Færsluflokkur: Bloggar
15.12.2013 | 14:30
Stórútgerðin malar gull og greiðir of lítil veiðigjöld.
15.12.2013 | 11:25
Eftir Al Thani dóminn: tveir lögmenn misstu vitið skamma stund....
15.12.2013 | 10:26
Ursula von der Leyen verður varnarmálaráðherra Þýskalands.
15.12.2013 | 09:05
Eftir útrásina kemur hótelrekstur í Stykkishólmi.
14.12.2013 | 23:07
Chang'e-3 og Yutu eru nú á tunglinu.
14.12.2013 | 07:58
Er Jólasveinninn-Santa Claus-til og á að segja börnum satt?
13.12.2013 | 20:25
Var Jesús hvítur maður eða svartur?
Í dagblaðinu New Nation var því haldið fram að Jesús hafi verið svartur á hörund. Fox fréttastofan taldi hins vegar að hann hafi verið hvítur. Endanlegt svar er líklega ekki hægt að fá. Þetta er þá háð skoðunum og trú hvers og eins. Skoðanir eru margar og ólíkar og spanna ýmis afbrigði lita. Ef við lítum á list Vesturlanda þá virðist ljóst hvernig Jesús leit út. Hann var hvítur, myndarlegur, með sítt hár og glampa í augum. Það er nánast útilokað séð með augum fræðimanna að Jesús hafi verið hvítur. Mjög líklega var hann með stutt hár. Þeir sem telja að Jesús hafi verið svartur segja að hann hafi tilheyrt kynþætti sem kom upprunalega frá Nigeríu. Færa má rök fyrir því að Jesús hafi átt ættir að rekja til Afríku samkvæmt hefðbundinni sögutúlkun. Kristnir menn í Eþíópíu lýsa Jesús alltaf sem Afríkumanni. Mark Goodarc guðfræðingur við háskólann Birmingham segir að ekki sé hægt að fullyrða neitt um hvernig Jesús hafi litið út. Páll postuli segir að það sé skammarlegt ef karlmenn hafi sítt hár. Á hans tímum hefur sítt hár greinilega ekki verið í tísku. Fyrstu myndir af Jesús eru frá þriðju öld og á þeim er hann dökkur á hörund(olive colored). Jesus lifði við Miðjarðarhafið og hann var Gyðingur. Trúarlegar myndir kristinnar kirkju hafa ekkert með mannfræði eða sagnfræði að gera. Jesús er málaður eða teiknaður eins og fólk vill sjá sjálft sig. Það er óska ímyndin. En hvaða máli skiptir þetta er hægt að spyrja. Það ætti amk ekki að skipta máli.
13.12.2013 | 17:44
Heilagur Nikulás frá Myra og Santa Claus.
Nikulás frá Myra var biskup í Bysans eða Tyrklandi nútímans. Hann dó 6.12. Hann sat líklega kirkjuþingið í Nikeu 325 og dó annað hvort 343 eða 352. Hann var tekinn í dýrlingatölu bæði hjá rómversk kaþólsku kirkjunni og rétttrúnaðarkrikjunni. Hann er verndardýrlingur barna, kaupmanna og sjómanna. Í kaþóskri trú er hann verndardýrlingur barna fyrst og fremst. En fleiri heiðra hann sem verndardýrling sinn: lyfjafræðingar, bakarar, akumenn, sæfarar,dúkagerðarmenn og smásalar svo nokkur dæmi séu nefnd. hann er einnig verndardýrlingur landa, s.s. Rússlands og Grikklands og fjölmargra borga. Þá er hann ákallaður svo stolnir munir komist aftur í hendur eigenda sinna. Um Nikulás er til mikill fjöldi helgisagna. Nikulásmessa var 6 desember í kaþólskri tíð. Biskupskápa Nikulásar var rauð og er ávallt sýnd rauð á myndum. Nikulás var einn af vinsælustu dýrlingum hér á landi. Við siðaskipti voru 60 guðshús helguð honum. Dýrkun á heilögum Nikulási var og er langmest í Rússlandi. Mikill fjöldi Rússa fór, fyrir byltingu, til Bari á Suður Ítalíu þar sem jarðneskar leifar dýrlingsins eru varðveittar.
Árið 1809 kom út grínsagan "A History of New York" í New York en þar er hnýtt í hollenskan uppruna borgarinnar. Í sögunni kemur heilagur Nikulás svífandi á vagni yfir borginni. Kvæði var ort um heimsókn heilags Nikulásar 1823. Kvæðið varð mjög vinsælt og þar er heilgur Nikulás á fljúgandi sleða sem dreginn er af hreindýrum. Santa Claus eins og við þekkjum hann verður til á árunum 1900 til 1920. Á fjórða áratugnum fór Coca Cola fyrirtækið í mikla auglýsingaherferð þar sem Jólasveinninn var í aðalhlutverki. ---Og enn segir ekkert af íslenskum jólasveinum.
13.12.2013 | 14:55
AGS, gagnrýni á sjóðinn og forsætisráðherra.
13.12.2013 | 11:12
Óundirbúinn fyrirspurnartími 13.12. Í símskeytastíl....
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar