. Það var einnig yfirsjánalegt að árásir í anda ónefnda lögmannsins hugumstóra myndu koma. Þræðir valdsins liggja víða.

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar.

Skoðanakannanir geta gefið mynd af skoðunum og viðhorfum kjósenda. Í öllum könnunum er óvissa og ekki er hægt að fullyrða um nákvæmar tölur. Samt sem áður gefa þær góða vísbendingu. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups heldur fylgi Framsóknar áfram að dala. Það hlýtur að vera flokksforystunni áhyggjuefni. Öllum er ljóst að flokkurinn lendir í miklum póitískum erfiðelikum þegar líður á haustið og mikilvæg mál koma til kasta þingsins. VG mælist nú með 16% fylgi sem hlýtur að vera mikil hvatning fyrir starfið framundan. Greinilegt er að ímynd flokksins hefur breyst með nýjum formanni. Píratar eru á uppleið en tilkoma þeirra er mjög merkileg í þróun stjórnmála. Íslensk stjórnmál eru að mörgu leyti þreytt og stöðnuð. Vonandi færa Píratar líf í sstjórnmálin. Samfylkingarmenn hljóta að vera mjög ósáttir við 14% fylgi. Flokkurinn verður að meta stöðu sína uppá nýtt ef þetta breytist ekki á næstu mánuðum. Sjálfstæðisflokkur og BF standa í stað.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband