Grænland; Hans Enoksen stofnar nýjan flokk , Partii Naleraq.

Hans Enoksens hefur nú hafið undirskriftasöfnun og það er nauðsynlegt að hafa 964 nöfn til að stofna flokk. Að sögn Hans ætlar flokkurinn að leggja áherslu fiskveiðar og byggðasjónrmið sem hafa verið vanrækt að hans mati. Hann vonast til að hægt verði að safna nægilegum fjölda undirskrifta á næstu mánuðum og haægt verði að halda landsfund og stofna flokkinn á vormánuðum. Hann segist hafa orðið var við víðtækan stuðning og margir hafi haft samband. Deilumál í grænlenskum stjórnmálum eru af margvíslegum toga og ekki auðvelt að setja sig inní þau með skjótum hætti. Það er ljóst að námuvinnslan, sérstaklega vinnsla uran, er erfitt deilumál. Annað er fiskveiðistjórnun og útdeiling kvóta. Þar eru menn sakaðir um að hygla vinum sínum. Sakbandið við Dani skiptir máli. Hvað sem því líður er ljóst að grænlenskt samfélag er á sögulegum tímamótum og afar mikilvægt að sterk politísk forysta verði til í landinu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband