Þróun vinnumarkaðar í USA.

Vinnumarkaður í USA hefur verið álitinn dynamiskur og kraftmikill. Vinnuaflið er mjög hreyfanlegt og það er mikilvægt svo ein mynt geti virkað á svo stóru svæði.  Vinnumarkaðuinn er sundurbútaður og marg lagskiptur. Nú hefur atvinnuleysið verið að lækka og komið niður í 6.7% en reyndar af rangri ástæðu. Atvinnuþátttakan er að minnka en ekki fjöldi þeirrra sem vinna.  Atvinnuþátttakan var 62.8% í desember 2012 en lægri hefur hún ekki verið síðan 1978. 7.7 milljónir manna eru í hlutastörfum.  Frá fjármálakreppunni 2008 hafa 9 milljón starfa glatast/verið lögð niður. Á sama tíma hafa orðið til 8 milljón ný störf. En þetta nægir ekki, vegna þess að fólki á vinnufærum aldri er að fjölga. Í janúar 2010 var 20.1% vinnandi manna í hlutastörfum. Það fjölgar stöðugt í þessum hópi. 1968 voru 13% í hlutastörfum. 58% nýrra starfa núna eru láglaunastörf. Störfin sem glötuðust voru aðallega með meðallaun. Algeng eru afgreiðslustörf í veitingahúsum og í stórverslunum.  Langtímaatvinnuleysi er mjög alvarlegt-eins og hefur verið í fréttum nýlega- og það hefur ekki verið hærra en í Kreppunni stóru á 3ja og 4ða áratug síðustu aldar. Á nýfrjálshyggjuskeiði síðustu 30 ára hefur margvíslegum iðnaði í USA hnignað mikið og tiltölulega vellaunuð og örugg störf hafa glatast. Samkvæmt opinberum tölum búa 15% íbúa í fátækt og meðaltekjur hafa lækka en tekjur dreifast ójafnar en áður. Ójöfn dreifing tekna hefur vaxið á tímabilinu 1970 til 2010. Deifingin hefur ekki orðið ójafnari vegna þess að mikiða f afburða vel menntuðu fólki sé í toppstöðum eða stjörnum í kvikmyndum, tónlist og íþróttum hafi fjölgað svo mikið. Nei, skýringin er sú að tekjur af fjármagni vaxa stöðugt. Eignamyndunin vex mun hraðar en tekjur á heildina litið. ( M Roberts blog)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband