Færsluflokkur: Bloggar

Ríkisstjórn Ítalíu ósátt við hátt gengi evrunnar.

Enrico Letta forsætisráðherra hvetur ráðamenn í Brussel til að beita sér gegn háu gengi evrunnar. Óánægjan beinist gegn ESB en sérstaklega gegn Þýskalandi. Gengið er nú 1.36 dollari á evru en þyrfti að vera 1.38. Það myndi örva útflutning og allt hagkerfið. Um mitt ár 2012 var evran 1.20 dollarar en eftir sem áður er evran mun ódýrari en var í upphafi kreppunnar 2008. Lágt gengi evru styður útflutning en útflytjendur geta þá boðið vörur sínar á lægra verði. Nú er óljóst hvað ráðamenn í Brussel geta og vilja gera. Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu hefur lýst því yfir að gengi gagnvart erlendum myntum sé ekki hluti af peningastefnu bankans. Á Ítalíu er greinilega sú skoðun útbreidd að Þjóðverjar hafi í vaxandi mæli áhrif á sameiginlega ákvarðanatöku innan ESB. Slíkar skoðanir eru meira áberandi hjá stuðningsmönnum hægri flokkanna en stuðningsmönnum vinstri flokkanna.

Fjárfestingar fara vaxandi í sjávarútvegi.

Frá 2009 hafa fjárfestingar í sjávarútvegi verið í lágmarki. Í hruninu þurrkaðist eigið fé greinarinnar út. Mjög lágt raungengi hefur hjálpað greininni að greiða miklar skuldir hratt niður. Nú er farið að hægjast um og nokkur sóknarfæri sýnileg. Einkum er það uppsjávarfiskur sem lofar góðu. Uppsjávarfyrirtæki hafa verið að byggja verksmiðjur(vinnslur) í landi til að auka verðmæti fisksins. Þetta hefur gerst á Höfn,Þórshöfn, Vopnafirði og Akranesi. Í bolfiskvinnslunni hefur átt sér mikil endurnýjun í tækjum. Verðmæti afla íslenska flotans er nú þrisvar sinnum meira en það var fyrir 30 árum enda þótt magnið sé helmingi minna.Sem dæmi um fjárfestingar má nefna að HB Grandi hefur samið um smíði á tveimur skipum til uppsjávarveiða og er kaupverðið 7. 2 milljarðar. Ísfélag Vestmannaeyja hefur fest kaup á skipi sem ætlað er til veiða á síld, kolmuna, makríl og loðnu. Skipið er mjög öflugt og eru kælitankar þess 2970 rúmmetrar. Eins og kunnugt er á Ísfélagið landvinnslu í Eyjum og á Þórshöfn.

Noregur; hægri stjórnin með gjafapakka til ríka fólksins.

Hægri stjórnin hér og í Noregi virðast eiga ýmislegt sameiginlegt. Þær eru örlátar gagnvart þeim sem mikið eiga. I Noregi vill hægri stjórnin berjast gegn svartri vinnu iðnaðarmanna í byggingarbarnsanum. Nú á hluti útgjalda heimila sem fer í endurnýjun og viðhald á húsnæði  að vera frádráttarbær frá skatti. Í Svíþjóð voru þessar reglur settar á 2009 og reynslan er sú að þeir fá mestan skattaafslátt sem búa í tekjuhæstu hverfunum.Það eru úthverfi Stokkhólms sem mest hafa hagnast á þessu skipulagi. Í Danderyd er skattaafslátturinn þrefalt meiri en landsmeðaltal. Það er ljóst að leigjendur bera ekki mikið úr býtum í þessu skipulagi ekki frekar en í hugmyndum Framsóknar um skuldaleiðréttingu "heimilanna". Það er líka ljóst að ríkisvaldið verður af skatttekjum. Ekkert af þessu virðist valda hægri mönnum áhyggjum. Rökin: hinir efnameiri eiga stærra og betra húsnæði og eyða meiru í viðhald. Allt er eins og best verður á kostið !!

Hvernig á að markaðsetja ADHD?

Í USA virðist vera um adhd faraldur að ræða. 15% nemenda í framhaldsskóla (high school) eru greindir með adhd.3500000 taka lyf. Fyrir 20 árum var talan 600000. Adhd er önnur algengasta greining hjá börnum og unglingum. Stórblöð í USA hafa spurt hvort þetta sé rétt greining á sjúkdómi eða ofneysla á lyfjum sem hafa skilað risafyrirtækjum í lyfjaiðnaði milljörðum dollara í hagnað. Adderall og Concreta voru seld fyrir níu milljarða dollara á síðasta ári. Það er söluaukning um 500% á 10 árum. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Að baki liggur mikil vinna í markaðssetningu. Lyfjafyrirtækin hafa veitt mikla fjármuni til lækna sem stunda rannsóknir. Margvísleg gagnrýni hefur komið fram á greiningaraðferðir og áreiðanleika þeirra. Það er er auðvelt fyrir unglinga að leika einkennin. Með lyfjum er hægt að vaka heilu næturnar. Í skólakerfinu ríkir hörð samkeppni og stundum reyna nemendur að lesa dag og nótt. Lyfjafyrirtæki hafa hag af því að öll hegðunarvandamál séu skilgreynd sem efnaskipti eða boðskipti í taugakerfi og heila. Lyfjafyrirtækjunum hefur tekist að innlima hluta læknastéttarinnar.(Democracy  Now. Grein Alan Schwarz í New York Times : The selling of Attention Deficit Disorder.)

Lars von Trier; nýja myndin er Nymphomaniac.

Haustið 2011 lýsti Lars von Trier því yfir að nú væri hann hættur að fara auglýsingaherferðir til að kynna myndir sínar. Í Cannes það sama ár hafði hann gefið í skyn að hann hefði samúð með skoðunum og framgöngu Adolfs Hitlers. Vegna þessara ummæla missti hann af verðlaunum og hafði nánast eyðilagt ferilnn. Lars var yfirheyrður af dönsku lögreglunni vegna þess að hann hefði gert lítið úr stríðsglæpum. Ákæra var felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. En nú mátti búast við því að Lars hefði hægt um sig vegna nýju myndarinnar en það er öðru nær. Í hálft ár hefur hann slegið um sig með nöfnum leikkvenna sem leika eiga í sögunni um kynlíf konu frá unglingsaldri fram á miðjan aldur. Einnig komu alls konar tilkynningar um það hvenær áttundi hluti myndarinnar yrði tilbúinn. Hann birti myndir sem sýndu mismikið af viðkvæmum hlutum líkamans. Hann birti veggspjöld með aðalleikurum nöktum að ofan og við það að fá fullnægingu en með ógreinilegum andlitum. Í desember er haldinn blaðamannafundur en það sem þar fer fram er trúnaður og birtist ekki fyrr en um áramótin. Nýja myndin kostar í framleiðslu 9.5 milljónir evra sem er svipað og Dancer in the Dark. Sú mynd gekk vel og veltan var 40 milljónir dollara. Á fyrri hluta næsta árs mun Lars markaðssetja mynd sína í Evrópu. Kvikmyndahátíðn í Berlín er í febrúar. Í september er kvikmyndahátíðin í Toronto. Síðan kemur Oskarinn.... 


Kostir og ókostir verðtryggingar; einfaldar skýringar.

Eitt af hlutverkum peninga er að mæla verð. Þeir eru mælieining líkt og t.d. kíló af vökva. Kíló breytist ekki enda skilgreint af eðlisfræðingum en peningar breytast. Þeir geta t.d. glatað verðgildi og þá verða allar verðtölur hærri en ella. Þess vegna er gerður greinarmunr á nafnverði og raunverði. Þannig má reikna út breytingar á nafnverði íbúðarhúsnæðis og breytingar á raunverði. Raunverð á íbúðarhusnæði er t.d. 25% lægra nú en var 2008 ef miðað er við höfuðorgarsvæðið. Vísitala neysluverð til tilraun til að mæla hversu mikið verðgildi peninga hefur rýrnar. Verð einnar vöru, t.d vinnuafls (laun)verður að skoða í tengslum við verð annarra vara. Í þessu tilviku mætti finna út kaupmátt launa.  Kostnaður af verðbólgu er margvíslegur. Sparnaður minnkar og hún færir til fjármagn milli þjóðfélagshópa, t.d til þeirra sem skulda og frá þeim sem spara. Hún dregur úr skilvirkni markaðarins og gerir áætlunargerð erfiðari. Verðtrygging hefur þann kost að hún eyðir framtíðaróvissu verðbólgu bæði hjá lántakendum og lánveitendum. Samband milli launa og almenns getur verið með ýmsum hætti. Ef ákveðið tímabil einkennist af hækkun raunlauna greiða heimilin hlutfallslega minna í afborganir af lánum. Ef raunlaun lækka eykst greiðslubyrðin og hærra hlutfall er greitt í afborganir af lánum. Verðtrygging á Íslandi á sér alllanga sögu. Hún var fyrst sett í lög 1815 en þá var mikil verðbólga í Danmörku vegna Napeóleon stríðanna. Almenn varð verðtrygging á Íslandi með Ólafslögum 1979. Stærstu fjárfestingar venjulegra fjölskyldna á Íslandi eru í húsnæði. Samanburður á verðtryggðum lánum og óverðtryggðum lánum sýnir að greiðslubyrði verðtryggðu lánanna er léttari til að byrja með. Jafngreiðsluformið er eitt dæmi um slíkt. Nú er að mörgu að hyggja. Peningaglýja er þegar menn gera ekki greinarmun á breytingum nafnverðs og raunverðs. Það liggur nokkur vafi á lögmæti verðtryggingar og hefur Hæstiréttur Íslands óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dónstólsins. ---Hver er nú vandinn? Krónan fellur verulega gagnvart erlendum gjaldmiðlum,raunlaun lækka mjög hratt í landinu, atvinnuleysi verður vandamál, bankakerfið hrynur, mikil verðbólga, samdráttur landsframleiðslu, hætta á greiðslufalli ríkissjóðs, útflutningsgreinar mala gull vegna lágs raungengis,halli á viðskiptajöfnuði mörg ár í röð fyrir hrun, raunverð íbúðarhúsnæðis hrynur,,, og ýmislegt fleira. Og hver er þá krafan? Að banna verðtryggingualfarið eða á neyslulánum einstaklinga? Á að hafa val; verðtryggð og óverðtryggð lán?

Forsætisráðherra og Birgir Ármannsson (umbi ógreiddra atkvæða) deila.....

Forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi að ESB hefði slitið aðildarviðræðum. Þetta hafi verið gert með því að hætta greiðslum IPA styrkja. Þrátt fyrir slit vill þessi sami maður freista þess að fá greiðslurnar þar sem stöðvunin feli í sér samningsbrot. Hér með er lýst eftir manni sem sér eitthvert vit í þessu. Birgir heldur því hinsvegar fram að aðilarviðræðum hafi ekki verið slitið. Hann bendir réttilega á að Alþingi geti með formlegum hætti slitið viðræður með því að draga aðildarumsókn til baka. Fyrrum ritstjóri hins ágæta héraðsfréttablaðs Fylkis í Skagafirði hefur einnig tjáð sig um málið með fjölbreytilegum hætti við mörg tækifæri.

Al Thani dómurinn er mikilvægur fyrir þjóðina.

Dómurinn hefur kallað fram viðbrögð, sum skiljnleg en okkur ekki. Efnahagslöggjöf á Íslandi er í meginatriðum evrópsk löggjöf. Fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins hefur haldið því fram að íslensk löggjöf sé sérstök en það er hún ekki. Hann var undarlega fljótur til að lýsa því fyrir að dómurinn væri rangur enda hefur líklega enginn jafn mikla þekkingu á efnahagslöggjöf landsins og þesi ágæti maður, að eiginn mati að sjálfsögðu. Þessu lögmanni virðist ekki vera ljós að eingöngu á Íslandi varð kerfishrun. Allir viðskiptabankar, yfirleitt allar fjármálastofnanir og tæknilega séð einnig Seðlabankinn hrundu. Í þessu og engu öðru felst sérstaða Íslands. Stofnun Sérstaks saksóknara eru eðlileg og sjálfsögð viðbrögð við þessu skelfilega ástandi. Að sjálfsögðu á dómur að vera í samræmi við lög og túlkin þeirra og einnig fordæmisgeffandi dóma Hæstaréttar. Sekt sakborninga verður að vera hafin yfir alla efa í lögfræðilegum skilningi. Frekar á að sleppa sekum manni en dæma saklausan ef það það er valið. Vonandi skilur fyrrnefndur formaður þetta. Al Thani dómurinn er hluti af miklu stærra máli sem er markaðsmisnotkun Kaupþings með hlutabréf í bankanum sjálfum. Það á eftir að koma í ljós hvrot dómurinn í Al Thani málinu verður staðfestur í Hæstarétti Íslands. Ef svo verður hefur dómurinn fordæmisgildi fyrir mörg önnur hliðstæð mál. Það er ekki hægt að lýsa því með nógu sterkum orðum hversu mikilvæg þessi mál eru fyrir framtíðarþróun Íslensks samfélags.  Það er afar fróðlegt að fylgjast með því hverjir heyra kallið og telja sig skylduga til að verja hina dæmdu eða grafa undan trúverðugleika embættis Sérstaks saksóknara. Annar þekktur lögmaður skrifar þann 16. 12. um embætti SS. Þetta er merkileg hugrenningartengsl. SS er/var Sláturfélag Suðurlands en líka Schutzstaffel der NSDAP og stofnað 4.5 1925 af Adolf Hitler. SS-sveitirnar höfðu í byrjun það hlutverk að sjá til þess að allt væri í röð og reglu á fjöldafundum Nasistaflokksins.

Voru þrælar grafargjafir á víkingatímanum?

Á eyjunni Flakstad við strönd Noregs hafa farið fram fornleifarannsóknir. Í nokkrum grafanna sem rannsakaðar hafa verið hafa fundist beinagrindur þræla sem hafa verið hálshöggnir og settir í gröfina sem gjafir. Elise Naumann við Háskólann í Ósló hefur stýrt rannsóknum. Nýlega birtist ritgerð eftir hóp vísindamanna í tímaritinu Journal of Archeological Science. Rannsóknir á beinum benda til þess að þrælarnir hafi verið hálshöggnir fyrir greftrun höfðinga síns og eigenda og síðan fylgt honum í gröfina. Þetta segir mikla sögu um mismunandi réttarstöðu fólks á víkingatímanum(800-1050). Grafirnar fundust snemma á níunda áratugnum og á svæðinu hafa fundist margvíslegir munir,s.s. hnífar. Í ljós hefur m.a. komið að matarræði höfðingja hefur verið allt annað en þræla. Hinir valdamiklu og auðugu átu meira kjöt og dýraarurðir en þrælar.

Frans páfi er ekki marxisti en ......

Í löngu viðtali við ítalska blaðið La Stampa ræðir páfinn um jólahald kristinna manna, hungur í heiminum, þjáningar barna og umbætur innan krikjunnar. Jólin er þegar Guð og mennirnir mætast. Það ríkir sameining, samvera og friður. Jólin boða von og blíðleika. Mennirnir óttast að sýna hver öðrum blíðleika en það eiga þeir ekki að gera. Í Jesúbarninu verður almáttugur Guð að varnarlausu barni. Það er leyndardómur. Saklaus börn geta veikst og dáið. Hvers vegna? Páfinn vitnar í rithöfundinn Dostoevskij sem spurði af hverju þjást börn. Páfinn segist spyrja Guð..Mörg börn í heiminum þjást af hungri. Mennirnir sýna skilningsleysi og afskiptaleysi. Blaðamaðurinn spyr um Hirðisbréfið og gagnrýni öfgahægri (ultraconservative)manna í USA. Páfinn segir að marxísk hugmyndafræði sé röng en segir hann á lífsleiðinni hef ég kynnst mörgum marxistum sem voru góðir menn. Ég er ekki móðgaður segir Páfi. Hirðisbréfið er í fullkomnu samræmi við þjóðfélagskenningu kirkjunnar. þar er allt að finna. Það var minnst á brauðmylsnukenninguna. Hún felur í sér segir Páfi að þegar glasið er fullt muni flæða úr því og hinir fátæku njóta þess. En nákvæmlega þetta gerist ekki. Glasið stækkar og hinir fátæku fá ekki neitt, segir Frans páfi. Þetta felst í þjóðfélagskenningu krikjunnar. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband