Hundrað ár frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar.

Þetta mannskæða stríð hófst í ágúst 1914 og lauk í nóvember 1918 með uppgjöf Þjóðverja. Í stríðinu féllu 10 milljónir manna, 20 milljónir særðust og mikill fjöldi missti heimili sín. Á þessu ári verður tímamótanna minnst með margvíslegum hætti. An efa verða fjölmargar bækur gefnar út um stríðið, haldnar ráðstefnur og fleira í þeim dúr. Annar af stóru háskólum Berlinar Freie Universitat hefur nú sett á netið alfræðirit sem fjalla á um allar hliðar þessa skelfilega stríðs. Aðallega var barist í Evrópu en stríðið hafði áhrif út um allan heim. Það hafði líka djúptæk áhrif á þá menn sem börðust í stríðinu. Sumir sagnfræðingar líta á fyrri og seinni heimsstyrjöldina sem borgarastríð í Evrópu. Alþjóðlega alfræðiritið er alþjóðlegt rannsóknarverkefni. Slóðin er : www.1914-1918-online.net.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband