Færsluflokkur: Bloggar
20.12.2013 | 20:49
Ótti við útlendinga eða útlendingahatur?
Sagan kennir okkur að það sé afar erfitt fyrir fólk að umbera og þola fólk sem er mjög frábrugðið því sjálfu. Viðhorf til gyðinga fyrr á öldum og sérstaklega á síðustu öld eru dæmi um þetta. Viðhorf hvítra til svartra er annað sögulega mikilvægt dæmi. Viðhorf heilbrigðra til geðsjúkra á fyrri tímum er annað dæmi. Menn óttast það sem þeir skilja ekki og vilja ekki verða sjálfir. Viðhorf í Rússlandi til samkynhneigðra er dæmi af sama meiði. Fjölmenningarsamfélög geta skapað mikla spennu og óöryggi vegna þess að fjarlægð er á milli fólks. Áður fyrr var Ísland afar einsleitt(homogen) samfélag. Sama tungumál, nánas engar mállýskur, fámenni sem skapaði órormlega samskiptahætti, óblíð og hörð náttúra þar sem oft reyndi á samstöðu, tiltölulega mikill hreyfanleiki milli stétta, þjóðerniskennd sem tengist tungumáli og menningu öðru fremur. Þannig má lengi telja. Nú er þetta samfélag að breytast mjög hratt og það getur kallað á ofsafengin viðbrögð. Í nýrri grein lýsir Margrét Tryggvadóttir nokkrum dæmum um viðhorf sem er fjandsamleg útlendingum og sem finna má hjá nokkrum þingmönnum Framsóknarflokksins. Augljóst er að slík viðhorf er einnig að finna í öðrum flokkum. Fjölmörg ummæli Vigdísar Hauksdóttur. þingmanns, benda til slíkra viðhorfa. Svipuð ummæli má finna hjá Silju Dögg Gunnarsdóttur, Einari Ásmundi Daðasyni og Frosta Sigurjónssyni. SDG lagði eitt sinn fram fyrirspurnir á Alþingi sem benda til slíkra viðhorfa. það er rétt að halda því til haga að fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Kópavogi sendi frá sér ályktun þar sem varað er við orðræðu sem tengir útlendinga við afbrot og sjúkdóma. Það er mikilvægt í þessu máli að allir haldi vöku sinni. Lýðræði og mannréttindi eru ekki sjálfsagður, sjálfgefinn hlutur.Það kennir sagan okkur. Við þurfum og verðum að berjast fyrir umburðarlyndi, mannréttindum og lýðræði.
20.12.2013 | 17:39
Hagvöxtur í USA er 4.1% á 3ja ársfjórðungi.
Þetta er mesti vöxtur stærsta hagkerfis jarðarinnar í næstum tvö ár. Og síðan 2006 er þetta í þriðja skipti sem hagvöxturinn er svo mikill. Reiknað hafði verið með 3.6% hagvexti en einkaneysla og fjárfesting varð meiri en ætlað hafði verið. Aukning einkaneyslu var einkum á sviði heilsugæslu, fasteignaviðhalds og bílakaupa. Atvinnuleysi er á niðurleið og hækkandi verð á fasteignum bætir eiginfjárstöðu heimila. Seðlabankinn mun fylgja áætlun sinni að minnka kaup á ríkisskuldabréfum. Hagvöxturinn á sér margar stoðir. Þær eru einkaneysla, útflutningur, fjárfesting í verksmiðjum og íbúðahúsum, útgjöldum ríkis og sveitarfélaga og aukningu á birgðum. Á móti kemur að ríkið hefur skorið niður á ákveðnum sviðum og innflutningur hefur aukist. Líklegt er að á fjórða ársfjórðungi hægi á vexti m.a. vegna mikilla birgða. Margir hagfræðingar eru bjartsýnir hvað framtíðina varðar og reikna með 3% hagvexti á næstu árum. Í ljósi stöðunnar á fjármálamörkuðum er hagvöxturinn núna afar mikilvægur. Einkaneysla er meir en tveir þriðju hlutar efnahagsstarfseminnar og vöxtur hennar var síðustu 6 mánuði 2%-2.5%.
20.12.2013 | 15:58
Sér gjöf æ til gjalda? Jólahald Íslendinga.
Jólagjafir í nútímaskilningi sjá dagsins ljós í lok 19du aldar. Í mörgum samfélögum eru gjafir og gjafaskipti hluti af flóknum flóknum valda-og skyldutengslum milli einstaklinga. Ætla má að eitthvert slíkt kerfi sé í íslenskri menningu. Í Hávamálum kemur sú hugun fram að menn skuli rækta skyldur við vini sína gefa gjafir og endurgjalda gjöf. Þetta hefur almennari skírskotun, menn skulu gjalda gott með góðu og illt með illu. Gjöf er efnislegur hlutur en hún felur í sér táknræna merkingu og staðfestir og eflir félagsleg tengsl. Það er skylda að gefa, þiggja og endurgjalda. Jól í heiðnum sið hafa verið frjósemishátið, sólarhátið eða hátíð drauga og vætta. Þekktur óvættur er jólakötturinn. Í Þjóðólfi birtist jólagjafaauglýsing 1866. Mjög líklega sú fyrsta hér á landi. Jólagjafir segja margt um tíðarandann. Spjaldtölva var óskajólagjöfin fyrir tveimur árum. Jólagjöfin, hver sem hún er, á að veita jákvæða upplifun. Jólagjafir á síðari hluta 19du aldar voru fábreyttar í okkar skilningi. Sauðskinnskór og sokkar. Gjafirnar voru nauðsynjavörur til þess að enginn færi í jólaköttinn. En þá eins og nú var hinn eiginlegi tilgangur jólahaldsins að styrkja fjölskylduböndin. Gjafir eiga að sameina fjölskylduna og endurnýja traust. Gjafamenning hefur hins vegar tilhneigingu til að breytast í viðskiptamenningu og það skiptir bankaþjónusta miklu máli.
20.12.2013 | 14:32
Úganda; samkynhneigðir fá lífstíðardóm.
Sá sem er staðinn að því að hafa kynmök við einstakling af sama kyni í annað sinn fær lífstíðardóm. Með nýjum lögum var dauðarefsing afnumin. Þingið í Kampala samþykkti lög þessa efnis síðastliðinn föstudag. Sama refsing gildir sem hefur samfarir við barn eða einstakling sem sjúkur er af eyðni. Þessi lög eru mótmæli gegn djöflinum sagði einn þingmanna. Þetta er sigur fyrir Uganda og trúrækna þjóð okkar sagði sami maður.Nú þarf forseti landsins að rita nafn sitt undir lögin og þá munu þau öðlast gildi. það hefur verið unnð að þessum lögum síðan 2009 og upphaflega var gert ráð fyrir dauðarefsingu við síendurtekin brot. Meðal annarra hafði Obama forseti USA beitt sér gegn þessum drögum og taldi hann þau öfgafull og fyrirlitleg.
20.12.2013 | 08:57
Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum; bæði kynin eru gerendur og þolendur.
Félagsvísindamenn við Uni Lausanne í Sviss hafa gert viðamikla rannsókn á þessu viðfangsefni. Þar kom í ljós að nálægt annar hver karlmaður sagðist hafa orðið fyrir óþægilegu áreiti á vinnustað. Áreitin geta verið ýmiskonar ; athugasemdir, svipbrigði eða snerting og kossar. Ef kona verður fyrir áreiti er einn karl gerandi eða fleiri. Ef karl verður fyrir áreiti eru það bæði konur og karlar sem taka þátt í því. Þegar konur eru gerendur mynda þær hóp. Ef öll áreiti eru skoðuð eru karlar gerendur í helming tilvika. Í fjórðung tilvika eru karlar og konur gerendur og í innan við 20% tilvika er ein kona gerandi. Á hverjum vinnustað eru ákveðnar umgengnisvenjur eða menning og konur aðlagast henni jafnt og karlar. Öll áreiti eru skynjuð og túlkuð. Hugsanlegt er að konur, stöðu sinnar vegna innan fyrirtækjanna, túlki áreiti sem meira ógnvekjandi en karlar. Einnig skiptir máli að karlar hafa meiri líkamsburði og eru stærri en konur. Það eru ekki yfirmenn sem beita undirmenn áreitni almennt séð. Áreitni er miklu frekar hluti af valdabaráttu fólks sem hefur svipuð völd og hlutverk. Ef t.d. karl óttast að kona sé að ná af honum mikilvægum verkefnum gæti hann gripið til áreitni í varnarskyni(hans skilningur). Það er enginn dæmigerður gerandi og það eru ekki dæmigerðir persónueginleikar gerenda. Það eru ákveðnar aðstæður á vinnustöðum sem kalla fram áreitni. Áreitni felur í sér vanvirðingu við þann sem fyrir því verður. Daður byggist hins vegar á gagnkvæmri virðingu.(Süddeutsche.de).
20.12.2013 | 07:15
Matsfyrirtækið S&P lækkar einkunn ESB úr AAA í AA+.
Matsfyrirtækið telur að lánshæfni ríkjanna 28 í ESB hafi í heild minnkað. Ástæður lækkunarinnar segir fyrirtækið vera deilur um fjárlög sambandsins. Þetta gæti bent til þess að hagur einstakra ríkja gæti farið versnandi á næstu misserum. Á undanförnum mánuðum hefur matsfyrirtækið lækkað einkunnir einstakra ríkja. það eru Frakkland, Ítalía, Malta, Slóvenía, Kýpur og Holland.
19.12.2013 | 14:46
Græddi Framsókn á útlendingahatri? Elur Framsókn á útlendingahatri?
Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, hefur áhyggjur af orðræðunni í utanríkismálum. Hún segir að senófóbísk orðræða eigi sér stað innan raða Framsóknar.Hún telur að þessi orðræða hafi náð fótfestu í flokknum. Henni finnst slæmt að þeir Framsóknarmenn sem hafa andstæð viðhorf láti skoðun sína ekki í ljós. Hluti íslenskra kjósenda hefur slík viðhorf og Framsókn virðist róa á þessi mið. Margrét segir einnig að flokkurinn hafi grætt á þessu í síðustu kosningum. --Nú eru slíkar vangaveltur ekki nýjar en mér vitanlega hefur málið ekki verið rannsakað niður í kjölinn. Það er hægt að gera með könnunum og ítarlegum viðtölum við dæmigerðan hóp kjósenda. Það verður einnig að innihaldsgreina málflutning og greinar Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra fyrir kosningar. Hægri öfgaflokkar hafa sprottið fram víða í Evrópu og náð nokkurri fótfestu. Það hefur ekki gerst hér en andstaðan við fjölmenningarsamfélag, Islam og innflytjendur, svo þrjú dæmi séu tekin, er augljóslega til staðar. Slík þróun felur í sér margvíslegar hættur eins og ljóst má vera af ýmsum atburðum í Evrópu á undanförnum misserum.
19.12.2013 | 11:21
Raunlaun lækka í Þýskalandi.
Í lok þriðja ársfjórðungs þessa árs voru raunlaun 0.3% lægri en árið áður. laun hækkuðu um 1.3% en verðbólga var 1.6% á tímabilinu. Í fyrsta skipti síðan 2009 lækka raunlaun í landinu. 2010 hækkuðu raunlaun um 1.5%, árið 2011 var hækkunin 1.2% og 2012 var hækkunin 0.5%. Þróunin hefur greinilega legið niður á við. Launabreytingar hafa verið mismunandi eftir greinum. Nafnlaun hafa hækkað í bankaþjónustu og tryggingastarfsemi um 0.7%. Í iðnaði voru nafnlaunahækkanir 2.3%. Hjá þessum hópum hefur kaupmáttur því vaxið. Starfsmaður í fullu starfi fékk án sérstakra greiðslna fékk 3462 evrur í heildargreiðslu á mánuði. Hæst voru laun hjá bönkum og tryggingum eða 4576 evrur. Lægst voru laun á veitinga- og gististöðum stöðum eða 2012 evrur. Á árunum 2007 til 2012 hafa nafnlaun í Þýskalandi hækkað um 12.2% en vísitala neysluverðs um 8.3%.
Nú á tímum er það nokkurt álitamál í agum erlendra aðila hver túlkar og mótar utanríkisstefnu landsins. samkvæmt stjórnarskránni er það ríkisstjórnin og utanríkisráðherra sérstaklega. Endanlegt vald liggur hjá Alþingi. Að túlka stjórnarskrá er ekki einfalt mál og færa má að því rök að frá upphafi verið hugsunin sú að þjóðkjörinn forseti hefði mikilvægu hlutverki að gegna. Ljóst er hvað öðru líður að núverandi forseti er þessarar skoðunar. Viðtalið er efnismikið og fyrir margra hluta sakir merkilegt. Ólafur bendir á að á dögum kalda stríðsins hafi Norðurskautssvæðin verið nánast eins og vopnabúr stórvelda.Á sama tíma hafi búið það afar friðsamir frumbyggjar sem byggðu líf sitt á samvinnu. Nú hafi þjóðir komið sér saman um vettvang sem er Norðurskautsráðið og þar leysa ríki ágreiningsmál með samningur. Ólafur hælir sérstaklega framgöngu Rússa. Víkur nú sögunni að fjármálakreppuni og taumlausu hatri forsetans á Gordon Brown. Hljómurinn er holur í fyrrverandi klappstýru útrásarinnar og þeim manni sem var innilega sannfærður um það að Ísland gæti orðið fjármálamiðstöð Evrópu. <af hverju urðu bankarnir svo stórir? Forsetinn finnur nú réttlætingar fyrir nýfrjálshyggjuna. "við" gleyndum (sic) því að kapitalisminn er kerfi þar sem kreppur koma reglulega fyrir!! "Við" vorum svo "óheppnir" að "einkavæða" bankanna þegar alþjóðlegt fjarmálakerfi var yfirfullt af ódýrum peningum. Bankakerfið er tölvuvætt og tölvur sjá um viðskipti með miklum hraða samkvæmt forritum sem menn hafa skapað. (Mikið rétt). Forsetinn lýsir því nú yfir að hann hafi treyst matsfyrirtækjunum ! Hann valdi að trúa þeim-segir hann núna- en ekki að taka mark á öllum þeim sem vöruðu við. Trúi nú hver sem vill. Þegar forsetinn er spurður að því af hverju bankakerfið hefði átt að fá svo mikilvægt hlutverk verður undarlega fátt um svör. Þó það að margir ungir menn hafi verið menntaðir á þessu sviði og vont að missa hæfileikaríkt fólkt úr landsi (sic). Bankarnir voru mjög tæknivæddir og réðu til sín tölvunarfræðinga og verkfræðinga einnig vegna þess að þeir gátu boðið fá laun. (Forsetinn minnist ekki á það að þeir átu boðið starfsmönnum FME há laun og ráðið þá til sín!) Nú getur þessi starfskraftur leitað á önnur mið eftir að þessi starfskraftur hrundi. Ýmislegt fleira ræddi forsetinn sem ekki verður rakið hér.
18.12.2013 | 21:52
Hafa þingmenn Framsóknar ekkert fram að færa?
Í síðustu kosningum vann Framsóknarflokkurinn góðan sigur. Hann fékk nálægt 25% atkvæða og 19 þingmenn. Hann háði mjög markvissa kosningabaráttu þar sem hamrað var á nokkrum einföldum en mikilvægum atriðum. Kosningabaráttan sjálf var mjög lýðskrumskennd. En nú tekur veruleikinn á Alþingi við fyrir nýja og óreynda þingmenn. Þeir rata ekki í völundarhúsi valdsins. Til þess þarf leiðsögn reyndari manna. Starf þingmanna er margvíslegt. Þeir taka þátt í fundum Alþingsins og flestir taka þátt í nefndarstörfum. Þeir þurfa að hafa margvísleg samskipti við stuðningsmenn sína, byggja upp tengslanet og mynda síbreytileg bandalög. Allt þetta krefst tíma færni og þekkingar. Þeir verða að kunna á fjölmiðla samtímans og samskiptamiðla. Pólitísk barátta getur verið grimm, persónuleg og miskunarlaus. Allt þetta tekur sinn toll. Ein leið til að meta áhrif og völd þingmanna er að skoða þátttöku í umræðum.Góð þingræða krefst mikils undirbúnings og þekkingar á flóknum málum. Magn er ekki sama og gæði. það gildir að sjálfsögðu um lengd hins talaða máls úr ræðustól Alþingis. Ef magnið er skoðað, þ.e. mínútufjöldi talaðs máls úr ræðustól á bregður svo við að þingmenn Framsóknar raða sér í öll neðstu sætin. Það eina sem kemur mér á óvart er að Frosti Sigurjónsson skuli ekki hafa talað nema í 19 mín. frá upphafi þings. Frosti tilheyrir Indefence hópnum sem nú er orðinn valdamikill í stjórnkerfi landsins. Eru þingmál svona yfirþyrmandi flókin að þingmönnum flokksins fallast hendur og leggja ára í bát? Þetta er að því leyti óheppilegt að rými örfárra þingmanna í flokknum vex óeðlilega mikið. Óþarfi er að minnast á Vigdísi Huaksdóttur í því sambandi. Nú væri eðlilegt að taka saman mætingar þingmanna Framsóknarflokksins á þingfundi og nefndarfundi. Venjulega er samræmi í hlutunum. Venjulega er samræmi í hlutunum. Lítil þátttaka í umræðum gefur vísbendingar um þátttöku á öðrum sviðum. Almennt er þessi ríkisstjórn verklítil. Fá fruvörp hafa komið fram. Þingfundum hefur lokið á miðjum dögum og nefndarfundir hafa fallið niður. Ráðherrar hafa tekið sér löng sumarfrí og dvalið erlendis......
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar