Konurnar í lífi forseta Frakklands.

Frönsk blöð gera eér mikinn mat úr framhjáhaldi Hollande forseta. Hann virðist eiga í ástarsambandi við leikkonuna Julie Gayet. Í nokkur ár hefur hann búið með blaðakonunni Valiere Trierwieler. Umfjöllun fjölmiðla og umtal hefur fengið svo mikið á hana að hún hefur lagst inná sjúkrahús í einn eða tvo daga til hvíldar. Miðað við það sem áður var eru franskir fjölmiðlar afar aðgangsharðir núna. Frásagnir af forsetanum og konum hans eru helstu fréttir í sjónvarpi, útvarpi og blöðum. Tímaritið Closer birti myndir sem sýna áttu Hollande forseta með hjálm á vélhjóli fyrir utan heimili leikkununnar ungu. Hann var með croissants undir hendinni( hvað annað?). Mörgum fannst þetta fyrir neðan allar hellur; ég gæti ælt sagði Daniel Cohn-Bendit. Aðrir veltu fyrir sér öryggismálum forsetans; er nægjanlegt að hafa einn öryggisvörð og vera sjálfur á vélhjóli?. Aðrir forsetar voru ekki englar í þessum málum. Francois Mitterand átti í ástarsamböndum og auk þess lifði hann tvöföldu fjölskyldulífi. Hann átti konu og dóttur við hlið opinberrar fjölskyldu. Forsetinn kom því svo fyrir að þau lifðu á kostnað hins opinbera ens og blaðamannastétt Frakklands var velkunnugt um. Áður en Hollande varð forseti var hann giftur Segolene Royal í 30 ár og eiga þau fjögur börn. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband