Færsluflokkur: Bloggar

Staða heimilanna; nokkrar einfaldar staðreyndir.

1. Árið 2012 voru 123900 heimili á Íslandi. Árin 2010 til 2012 voru 10% heimila í vanskilum með húsnæðislán eða leigu. Það eru 12390 heimili. 2011 voru 12.3% heimila í vanskilum með önnur lán en húsnæðislán. 21.5% heimila einstæðra foreldra eru í vanskilum með húsnæðislán eða leigu. Það er einkum fólk á aldrinum 30 til 29 ára sem er í vanskilum. Sá tekjufimmtungur sem hefur hætar tekjur er lang ólíklegastur til að lenda í fjárhagsvanda af einhverju tagi.

2. Árið 2009 var hlutfall heimila með neikvæða eiginfjárstöðu 39%. Árið 2011 voru 21515 heimili með neikvætt eigið fe. Fjöldi heimila með neikvætt eigið fé fækkaði um 16 % milli áranna 2010 og 2011. Á árunum 2002 til 2007 varð 70% hækkun á verði seldra fasteigna á raunvirði. Á sama tíma er 50% hækkun meðalskulda á raunvirði.  Þeir sem kaupa fasteign á árunum 2005 til 2008 kaupa á toppverði (bólan við það að springa). 2008 til 2010 hrinur raunverð fasteigna.  


Af hverju kom PISA á óvart? Það er kynjamunur í læsi.

Læsi er hægt að skilja sem hæfileika til að lesa og skilja texta og útskýra merkinguna fyrir öðrum. Lesþroski barna og unglinga er misjafn og þroskanum má skipta í allmörg stig. Síðasta stigið er tengd sjálfstæði og  miðast að öðru jöfnu við 14 ára aldur. Nemandinn getur þá lesið krefjandi lesefni sem ætlað er fullorðnum sér til ánægju. Kennsluaðferðir við lestur eru í meginatriðum þrjár ; heildaraðferð, eindaraðferð og samvirk aðferð. Hljóðaaðferð er eitt dæmi um eindaraðferð. LTG er aðferð sem flokkast undir heildaraðferð. Sértækir lestrarörðugleikar eru t.d. leshömlun og lesblinda. Drengir eru í meirihluta þeirra semgreinast með dyslexiu eða önnur þroskafrávik. 2-10% barna glíma við mismunandi málörðugleika.  Rannsóknir á læsi nemenda í Grunnskólum eru ekki margar. Á vegum OECD er gerð svokölluð PISA rannsókn eins og kunnugt  er. Pirls rannsóknin er alþjóðleg og skoðar læsi 9 ára barna. Líta má á samræmd próf sem rannsókn. Hraðlestrarpróf eru notuð í ýmsum skólum og einnig lesskimunarpróf. Í PIRLs rannsókn fra´2006 kom í ljós að kynjamunur er mikill á Íslandi er stúlkur voru vel yfir meðaltal allra þátttökulanda. Rannsóknir á vegum IEA voru gerða 1991 og 1996. Þar kom í ljós að strákar voru lengur að verða læsir en stelpur og strákar voru í meirihluta þeirra sem náðu minnstum árangri. Í samræmdum prófum kemur í ljós að það er mikill munur á stráku  og stelpun í íslensku í 7. bekk og 10. bekk.  Niðurstaðan getur varla verið skýrari: í öllum rannsóknum koma strákar verr út en stúlkur. Þessi vitneskja er ekki ný og á ekki að koma á óvart. Allra síst ráðherra menntamála.

Arfur Mandela:lífskjör í Suður Afríku.

Aðskilnaðarstefnan var brotin á bak aftur fyrir 20 árum en það kostaði langa og harða baráttu. Afturhaldssamir stjórnmálamenn um allan heim studdu stjórn De Klerk. M Thatcher var framarlega í flokki. Ísrealsmenn studdu stjórnina fram á síðasta dag. Mikil er skömm þeirra. Hreyfing milljóna svartra karla og kvenna í Suður Afríku lögðu aðskilnaðaarstefnuna að velli. En ráðandi stétt hvítra í Suður Afríku hugsaði um eiginn hag og hún sá fram á að stjórn De Klerk gat ekki gengið lengur. Hagkerfið var komið að fótum fram. Framleiðni í námum og verksmiðjum fór sífellt niður á við. Á níunda áratugnum fór hagnaðarhlutfall fyrirtækja lækkandi. Erlendar fjárfestingar dróust saman og gæði þeirra minnkuðu mikið. Ríkjandi stétt sá fram á að stefnubreyting var nauðsynleg ef bjarga átti efnahag landsins.  Mandela er kosinn forseti þegar hann er 76 ára gamall. Endalok aðskilnaðarstefnunnar markar nýtt upphaf í hagkerfi landsins.  Hagnaðarhlutfall hækkar mikið. Vélvæðing og tæknivæðing setur svip sinn á þróunina. 2013 ríkir stöðnun. Atvinnuleysi er mikið. Glæpatíðni sú langhæsta í heimi og hagvöxtur lítill. Á valdatíma Mandela og Mbeki urðu framfarir á vissum sviðum. Svartir nutu nú heilsugæslu og menntunar. Gæði húsnæðis jókst mikið.  En ójöfn dreifing tekna og eigna er hvergi jafn mikil og í Suður Afríku. Efsti tekju-og eignahópurinn er nú opinn fyrir svörtum. Hinn örlitli hópur hvítra auðmanna hefur greinilega lifað af endalok aðskilnaðarstefnunnar og komið er fyrir í nýju kerfi. Arfleifð Mandela var að sigra aðskilnaðarstefnuna en baráttunni er ekki lokið.

Japan; 10 ára fangelsisvist fyrir uppljóstrara.

Efri deild japanska þingsins hefur afgreitt afar umdeilt frumvarp um ríkisleyndarmál. Sá sem dreifir slíkum upplýsingum getur nú reiknað með refsingu sem er allt að 10 ára fangelsisvist. Gagnrýnendur óttast að þrengt verði að frjálsri fjölmiðlun og blaðamennsku. Mikil átök urðu í báðum deildum þingsins um þetta mál. Það er nú talið ógna öryggi ríkisins að dreifa upplýsingum um ákveðin leyndarmál. Til mómælafunda kom í Tokio þar sem 10000 manns mættu. Stríð byrjar með leyndarmálum stóð á mótmælaspjöldum. Menn óttast að stjórnvöld beiti nú lögunum gegn andstæðingum sínum. Samkvæmt lögunum hvílir leynd í allt að 60 ár yfir upplýsingum sem snerta utanríkisþjónustu, varnir landsins, baráttu gegn hryðjuverkum og njósnir. Hingað til hefur refsing vegna uppljóstrana verið eitt ár. Stjórnarandstaðan lagði til að óháð stofnun mæti hvenær veita ætti upplýsingar en ekki stjórnvöld. Lögin eru óljós og þau þarf að túlka. Með þeim væri hægt að neita að veita upplýsingar um slys eins og urðu í kjarnorkuverinu í Fukushima. Listamenn og vísindamenn hafa varað við þessari hættulegu lagasetningu sem beinist gegn lýðræði og frelsi. (Spiegel).

Suður Afríka eftir dauða Mandela.

Þjóðin hefur orðið fyrir áfalli. Landsfaðirinn er látinn. Enginn kemur í stað Madiba. Núverandi stjórnvöld eru álitin spillt og margir hafa uppi varnaðarorð; ríkið gæti liðast í sundur. Mandela var hálfguð í heimalandi sínu í lifanda lífi. Styttur af honum eru út um allt. Andlit hans á peningaseðlum. Hvarvetna er hann sýnilegur. Mandela byggði upp öflugan pólitískan flokk og hann sjálfur var siðferðilegur mælikvarði stjórnmálanna. Hann var um leið lifandi stefnuskrá.  Hann sat í fangelsi í 27 ár og fórnaði stórum hluta lífs síns fyrir hugsjónir sínar um frelsi fyrir alla menn í Suður Afríku. Bæði svarta og hvíta. Við fráfall Mandela er líklegt að flokkur hans Afríska þjóðarráðið lendi   í djúpri kreppu. Flokkurinn er form án innihalds. Jakob  Zuma forseti hefur verið sakaður um spillingu. Hann lætur ríkissjóð borga hluta einkaneyslu sinnar. Apartheit var afnumið 1994. Ungt fólk hefur ekki reynt aðskilnaðarstefnuna á eigin skinni. Það mun móta afstöðu þess til stjórnmálaflokka. Mandela var forseti til 1999 og 2004 hætti hann þátttöku í opinberu lífi. Landi verður að stjórna með lögum en ekki með persónum og alls ekki með einni persónu; slíkur var boðskapur Mandela. Mandela gaf þjóð sinni mikið. Hann boðaði frelsi fyrir alla, fyrirgefningu og sátt. Fyrir Afríku og allan heiminn er framlag hans einstakt.

Hvað er Analytica ehf? Ráðgjöf fyrir fagfjárfesta eða ríkisstjórnina?

Á vef stjórnarráðsins má sjá skýrslu sem er rúmar 15 blaðsíður en þar er lagt mat á áætlanir ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta verðtryggð lán heimila. Þar eru metin þjóðhagsleg áhrif tillagna nefndarinnar eins og þær birtast í skýrslu hennar. Á heimasíðu Analytica ehf er starfssemi fyrirtækisins lýst. Þar er minnst á virðisaukandi fjármálaráðgjöf fyrir fagfjárfesta. Sérþekking starfsmannanna liggur ekki hvað síst á sviði áhættustýringar gjaldeyrismála eins og stendur á heimasíðunni. Yngvi Harðarson er stofnandi fyrirtækisins en aðrir starfsmenn eru Höskuldur Hlynsson og Vignir Jónsson. Þeir eiga það m.a. sameiginlegt að hafa áður unnið hjá Askar Capital. Analytica lætur frá sér fara leiðandi hagvísi sem má segja að sé nokkurs konar hagspá. Á heimasíðu fyrirtækisins er gerð grein fyrir þeirri þjónustu sem fyrirtækið veitir. Hvergi er þar minnst á mat á þjóðhagslegum áhrifum umfnagsmikilla aðgerða hins opinbera. Og er það reyndar eðlilegt þar sem markhópur fyrirtækisins eru fagfjárfestar. Yngvi Harðarson hagfræðingur er einn af fastagestum Ingva Hrafns Jónssonar á stöðinni Inntv.is. Þar eru málin rædd og mörg spakyrðin falla. Eins og margir muna óskaði stjórn Askar Capital eftir slitameðferð á félaginu árið 2010.

Landsframleiðsla vex á þessu ári en fjárfestingar dragast verulega saman.

Fyrstu 9 mánuði ársins jókst landsframleiðslan um 3.1% en fjárfestingar dróust saman um 7.1%. Útflutningur jókst um 4.1% og bæði einkaneysla og samneysla um 1.3%. Hagvöxturinn er drifinn áfram af útflutningi á vörum og þjónustu. Varðandi fjárfestingu: í fyrra var flutt inn mikið af skipum og flugvélum. Ef tekið er tillit til þessa dregst fjárfesting atvinnuvega saman um 13.1% en en ef skip og flugvélar eru sett í svigas vex hún um 4%. Fjárfestingar hins opinbera og nýbyggingar aukast miðað við sama tíma í fyrra. Þjónustuútflutningur jókst um 7.4% að raungildi fyrstu 9 mánuði ársins. Þjónustujöfnuður var jákvæður um 65 milljarða króna og vöruskiptajöfnuður um 45 milljarða króna.

Ofbeldi gegn fötluðum konum á Íslandi.

Fyrr á þessu ári kom út eigendleg könnun unnin af Félagsvísindastofnun og Rannsóknarstofu í Fötlunarfræðiu. I þessari rannsokn voru tekin djúpvipðtöl við 13 konur þannig að könnunin hefur ekki alhæfingargildi um allar fatlaðar konur.Hún sýnir hins vegar þann margbreytilega veruleika sem fatlaðar konur lífa í. Flestar kvennanna áttu sér langa sögu undirokunar og ofbeldis. Þær höfðu allar upplifað einhvers konar ofbeldi í barnæsku. Þær höfðu flestar orðið fyrir einelti í barnaskóla. Á æskuheimilinu fengu þær lítill stuðning. 5 kvennanna höfðu orðið fyrir ofbeldi af hendi eiginmanns eða kæresta. Skortur er á fræðslu til kvennaa með þroskahömlun um gott kynlíf og heibrigt parasamband. Upprunafjölskuldur reyndu stöðugt að stjórna lífi þeirra. Nokkrar konur höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsfólks ásambýlum. 21% kvenna, jafnt fatlaðra sem ófatlaðra hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru mun líklegri en ófatlaðar til að verða fyrir ofbeldi. Fatlaðar konur eru á allan hátt í mun verri aðstöðu til að verja sig en ótaflaðar. Lýsingar á samtölum við konurnar eru margar átakanlegar. Ein fötluð kona var gift ófötluðum mann. Hann neyddi konuna til að hafa samfarir við vin sinn. Það er ljóst að mikil þöggun ríkir almennt í ofbeldismálum gegn fötluðum. Margt er hægt að gera. Það er hægt að auka fjárhagslegt sjálstæði fatlaðra til þess að auðvelda þeim að losna úr ofbeldissamböndum.(Ofbeldi gegn fötluðum konum. Skýrsla unnin fyrir Velferðarraðuneytið 2013.).

Nigella Lawson var gyðja matreiðslunnar.......

Hún var móðirin sem leit út eins og fyrirsæta og bakaði bestu kökurnar. Núna berst ún fyrir mannorði sínu í skilnaðarmáli og leðjuslag sem fer fram fyrir opnum tjöldum í réttarsal. Í júni birtust myndir þar sem maður hennar Charles Saatchi greip um háls hennar með báðum höndum. Heimilisofbeldi, hvað annað? Fram að þessu var Nigella stórstjarna í sjónvarpi og bókaútgáfu. Bók hennar How to be a domestic goddess varð metsölubók. Tekjur hennar námu milljónum punda. Eftir að myndin birtist sótti hún um skilnað og flutti í burtu með börnin. En dramatíkin hélt áfram fyrir rétti í Isleworth í Lundunum. Fyrir skilnaðinn höfðu hjónin ákært tvær ítalskar þjónustustúlkur fyrir þjófnað og að hafa notað kreditkort í leyfisleysi. Í ljós kom að kortin höfðu verið notuð til að kaupa fíkniefni. Hið virðulega blað Sun kallaði Nigellu nú Higellu. Ég var aldrei háð fíkniefnum segir Nigella en notaði þau einstaka sinnum þegar ég var undir miklu andlegu álagi. Hún ásakaði mann sinn um að leggja sig í einelti og ætla sér að eyðileggja mannorð sitt. En mannorð margra hefur skaðast. Eftir að myndirnar birtust er ímynd Saatchi ekki góð. Grillo-systurnar ítölsku telja á sig hallað. Þær höfðu að vísu stolið frá fyrirtæki Saatchi en það voru algerir smámunir. Fjölmiðlarnir hafa áhuga á fræga fólkinu og flottu villunum......

Samtök atvinnulífsins skilja hvorki fylgni né orsakasamhengi.

SA hafa sent frá sér auglýsingar þar sem gefið er til kynna að óhóflegar(sic) launahækkanir hafi orsakað verðbólgu hér á landi frá árinu 2006. Þetta er gert með flottum auglýsingum og fínum línuritum sem birtast í tíma og ótíma í fjölmiðlum. Nú er það svo að fyrirbæri í náttúrunni og mannlífinu geta fylgst að án þess að þau tengist á nokkurn hátt. Þannig gæti fylgst að fjöldi bálfara og fjöldi skráðra nýrra bifreiða á ári svo eitt dæmi sé búið til. Kjarasamningar eru samningar um lágmarkslaun. Þeir eru mikilvægir til að koma í veg fyrir óeðlilega samkappni milli launafólks ef aðstæður á vinnumarkaði eru þeim andsnúnar. Ekkert þak er sett á laun og öllum atvinnurekendum er frjálst að greiða hærri laun en samningar kveða á um. Umtalsvert launaskrið hefur einkennt launaþróun hér á landi og er launaskriðið talsvert meira en t. d. í Svíþjóð.  Nú er launaskrið ákvörðun og á ábyrgð atvinnurekenda sjálfra. Ef orsakasamhengi er í flottu fylgnilínuritunum hjá SA þá ættu þeir að beina málflutningi sínum að mönnum í eigin röðum. Ekki virðist hugmyndaflugið hafa nægt til þess. Ekki var heldur gert ráð fyrir þessu í exelskjali Seðlabankastjóra. Líklega er að borin von að SA geti hugsað þá hugsun til enda að hlutdeild launatekna í þjóðartekjum vaxi......

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband