ESB; deilur um réttindi atvinnulausra innflytjenda......

24 ára gömul kona frá Rúmeníu og barnungur sonur hennar hafa dvalist í Þýskalandi síðan 2010. Fyrst bjó rúmenska konan hjá systur sinni í Leipzig. Þar fékk hún barnabætur og framfærslustuðning frá borginni. Konan hafði aðeins verið 3 ár í skóla og fékk enga vinnu. Hún sótti þá um stuðning sem í reglugerð heitir Harz iv(samsvarar nokkurn veginn atvinnuleysisbótum hjá okkur) en  því en því hafnaði vinnumiðlunin. Rúmenska konan kærði þá ákvörðun og Félagsdómstóll í Leipzig vísaði málinu til Evrópska dómstólsins í Lúxemburg. Lögmenn framkvæmdastjórnarinnar (Kommission) sögðu fyrir réttinum að konan ætti rétt á fullum bótum skv Harz iv. Litið var á þetta sem yfirlýsingu frá Framkvæmdastjórninni. Eðlilega vakti þetta mikil og hörð viðbrögð. Harðar deilur hafa orðið um málið í Þýskalandi og víðar. Forseti Evrópuþingsins hefur tjáð sig um málið. Það er ljóst að þetta er mjög eldfimt mál og haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Í Berlín eru 17% á vinnumarkaði á atvinnuleysisbótum. Í Bæjaralandi er talan 3.3%. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband