Heisbourg var háttsettur embættismaður í franska utanríkisráðuneytinu. og vinnur nú hjá alþjóðlegum rannsóknarstofnunum. Hann er stjórnmálaffræðingur. Hann segir að evran hafi verið hugrökk tilraun en hún hafi mistekist. Það að leysa upp evrusvæðið er sársaukafullt en það er þó illskárri kostur en fjöldaatvinnuleysi sem fylgir evrunni. Það er lélegasta lausnin að frátöldum öllum öðrum lélegum lausnum. Þær aðgerðir sem hafa reynst nauðsynlegar til að styrkja evruna hafa klofið ESB niður, efnahagslega, félagslega og pólitískt. Fjöldi þeirra kjósenda sem eer óánægður af einhverjum ástæðum fer vaxandi. Niðurskurður, atvinnuleysi, ótti við atvinnuleysi, ótti við fjárhagslegar skuldbingingar ríkja.....Kosningar til Evrópuþingsins geta hæglega orðið að uppreisn kjósenda. Evrusvæðið hefur ekki enn náð stöðunni eins og hún var 2008. Í Evrópu er að verða til glötuð, týnd , kynslóð á vinnumarkaði. Nú vaxa líkur á útgöngu Bretlands úr ESB. Svíþjóð sýnir að vel sé hægt að vera í sambandinu en með eigin mynt. Heisbourg segist alla ævi hafa verið fylgjandi föderalisma eða sambandsríki Evrópu. Hann sjái hins vegar að það gangi ekki með evrunni. En á evrusvæðinu er ekkert slíkt sambandsríki og ekkert í augsýn.(die Welt).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar