Gjaldþrot, köfur en engar eignir? Framhaldslíf peninga í skattaskjólum?

Samkvæmt Morgunblaðinu var einkahlutafélagið Skildingur(sic)ehf úrskurðað  gjaldþrota í fyrra. Lýstar kröfur voru 2.6 milljarðar en engar eignir. Félagið mun hafa farið illa út úr bankahruninu 2008. Þá varð eigið fé neikvætt um 803 milljónir króna.Eftir sem áður var svigrúm til að greiða út umtalsverðan  arð fyrir árið 2007 samkvæmt því sem sama heimild greindi frá á þeim tíma.

Meira af gjaldþrotum. Fjárfestingarélagið Stapi varð gjaldþrota. Kröfur námu 30.2 milljörðum en engar eignir fundust í þrotabúina. Stapi varð til við endurskipulagningu Gnúps. Á blómaskeiði Gnúps átti það stóran hlut í Fl group og Kaupingi.

Gamanmál í lokin. Hlutafélag er tæki sem skilar eignendum hagnaði án þess að þeir beri nokkurn tíma persónulega ábyrgð. Hlutafélag hefur þann eiginleika að það getur stofnað annað hlutafélag þannig að takmörkuð ábyrgð verður enn takmarkaðri. Hægt er að stofna keðju hlutafélaga og síðasti hluti keðjunnar er hamingjusamlega fyrirkomið í skattaskjóli. Nú er hægt að dreifa eignum og skuldum í hlutafélagakeðjunni þannig að eignir séu á einum stað og skuldir á öðrum.

Góð frétt í lokin og að þessu sinni er heimildin Baggalútur. Í fréttinni segir að eign hafi fundist í þrotabúi og hafi það komið slitastjórn í opna skjöldu. Um var að ræða vasaeikni sem lítið hafði verið notaður. 


Kína verður stærsta hagkerfi heims 2028.

Breska rannsóknarstofnunin og hugveitan CEBR hefur sett fram nýja spá um þróun efnahagsmála í 30 löndum á næstu áratugum. Spáin felur í sér mat á framtíðarþróun og innbyrðis afstöðu landanna.  Því hefur alllengi verið spáð að Kína muni fara framúr USA. Áður hafði stofnunin spáð því að þetta myndi gerast 2022.  Nú er spáin sú að 2028 verði Indland þriðja stærsta hagkerfið í stað Japans. Braselía mun verða 5ta stærsta hagkerfið 2023 og fara bæði framúr Þýskalandi og Bretlandi. Samkvæmt spánni mun Bretland verða 3% minna en Þýskaland 2028 og verða stærri í kringum 2030. Fólksfjölgun er tiltölulega hröð í Bretlandi og landi ekki jafn tengt kreppu evrusvæðisins og Þýskaland. Bæði Þýskaland og Bretland eru hins vegar á niðurleið á topp 30 listanum. Lítill hagvöxtur og hækkandi meðalaldur kemur sér illa fyrir mörg lönd Evrópu þar á meðal Þýskaland. Í þessari spá er gert ráð fyrir að evrusamstarfið haldi. Ef ekki verður hagur Þýskalands talsvert betri og með þýskt mark mun Bretland aldrei ná Þýskaladi segir í spá hugveitunnar.  Í ár gerðist það að Rússland tók við áttunda sæti af Ítalíu en þar er djúp kreppa. 2028 mun Mexíkó verða komið í níunda sæti. Spáin varðandi Noreg er athyglisverð. Árið 2012 var landið í 23ða sæti. Hugveitan spáir lækkandi verði á olíu og minnkandi framleiðslu. Árið 2028 verður Noregur samkvæmt því í 34. sæti.

Jón Gnarr í der Spiegel ; Herra Fyndinn er borgarstjóri í Reykjavík.

Getur skemmtikraftur stjórnað borg? Í kosningabaráttnni lofaði Jón að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn og ókeypis handklæði í allar sundlaugar og hann vildi lAlþingi án fíkniefna. Eftir 3 ár lítur Jón Gnarr til baka og metur stöðunga segir þýska tímaritið. Sumarið 2010 var fyrrverandi pönktónlistarmaður og leigubílstjóri kosinn borgarstjóri. 35% studdu hann.  Jón segist hlæjandi hafa lofað að svíkja öll sín kosningaloforð. Það er gagnrýni á fulltrúalýðræðið. Loforð í kosningabaráttu en að lokum finnst kjósendum þeir hafi verið sviknir; þannig er kerfið. Besti flokkurinn var mótmæli og kjósendur refsuðu gömlu flokkunum með því að kjósa okkur. En eftir kosningarnar var Besti flokkurinn vel til þess hæfur að stjórna borginni og í dag höfum við mikinn stuðning hjá kjósendum. Blaðakonan bendir á að Jón Gnarr noti Twitter og Facebook mjög mikið. Bætur það samskiptin við kjósendur?Það skiptir öllu hvað sagt er og hvernig. Fólk vill fáar setningar, kjarna málsins í örstuttu máli. Jón Gnarr á 80000 vini á Facebook. Tæknilega er hægt að ná til allrar þjóðarinnar með þeim miðli. Það er bara gamalt fólk sem les langar greinar í dagblöðum. Fjölmiðlum á Íslandi er stjórnað af valdaklíkum sem ákveða fréttirnar og umræðuna. Besti flokkurinn verður til vegna fjármálakreppunnar; gjaldþrota viðskiptabankar og skuldir sem námu 5 milljörðum evra. Blaðakonan spyr hvort Besti flokkurinn hafi bjargað höfuðborginni.Tilkoma Besta flokksins er grundvallaratriði fyrir endurreisn borgarinnar eftir hrunið segir Jón. Flokkurinn kom með lýðræðislegt inngrip í pólitískt kerfi sem virkaði ekki. En nú er þessu verkefni lokið. Í stjórnmálum verður maður að vinna með fólki sem þú myndir aldrei velja sem félaga eða vini. Nú er þessu lokið segir Jón Gnarr. En þú minnkaðir fjárframlög til tónlistarskólanna og ákvarðanir borgaryfirvalda leiddu til uppsagna 60 starfsmanna Orkuveitunnar segir blaðakonan. Þetta voru erfiðar pólitískar ákvarðanir en óhjákvæmilegar. Ég hitti bálreiða foreldra; það var erfitt. Ég vildi gera menningarbyltingu á Íslandi. Breyta pólitískri menningu; við eigum að vera meðvituð um menningu okkar og bókmenntir. Við eigum að varðveita náttúruna. Ísland á að vera land friðar án vopna. Hér eiga ofsóttir flóttamenn að geta komið og fundið frið. Blaðakonan spyr: hvenær vaknaðir þú uppúr dagdraumunum? Jón Gnarr hlær; ég áttaði mig því að mörgum er það mikilvægt að finna olíu, byggja álver og koma hjólum atvinnulífsins af stað. 2011 komu þýskir Píratar í heimsókn. Hvað gastu ráðlagt þeim? Stjórnmál eru miskunnarlaus leikur , segir Jón. Fólk lætur sem þú sért ekki til, það virðir þig ekki, það kemur fram við þig á ruddalegan hátt og stundum er ofbeldi beitt. Menn misskilja þig viljandi og orð eru slitin úr samhengi. Þetta er þreytandi og kostar mikla orku. En öllu þessu er hægt að mæta með gleði og jákvæðu hugarfari. (Blaðamaður Spiegel heitir Vera Kämper)

Kína og arfleifð Maós.

Sidney Rittenberg er bandarískur málvísindamaður sem kynntist Maó formanni náið. Hann dvaldi í Kína frá 1944 til 1979. Hann kynntist kínverskum valdamönnum og var áberandi í opinberu lífi. Hann var tvisvar dæmdur til fangelsisvistar. Hann telur að USA hafi getað komist hjá því að heyja stríð í Kóreu og Vietnam ef diplómatiskt samband við Kína hefði verið nánara og betra. Rittenberg hitti Maó fyrst 1946 og þá kom í ljós að USA var eina ríkið sem Maó hreifst virkilega af. Hann hafði mikinn áhuga á að ræða við vinstrisinnaða bandaríkjamenn. Hann hafði mikinn áhuga á hugmyndum Jeffersons og taldi að lýðræði í hans anda gæti verið gott fyrir Kína. Seinna beindist áhugi Maós meir að hugmyndum Lenins. Rittenberg segir Maó hafa haft náðargáfu. Hann var pólitískur snillingur. Hann hafði mikla hæfileika til að greina og skilja flóknar þjóðfélagsaðstæður. Hann gat sett flókna pólitíska hugsun fram á myndræna, litríkan og alþýðlegan hátt. En hann var ekki mikill ræðumaður. Hann var alls enginn Fidel Castro. Maó var mikill samræðusnillingur. Það var enginn ótti eða þvingun þegar hann ræddi flókin mál. Maó hafði að mati Rittenberg afburðahæfileika sem hermaður og skæruliði. 1949 lýsir Maó yfir stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins. Á næstu árum eru gerðar mikilvægar umbætur. Vinnudagur er styttur, menntamenn fá vinnu, vændi er útrýmt, opíum er útrýmt, konur fá jafnan rétt og karlar,,,,, samyrkjubúskapur hefst og  gengur vel í nokkur ár. 1955 fer að ganga illa.  Samyrkjubúin eru sameinuð í stærri heildir og landið verður ekki lengur eign bændanna. Þetta hafði þær afleiðingar að framleiðsla á mann staðnaði og minnkaði síðan. Deng Xiaoping vatt síðan ofan af þessu kerfi. Völd hafa undarleg áhrif. Fyrir valdatöku kommúnista varaði Maó stöðugt við spillandi áhrifum valdsins. 1968 virðist Maó vera kominn á þá skoðun að Kína þarfnist nútímalegs keisara sem muni leiða hina afar fjölmennu bændaþjóð. Rauða kverið varð að trúarriti fyrir milljónir Kínverja. Maó er á öllum peningaseðlum í Kína í dag. Risastór mynd er á torgi Hins himneska friðar. Bandaríkjamenn heiðra minningu Georg Washington. Maó stofnaði Alþýðulýðveldið Kína. Hann sameinaði þjóðina. Kínverjar heiðra minningu hans. (The Atlantic).

Evrusvæðið 2014; hverjar eru hætturnar?

Wolfgang Münchau er pistlahöfundur í þýska tímaritinu Der Spiegel. Hann veltir fyrir sér þróuninni á næsta ári. Hann segir að kreppa evrunnar núna minni ákaflega mikið á ástandið í Evrópu síðustu mánuði fyrir fyrri heimsstyrjöld. Á síðasta fundi helstu ráðamanna helstu ESB fékk kanskari Þýskalands útrás fyrir reiði sína. Evran mun springa í loft upp ef hin löndin koma ekki skikki á efnahagsmál sín ; þetta á Merkel kanslari að hafa sagt. Hvað efnahagspólitík varðar lifum við á hættutímum ritar Wolfgang. Ef ekkert er gert mun verða slys með óheyrilegum og óútreiknanlegum kostnaði. Með mikilli einföldun má segja að það séu til tvær aðferðir við að greina núverandi kreppu. Íhaldsama aðferðin segir að það verði að tengja saman peninga-og fjármálastefnu. Um það verði að gilda strangar reglur. Gera verði raunmarkaði sveigjanlegri þannig að þar verði hægt að jafna út sveiflur og áföll. Þessa leið vill Merkel fara.  Evrugreiningin segir að evrusvæðinu verði að breyta í pólitíska einingu eða heild. Þessi eining verði að hafa efnahagspólitískt fullveldi að einhverju marki, t.d. rétt til að hækka skatta og rétt il að taka lán. Báðar leiðir gefa tilefni til svartsýni. Frakkar, Spánverkar og Ítalir munu ekki breytast í Þjóðverja. Ekki hefur tekist að búa til einingu allra evrubanka (Bankunion). Bankar aðildarríkjanna eru sjálfstæðir. Meðan vandamálin eru ekki leyst dýpkar kreppan; verðhjöðnun er staðreynd í Grikklandi. Bankar halda að sér höndum og fyrirtæki taka ekki lán.  Slík pólitísk stefna eða stefnuleysi býður skipbrot eða springur segir Wolfgang. Leið Merkle gagnast sumum löndum mjög vel; Austurríki, Hollandi og öðrum löndum sem hentar vel evra sem er sniðin að þýskum hagsmunum. Ítalía og Spánn eru ekki í þessum hópi. Merkel vill að önnur lönd beygi sig undir forræði Þýskalands, ritar Wolfgang. En Þýskaland vill ekki og getur ekki sögu sinnar vegna tekið pólitíska forystuhlutverk. Skipið rekur stjórnlaust, ritar Wolfgang.....

Styrmir þvælist um í þoku á Evrópuvaktinni.

Styrmir má eiga það að hann er iðinn og samviskusamur þegar pólitísk skrif eru annars vegar. Hann skrifar og skrifar.Evrópuvaktin er pólitísk dagbók og minnisbók þar sem allt er skráð af nákvæmni bókhaldarans. Nú trúir Styrmir dagbók sinni fyrir því að stjórnarflokkarnir séu í sókn en stjórnarandstaðan á skipulagslegu(sic) undanlandi. Í draumheimi Styrmis gerist ýmislegt undarlegt. Á undanförnum vikum hefur þjóðin getað fylgst með því hvernig ríkisstjórnarflokkarnir hafa bakkað í hverju málinu á fætur öðru; barnabætur og desemberuppbót til að gefa vísbendinu. Heimsmetið í skuldaleiðréttingu varð að annars flokks glærusýningu án innihalds. Greinilegur minnihluti kjósenda styður nú ríkisstjórnina samkvæmt Gallup. Fylgið er hrunið af framsókna og meirihluti Þingsflokks Framsóknar þegir þunnu hljóði á Alþingi í bókstaflegri merkingu. Meirihlutinn er með afbrigðum verklítill. Málaskrá þingfunda er tæmd á miðjum dögum og nefndafundir falla niður. Ónefndir þingmenn sjást varla í þinginu. Styrmir minnist á Evrópumálin en það er eins og nefna snöru í hengds manns húsi þar sem stjórnarflokkarnir eru. Sigmundur Davíð er einn í heiminum eins og Palli. Hann telur að ESB hafi slitið viðræðum og þeim sé formlega lokið. Birgir Ármannsson hefur andstæða skoðun. Ég treysti mér ekki til að útskýra hver er skoðun fyrrverandi ritstjóra skagfirska fréttablaðsins Feykis. 

USA selur Hellfire-eldflaugar og dróna til Íraks.

Án þess að mikið bæri á hefur Obamastjórnin selt 75 hellfire-eldflaugar og lágtækni-dróma til Íraks. Í mars á að koma sending með drónum ætluðum til njósna. Eldflaugarnar eru afar nákvæmar og þeim er hægt að skjóta af sjó, úr lofti og af jörðu. Þetta á að efla stjórnina í Írak í baráttu við al Quaida samtökin. Samtökin hafa náð fótfestu í vesturhluta Íraks og í aðliggjandi hluta Sýrlands. Forsætisráðherra Íraks fór til Washington í síðasta mánuði og ræddi vopnaviðskipti.Um 8000 manns hafa látist í átökum í Írak það sem af er árinu. Íslamskt ríki eru hliðarsamtök al Quaida og þau drápu íranskan hershöfðingja með sjálfsmorðsárás á þessu ári. Þau hafa einnig drepið yfir 900 menn úr öryggissveitum hersins. Á jólum var gerð árás á hverfi kristinna manna í Bagdad og í þeirri árás létust 35 manns. Ákvörðun Obama var umdeild. Margir telja að stjórnunartíll Maliki ýti ekki beint undir frið í landinu. Gífurlegar olíuauðlindir eru í  Írak. Þær eru einkum í Kirkuk í norðaustur hluta landsins og í Rumeila í suðaustur hluta landsins. Íbúafjöldi eru tæpar 35 milljónir.

 


Dómkirkjan í Köln; fáklædd kona mótmælir við altarið.

Þetta var erfið stund fyrir Joachim Meisner kardinála í Köln. Mótmælin áttu sér stað á jólum og á afmælisdegi hans sjálfs. Mótmæli ungu konunnar beindust gegn honum sjálfum. Josefine Witt er tvítug og við upphaf morgunmessu stormaði hún upp að altarinu. Hún var ber að ofan og hafði skrifað : ég er guð, á líkama sinn. Witt tilheyrir hópi ungra kvenna sem hafa mótmælt í mörgum löndum, meðal annars í Rússlandi og Túnis. Við upphaf messunnar sat Witt á fremsta bekk og var klædd i leðurkápu og með hálsklút og slæðu. Rúmlega klukkan tíu fór hún úr öllu nema stuttu pilsi og hljóp uppá altarið. Witt er í samtökum sem heita Femen International og berjast gegn valdaeinokun kaþólsku kirkjunnar. Mótmælin stóðu stutta stund. Kirkjuverðir leiddu ungu konuna burt og Meisner blessaði altarið og síðan hélt messan áfram eins og ekkert hefði gerst. Meisner kardináli er áttræður og sérstaklega íhaldssamur jafnvel á mælikvarða kardinála. Hann hefur marglýst því yfir að engin þörf sé að breyta kaþólsku kirkjunni eða stefnu hennar t.d varðandi fóstureyðingu. Josefine Witt stundar háskólanám í heimspeki. Eftir mótmælin í Túnis var hún dæmd til fangelsisvistar ásamt tveimur ungum frönskum konum. Fyrir milligöngu sendiráða var konunum sleppt á skilorði. Konur í samtökunum Femen International hafa undanfarið mótmælt á Spáni og á Péturstorginu. (Spiegel).

Páfinn og nýfrjálshyggjan eða talsmenn ríka fólksins taka til varna.

Þýska stórblaðið Die Welt bendir á það að bankastarfsmenn séu líka manneskjur. Ekki eru allir ríkir hamingjusamir og heilsuhraustir og ekki eru allir fátækir góðir menn. Guð gerir ekki greinarmun á fólki. Það er ekki til hástétt, millistétt(sic) og lágstétt. Jesus sneri sér til þeirra sem voru hataðir og fyrirlitnir á hans dögum,tíma Rómarveldis. Hann talaði við fátæklinga, betlara, þræla og vændiskonur. Kristin kirkja hlýtur að gera það sama í samtímanum. Hún reynir vernda fátæklinga, innflytjendur, fanga og í mörgum löndum samkynhneigt fólk. Kirkjan skilur þá ekki eftir og yfirgefur en öll verðum við að ganga í gegnum hreinsunareldinn samkvæmt guðfræði kaþólskra. En hvað um bankamennina og hina ríku? Er þeim útskúfað? Í Hirðisbréfi sínu Evanigeli gaudium segir Frans páfi að félagslegt óréttlæti sé illskan kristölluð. Það er markaðskerfi segir páfinn sem þaggar niður í fátækum og en leyfir hinum ríku að lifa í lúxus í sálarró og án samviskubits eða samúðar með þeim sem minna hafa. Þetta kerfi er illskan komin til jarðarinnar. Þetta finnst þýska blaðinu Die Welt ekki gott. Hvernig er hægt að tengja hamingjuna eingöngu við efnahagslega afkömu. Blaðið tínir einnig til greinar í Nýja Testamentinu þar sem eign og hyggindi eru ekki fordæmd. Margir milljarðamæringar gefa miklar gjafir. Gaf ekki Bill Gates sem á kaþólska konu helming eigna sinna og styður þróunarstarf með miklum fjárframlögum?  Hvað með Bono og alla hans tónleika?En eru gráðugur bankamenn illskan í sjálfu sér? Geta þeir ekki verið villuráfandi sálir og hugsanlega fundið sannleikann og kærleikann? Hverju skyldi Frans páfi svara? Guð elskar alla menn og allir menn hafa verið börn í huga guð. En mennirnir hafa frelsi og bera ábyrgð á eigin lífi. ---Sögulega séð hefur ávallt verið nokkur spenna milli ráðandi afla í markaðskerfinu og kaþólsku kirkjunnar. Siðfræði mótmælenda fellur mun betur að markaðskerfinu. Kenningar Kalvíns , svo dæmi sé tekið falla algerlega að markaðskerfinu. Auður og veraldleg velgegni eru vísbendingu um að viðkomandi sé útvalinn til eilífs lífs í himnaríki. Hann hefur orðið náðarvalsins aðnjótandi.

Hagfræðingar sem mærðu bankana á Íslandi og allir hinir.

Spádómsgáfa er takmörkuð auðlind og ætti þess vegna að vera mjög verðmæt. Mikið framboð er á spásögnum og hagspám. Hagdeildir bankanna, Seðlabankinn, hagdeild ASI og Hagstofan eru dæmi um aðila hér á landi sem setja fram hagspár með misjöfnum árangi. Af því að spár ganga venjulega ekki eftir að það auðveldur leikur að nota misheppnaðar spár gegn mönnum seinna. Vegna jólahátíðar munum við halda okkur við útlönd með dæmi. Í september 2007 sagði David Cameron(en hann varð stuttu seinna forsætisráðherra) í ræðu við LSE. " Hagkerfi heimsins er nú stöðugra en verið hefur í margar kynslóðir. Fjármálamarkaðir eru háþróaðir og nota sér nútíma hugmyndir". það sama ár sagði Lord King(bankastjóri Englandsbanka):"Það eru engir möguleikar á almennum samdrætti. kannski breytingar á einum ársfjórðungi en það er allt og sumt." Í október 2008 sagði Elísabet drottning Englands í ræðu við sama skóla og Cameron :"Hvers vegna sá enginn kreppuna kom?" Í september 2008 sagði Donald Luskin (eitt helsta gúrú í bandarískum fjárfestingaheimi)." Þeir sem halda því fram að kreppa sé framundan spinnur upp sínar eigin skilgreiningar á kreppu."Í júni 2007 sagði Gordon Brown( þá forsætisráðherra):" Ný gullöld blasir við City of London". Árið 2003 hélt Robert Lucas( einn helsti fulltrúi nýklassískrar hagfræði) ræðu á þingi samtaka bandarískra hagfræðinga. Hann sagði:"Öll mikilvæg vandamál varðandi það að koma í veg fyrir kreppu hafa verið leyst."(Michael Roberts Blog)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband