Færsluflokkur: Bloggar
10.12.2013 | 12:53
Eineltismenning innan fyrirtækja.
Rannsókn á einelti var gerð á 3 opinberum vinnustöðum árið 2005. Samkvæmt henni höfðu rúm 10% starfsmanna orðið fyrir einelti. 27% höfðu orðið vitni að einelti á vinnustaðnum en 17% á sinni deild. Í flestum tilvikum var gerandinn yfirmaður eða annar stjórnandi þess sem fyrir eineltinu varð. Stjórnunarstíll hefur áhrif á alla þætti eineltismála. Orsakir eineltis er m.a.að leita í stjórnunaraðferðum, siðferði stjórnenda og starfsmanna. Einelti birtist með ýmsum hætti ; sem meinfýsi eða stöðug neikvæð gagnrýni, niðurlægjandi yfirgangur, áreitni og kerfisbundin og endurtekin beiting misréttis. Einelti felur oftast í sér misnotkun valds. Sá sem verður fyrir einelti á oft erfitt með að verja sig. Í reglugerð um aðgerðir gegn einelti frá 2004 er einelti lýst sem síendurtekinni ótilhlýðilegri háttsemi. Einelti getur haft afar alvarlegar afleiðingar. Í versta tilviki að fórnarlambið fyrirfari sér. Kulnun í starfi og áfallastreita geta tengst einelti. Áhrif eineltis á vinnustaðinn geta verið veruleg. Aukin starfsmannavelta og auknar veikindafjarvistir eru tvö dæmi. Ljóst má vera að einelti hefur margvísleg neikvæð áhrif á samfélagið í heild og eykur kostnað. Í stjórnunarfræðum og vinnusálfræði er talað um eineltismenningu innan fyrirtækja. Hún skapast af viðhorfum þeirra sem stjórna fyrirtækjunum. Fólk hugsar vinnustaðinn sem núll summu leik; ef ég vinn þá tapar þú. Menn liggja á upplýsingum , ekkert hópastarf og mikil samkeppni. Ásökunarhegðun; ef þú ferð ú fyrir viðteknar venjur kemur ásökun. Fórn fyrir starfið; öllu er ýtt til hliðar fyrir starfið.---Mjög margt er hægt að gera til að koma í veg fyrir einelti og taka á eineltisvandamálum og mjög margt er gert.--
10.12.2013 | 10:44
Hagur útgerða og fiskvinnslustöðva 2012.
Heildareignir sjávarútvegsfyrirtækja voru í árskok 2012, 535 milljarðar og heildarskuldir 429 milljarðar. Eigið fé er því 106 milljarðar. Eigiðfjárhlutfall er 19.9% en var neikvætt um 12% 2008. Ebidta í veiðum og vinnslu var 30% af tekjum árið 2012. Hreinn hagnaður botnfiskveiða var 15.2% af tekjum og botfiskvinnslu 16.1% af tekjum. Afkoma sjávarútvegsfyrirtækjanna í heild var mjög góð í fyrra. Hagnaður nam 52.7 milljörðum króna. Fiskveiðiárið 2012/2013 var veiðigjald 12.6 milljarðar. Það er hluti af rekstrarkostnaði. Aflaverðmæti vegna strandveiða voru 2.5 milljarðar. Tekjur útgerðarinnar í heild voru rúmir 164 milljarðar. Þaraf voru tekjur frystitogara tæpir 64 milljarðar. Gjöld voru alls 123 milljarðar. Fjöldi skipa var alls 1451. Þar af voru bátar undir 10 b.t. 1042. Frystitogarar voru 35. Eiginfjárhlutfall greinarinnar í heild var 19.9% og veltufjárhlutfall 1.07. --Hagur greinarinnar er sem sagt mjög góður.--
9.12.2013 | 15:45
Verðhjöðnun í Grikklandi.
Í hinu skuldumvafna Grikklandi lækkar verðlag jafnt of þétt. Á einu ári (nóv 12-nóv 13) hefur verð á vörum og þjónustu lækkað um 3%. Þróunin er mjög hættuleg en við fyrstu sýn er þetta hagstætt fyrir neytandann. Matvæli, leiga, lestarferðir; allt verður ódýrara. Vandamálið snertir hagkerfið í heild. Við slíkar aðstæður verður hagvöxtur mjög erfiður eða útilokaður. Þetta hefur aldrei gerst áður í Grikklandi og skuldakreppan hefur stutt við verðhjöðnunina. Grikkland er í djúpri efnahagslegri lægð og skuldir himinháar. Lán frá Evru-ríkjunum og AGS komu í veg fyrir greiðslufall gríska ríkisins. Skilyrði lánanna voru erfið. Mjög harkalegur niðurskurður ríkisútgjalda og mikil lækkun launa. Á þessu ári lækka raunlaun um 6.2%. Verð vara og þjónustu hlutu að lækka og stjórnvöld reiknuðu með því. Litið var á Grikkland sem mjög dýrt land fyrir kreppu. En verðhjöðnun er hættuleg. Nú reikna allir með lækkandi verði. Af hverju ekki að bíða með að kaupa þar til varan verður enn ódýrari? Af hverju ekki að bíða með fjárfestingar þar til aðföng og vinnuafl verða enn ódýrari? Atvinnuleysi er nú 27%. Samdráttur landsframleiðslu var 3%. Sá minnsti í þrjú ár. En samdráttur eigi að síður.
9.12.2013 | 14:36
Barnabætur á Norðurlöndum. Samanburður.
Við skoðun á greiðslum um mitt þetta ár kom í ljós að hjón og sambúðarfólk fær mestan stuðning með börnum sínum í Danmörku. Minnstur er stuðningurinn í Finnlandi. Munur milli landa er reyndar ekki mikill og er munur á mánuði 14301 króna milli þess lands sem greiðir mest og þess sem greiðir minnst. Munur er hins vegar mjög mikill þegar kemur að hæstu og lægstu bótum til einstæðra foreldra. Þá munar 35660 krónum á mánuði. Einstæðir foreldrar í Noregi fá mest en í Svíþjóð er minnstur stuðningur. Á Íslandi eru greiddar næst hæstu barnabætur til fjölskyldna á Norðurlöndum. Á það bæði við um einstæða foreldra og hjón/sambúðarfólk. Það ber að hafa í huga að á hér á landi er frítekjumark en ekki á öðrum Norðurlöndum. Í Svíþjóð eru barnabætur greiddar til 16 ára aldur og í Finnlandi til 17 ára aldurs. Í Danmörku, Noregi og hér á landi er greitt til 18 ára aldurs. Hér á landi hafa barnabætur hækkað um 20% frá árinu 2006 til 2013. Viðbót hefur hækkað um 114%. Mesta hækun milli ára var fyrir árið 2013 en þá voru bætur hækkaðar um 10% og viðbætur um 63.42%. (Allar tölur miðast við júni 2013.).
9.12.2013 | 09:59
Hver er árangur þróunaraðstoðarog í hvað fer þróunaraðstoð?
Árið 2000 samþykktu SÞ Þúsaldarmarkmiðin. Þau eiga að nást 2015 og fela í sér fjölbreytta markmiðsetningu um þróun á mörgum sviðum.Margar skoðanir og misjafnar eru á þróunaraðstoð meðal hagfræðinga. Einn hlesti talsmaður þeirra er J Sachs en hann hefur verið sérstakur ráðgjafi SÞ. Gagnrýnendur eru ýmsir. Nefna má Dambisa Moyjo frá Sambíu. Hann telur þróunaraðstoð hafa slæm áhrif og líkir Afríku við eiturlyfjafíkil. Nú hefur Ísland oft í sögu sinni notið þróunaraðstoðar. Nefna má Marshall aðstoðina en hún er oft nefnd sem velheppnuð þróunaraðstoð. Landakotsspílali var reistur 1902 fyrir söfnunarfé frá Evrópu og er það væntanlega einnig klassískt dæmi um þróunaraðstoð. Þessi spítali var aðalspítali landsins og kennsluspítali til 1930 að Landsspítalinn tók til starfa. Þróunaraðstoð er í eðli sínu flutningur á fjármagni frá fólki í einu landi til annars lands með það markmið að auka velsæld,þróun og hagvöxt. Alþjóðabankinn, AGS og SÞ standa að marghliða þróunaraðstoð. Það eru 7 undirstofnanir SÞ sem starfa að þróunarmálum. Þúsaldarmarkmiðin ná til 8 sviða, s.s.lækka dánartíðni barna og bæta heilsufar kvenna. Mest af tvíhliða þróunaraðstof er frá OECD. Af hverju skyldi þróunaraðstoð hjálpa? Skoðum hugmyndir J Sachs um fátæktrargildruna: í vanþróuðum löndum er mikil fólksfjölgun og sparnaður lítill, framleiðni er lág og tæknistig er lágt. Þetta er ástandið í mörgum löndum Afríku sunnan Sahara. Þessi lönd einkennast af lítilli framleiðni í landbúnaði, lítil tækninotkun, mjög há tíðni sjukdóma, hæt upptaka og útbreiðsla tækninýjuna og mikil spilling í sjórnmálum. Af þessu leiðir segir Sachs að löndin geta ekki komist af sjálfsdáðum úr fátæktargildrunni. Þróunaraðstoð fer ekki fram í pólitísku eða hernaðarlegu tómarúmi hafi einhver haldið það. Aðstoð Frakklands fer áberandi mikið til fyrrverandi nýlenda án tillits til fátæktarstigs. USA sýnir MiðAusturlöndum mikinn áhuga. Norðurlöndin eiga engra slíkra hagsmuna að gæta. Noregur, Danmörk og Svíþjóð veita milli 1-0.8% af vergri þjóðarframleiðslu í heildarþróunaraðstöð. Í milljörðum dollara talið er USA lang stærstir enda þótt hlutfallstalan lág. Talan fyrir Ísland er líklega fyrir neðan 0.2%. Þegar meta á árangur þróunaraðstoðar er svarið ekki eitt og einfalt? Stundum leiðir hún til aukins hagvaxtar ef ákveðnar stofnanalegar forsendur eru til staðar í móttökulandinu. Stundum hefur hún neikvæð áhrif og leiðir jafnvel til enn meiri spillingar. Ef skoðuð eru afmörkuð svið þá er árangur góður. Í heilbrigðisgeiranum hefur víða náðst góður og mælanlegur árangur. Dánartíðni barna hefur minnkað hefur minnkað og tekist hefur að koma í veg fyrir hiv-smit. Allur þessi vandi er einnig siðferðilegur; Afríkubúar munu leysa sín vandamál ef þeir taka upp frjálsan markaðsbúskap myndu frjálshyggjumennirnir segja. Segja má að það sé skoðun. Sanntrúaðir kristnir menn gætu sagt: það sem þér gjörið einum minna minnsta bræðra gjörið þér mér.
8.12.2013 | 18:35
Í hvað fer þróunaraðstoð?
Heildarútgjöld Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á síðasta ári voru 1.247 milljónir króna en voru 1.160 árið áður. Í árslok voru starfsmenn 40 og var meirihluti þeirra staðarráðinn í samstarfslöndunum. Þróunaraðstoð er veitt 3 löndum.Auk sérstakra verkefna á öðrum svæðum. Í Malavi búa 15.9 milljónir og hlutfall fátækra er 73.9%. Á lífskjaralsita SÞ er landið í 179. sæti. Líflíkur eru 55 ár. Sjúkrahúsið í Monkey Bay var formlega afhent innlendum stjórnvöldum í byrjun síðasta árs. Starf ÞSSÍ hefur beinst að því að efla grunnþjónustu í héraðinu Mangoshi. Framlag ÞSSÍ var alls 352 milljónir. Í Mósambík búa 24.5 milljónir manna. Hlutfall fátækra er 59.6% og landið er í´185. sæti á lífskjaralista SÞ. Í landinu eru lífslíkur 51 ár en hagvöxtur nokkuð góður eða 7.5%. Þróunaraðstoðin er mikið á sviði fiskveiða og fiskeldis. Í landinu eru 30% kvenna 15 ára og eldri læsar en 60 % karla. Aðstoð Íslands hefur einnig mikið beinst að þessu sviði. Í Úganda búa 35.6 milljónir manna. Hlutfall fátækra er 38%. Lífslíkur eru 53 ár. Gífurleg spilling er í Úganda. Aðstoð hefur verið veitt á sviðum fiskveiða, byggðamála og fullorðinsfræðslu. Áhersla er lögð á að bæta lífskjör þeirra sem byggja afkomu sína alfarið á fiskveiðum. Ef fjárfraamlög ÞSSI eru flokkuð eftir málaflokkum kemur í ljós að til menntamála fara 10%, til heilbrigðismála 14%, til vatns-og hreinlætismála 6%, til félagslegra innviða 20%, til orkumála 7%, til fiskmála 28%, til aðalskrifstofu 10% og annað 5%.
8.12.2013 | 13:25
Óttinn við langvarandi kreppu á Evrusvæðinu eða Euro Horror Show....
Í næstu viku mun athyglin beinast að seðlabönkum í Evrópu og USA. Á fimmtudag munu bankastjórar Evrópska Seðlabankans og Englandsbanka ræða áframhaldandi aðgerðir til að koma meiri lífi í hagkerfi svæðisins. Á föstudaginn mun bandaríski seðlabankinn -FED- gera grein fyrir því hvenær hann hættir að kaupa ríkisskuldabréf í stórum stíl. Svo notað sé líkingamál úr fikniefnaheiminum þá er hagkerfi heimsins orðið háð sprautum sem er stöðug peningainnspýting. Í hverjum mánuði kaupir Seðlabanki USA ríkisskuldabréf og verðpappíra fyrir 85 milljarða dollara og öllum er ljóst það þannig geta hlutirnir ekki gengið endalaust. Skuldsetning fyrirtækja og heimila á Evrusvæðinu er sögulega séð afar há. Þvi lengur sem kreppan varir því líklegra er að ekki verði hægt að endurgreiða öll lán. Bankar munu verða að bókfæra stórar upphæðir í töpuð lán eða tapaðar kröfur. Þetta óttast margir. Það yrði næsti þáttur í Euro Horror Show. Skuldaverðhjöðnun, hagkerfið dregst niður á við, landsframleiðsla drest saman, bankar riða til falls, ekki er hægt að fjármagna fjárfestingar....japanskt ástand. Hvað kemur næst? Munu þeir sem vilja leggja inn sparifé borga gjöld í stað þess að fá vexti? Líklega munu aðgerðir seðlabankanna leiða til þess að evran veikist og dollarinn styrkist. Þýskur útflutningur myndi taka viðbragð og keyra áfram með tvöföldum turbó hraða. Vextir myndu hugsanlega lækka og peningarnir streyma í pumpuna sem blæs lofti í fasteignabóluna ;)
8.12.2013 | 09:37
Vændi á Íslandi á tímum almennrar netvæðingar.
Með tilkomu netsins , netmiðla, einkaauglýsinga og stefnumálasíða er vændi útbreitt og aðgengilegt.Komist upp um málið eru kaupendur sekir, þeir hjóta sektir en njóta nafnleyndar. Allt er þetta umdeilanlegt. Ísleskt samfélag er mjög fámennt. Sum andlit koma í sjónvarpi eða myndir birtast í blöðum. Fyrir mörgum árum þegar J Fischer keyrði hann leigubíl á nóttunni í Frankfurt. Seinna varð hann utanríkisráðherra. Í þessum næturferðum sínum keyrði hann oft drukkna bankastjóra og hátt setta menn í fjármálaheiminum til vændiskenna. Ef að líkum lætur en ástandið er ástandið svipað hér. Við lifum á tímum alþjóðavæðingar, netvæðingar, mansals og skipulegrar dreifingu fíkniefna um allan heim. Vændi er ekki nýtt á Íslandi. Árið 2001 var skrifuð skýrsla á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytis um vændi á Íslandi. Þá kom í ljós að hópurinn sem stundaði vændi var mjög breiður. Allt frá námsmönnum til heimilislausra einstaklinga. Vændiskonur höfðu venjulega fasta kúnnahópa sem þær hittu í heimahúsum. Þessar konur voru gjarnan í miklum fjárhagserfiðleikum og vændið var örþrifaráð. Hluti kvennanna voru áfengissjúklingar. Í skýrslunni kom í ljós að unglingar allt niður í 13 ára stunduðu nauðarvændi til að fjármagna neyslu og eiga fyrir mat. Á nektarstöðum fór fram skipulagt vændi. þriðji aðili (melludólgur eða annað fallegra orð) hefur þá milligöngu um viðskiptin. Erlendis hafa verið gerðar margar rannsóknir á geðheilsu fyrrum vændiskvenna. Mjög hátt hlutfll kvennanna gerir tilraun til sjálfsvígs, þunglyndi, kvíði og lágt sjálfsmat er hlutskipti kvennanna. Meirihlutnn þjáist af áfallastreituröskun. Til BUGL leita unglingar sem hafa verið í vændi vegna sjálfsvígshugsana, þunglyndis og kvíða. Þegar unglingarnir leita út í nauðarvændi hafi þeir brotna sjálfsmynd. Allt vændi einkennist af ofbeldi en það er mismunandi hvernig ofbeldið birtist. Bakgrunnur einstaklinga í vændi er með ýmsu móti. Stúlkur hafa oft orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í barnæsku, lent í neyslu og hlaupist að heiman. Það að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku er mikilvægt sameiginlegt einkenni vændiskvenna. Lágt sjálfsmat og að finnast vera einskisvirði er aflleiðing.
7.12.2013 | 23:02
Þýskaland; ungir jafnaðarmenn á móti samstarfi við hægri flokkana.
Á landsþingi ungra jafnaðarmanna -Jusos- í Nurnberg var rikisstjórnarsamstarfi við hægri flokkana CDU/CSU hafnað. Félagar í Jusos eru 70000. Meirihluti fulltrúa var á móti stjórnarsamstarfi og ósáttur við stjórnarsáttmálann. Í hann vanti m.a. hugmyndir um að fjármagna framtíðarfjárfestingar. Johanna Uekermann formaður Jusos gagnrýndi það að auknir skattar yrðu ekki lagðir á tekjuháa,að námsstyrkir yrðu ekki hækkaðir og hælisleitendur útilokaðir. Nei við ríkisstjórnarsamstarfi merkti ekki að forystu flokksins væri hafnað sagði Johanna. Á landsfundinum kom til mjög harðra orðasskipta milli ungra jafnaðarmanna og formanns flokksins Sigmar Gabriel. Formaðurinn roðnaði af reiði í mörgum orðasenum. Núna hafa alls 200000 félagar í jafnaðarmannaflokknum kosið um ríkisstjórnarsamstarfið en félagar eru alls 470000.
7.12.2013 | 20:59
Fjölgun starfa í USA.
Þrátt fyrir niðurskurð og lokun ríkisstofnana mjakast bandaríska hagkerfið í rétta átt. Vinnumálastofnunin -BLS- hefur birt tölur fyrir nóvember. Samkvæmt þeim hafa orðið til 203000 ný störf.Fjöldi nýrra starfa í heilsugæslu, svo dæmi sé tekið, var 28000. Á síðasta ári var mánaðarmeðaltalið 195000 störf. Frá því nóvember í fyrra höfðu einkafyrirtæki ráðið 2300000 nýja starfsmenn. Á 3ja ársfjórðungi jókst framleiðsla um 3.6%. Þetta hljóta að vera ánægjulegar fréttir eftir harðvítugar og grimmar deilur um fjárlög í Washington. Atvinnuleysið mælist nú 7% og hefur lækkað um 0.8% á einu ári. Atvinnuleysi hjá svertingjum er 12.5% og hjá spænskumælandi 8.7%.Þann 28.12 2013 mun 1.3 milljónir manna missa rétt til atvinnuleysisbóta verði ekki gripið til ráðstafana. Nú er langtímaatvinnuleysi 2.6%. Hægt er að framlengja réttinn í eitt ár en hversu lengi getur það gengið? Atvinnuþátttakan hefur hins vegar minnkað og er hún nú 63%. Þeir sem eru í hlutastörfum er 7.7 milljónir. Opinbera tölur segja að 11 milljónir manna séu án atvinnu. Þróunin er hæg og batinn hægur. Almennt hafa laun hækkað um 2% en verðbólga er rétt við 1%.(www. bls.gov)
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar