Paul Krugman ; kreppan í Evrópu mun vara lengi......

Í síðustu viku var Krugman á ráðstefnu í Ósló. Þjóðir Evrópu mega búast við því að atvinnuleysi, fjöldafátækt og veik velferðarkerfi verði viðvarandi um langa hríð. Það eru einstök batamerki og núna er ástandið mun betra en þegar það var verst segir Krugman. Það mun verða vöxtur en ekki mikill vöxtur. Hann mun ekki nægja til að lina þjáningar. Krugman hefur á undarförnum árum gagnrýnt niðurskurðarstefnu harðlega bæði í USA og Evrópu. Krugman leggur áherslu á að mikið atvinnuleysi hafi mjög neikvæð áhrif á eftirspurn. Krugman hefur hvatt til opinberra fjárfestinga í stað niðurskurðar og hann telur að laun séu of lág í sterku hagkerfum Evrópu og megi ekki lækka í veikari hagkerfum. Krugman segist undrandi á því hversu miklar þjáningar menn leggi á sig og aðrar þjóðir með harkalegum niðurskurði. Eitt af því jákvæða er lágvaxtastefna Evrópska Seðlabankans. Niðurskurðurinn á Grikklandi og Spáni var tilgangslaus og skaðlegur. (klassekampen). 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband