Færsluflokkur: Bloggar
3.12.2013 | 09:50
Feiti tékkinn, glærusýningin, þrotabúin og veruleikinn.
Í júlí voru allar skuldir heimila 108% af landsframleiðslu. Að raunvirði höfðu skuldir lækkað um 3.2% fram á mitt þetta ár. Í árslok 2012 voru verðtryggðar skuldir heimila 87% af landsframleiðslu. Hrein eign heimila var í árslok 2o12 115% af landsframleiðslu. fasteignaverð hækkaði þetta ár. Á síðasta ári dró ur skuldavanda einstaklinga en mest hjá tveimur tekjuhæstu hópunum. Af einstaklingum með neikvætt eigið fé skulduðu tveir tekjuhæstu hóparnir 56% allra skulda. Tveir tekjulægstu hóparnir skulduði 26% fjárins. Örlítið brot tekjuhæstu hópanna er í greiðsluvandræðum. (Eru þetta helstu vinir Frosta Sigurjónssonar?)12% heildarútlána voru í vanskilum mitt þetta ár. Fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá hækkar. í ágúst voru þeir 28099. 60% hefur verið á skránni í tvö ár eða lengur og 30% í fjögur ár eða lengur. Í ágúst höfðu 4820 einstaklingar sótt um greiðsluaðlögun. Staða heimilnna í heild hefur því farið batnandi fram á mitt þetta ár. ---Varðandi séreignasparnað og skattaafslátt er algerlega ljóst að sú aðgerð(ef af verður) mun gagnast hátekjufólki betur en lágtekjufólki. Sú aðgerð er ekki gerð til þess að auka ráðstöfunartekjur þeirra sem lægst hafa launin. Öll leiðrétting á verðtryggðum fasteignalánum er á kostnað ríkisins á næsta ári uþb 40 milljarðar. Hún er á ábyrgð ríkisins. Lagalegri óvissu um það hvort þrotabú séu andlag skattstofns verður eytt fyrir dómstólum. það mun taka tíma og útkoma óljós. Séreignapakkinn er fjármagnaður af launagreiðendum, launafólki og ríkinu í formi skattaafsláttar og tapaðra skatttekna. Feiti tékkinn mættti sem sagt ekki á glærusýninguna enda var þar ekkert talað um fjármögnun. Enda hefur feiti tékkinn alltaf verið brandari rétt eins og sms skilaboð utanríkisráðherra hjá vodafone. Þá eru það þrotabúin. þau verða örugglega gósenland lögfræðinganna en óljóst hvort fleiri komast að matarborðinu. Rétt er að vera sanngjarn. SDG og BB náðu um helgina frumkvæði í áróðursstríðinu kringum þetta mál. Við skulum ekki gera lítið úr því.
2.12.2013 | 22:21
Leiðrétting verðtryggðra skulda; hvað varð um glansmyndina?
Í skýrslu nefndarinnar er tekið fram að ákveðnar fyrri aðgerðir komi til frádráttar. Þetta á við um 110% leiðina og sérstakar vaxtabætur svo dæmi sé tekið. Nú munu um 66 þúsund heimili hafa fengið vaxtabótaauka. Árin 2009 til 2013 voru greiddar 74 milljarðar í vaxtabætur. Vegna 110% leiðarinnar voru 48 milljarðar greiddir. Sértæk skuldaaðlögun 8 milljarðar. Séreignasparnaður er ekki á allra færi. 2009 áttu 55% allra á vinnumarkaði inneign á séreignarsparnaði. 53% íslenskra heimila skulda verðtryggð húsnæðislán. 27% íslenskra heimila búa í leiguhúsnæði. Hvar er nú hópurinn sem fær mjög líklega eða örugglega 4 milljónir? Hvort er líklegra að hann sé i greiðsluvanda eða ekki? Hvort er líklegra að hann eigi miklar eignir eða litlar? Hvort er líklegra að hann hafi miklar tekjur eða litlar? Svari nú hver fyrir sig.
2.12.2013 | 21:09
Er munur á heilastarfsemi kvenna og karla?
Svarið virðist vera já. Vísindamenn við Háskólann í Pennsylvaniu hafa skannað og rannsakað yfir 1000 heila karla og kvenna. Þegar taugaboðin voru skoðun kom munur í ljós. Heili kvenna er hannaður fyrir félagslega færni og minni en karla fyrir skynjun og samhæfingu. Í meðal kvenheila eru aðallega tengingar milli vinstra og hægra heilahvels. Í meðal karlheila eru aðallega tengingar milli framhluta og bakhluta heila. Þetta passar undarlega vel við gamlar staðalmyndir; konur geta sinnt mörgum verkefnum í einu en ekki karlar. Vinstri hluti heilans er óðal rökrænnar hugsunar en hægri hlutinn óðal innsæis. Ef viðfangsefnið þarfnast hvoru tveggja virðast konur standa betur að vígi. Konur beita innsæi og þær muna betur. Þær hlusta af tilfinningu. Skoðaðir voru heilar 428 karla og 521 konu á aldrinum 8 til 22. Karlar virðast standa betur að vígi í hreyfihæfni. Þeir ættu að vera betri á skíðum en konur. Mjög lítill munur var á heilum stúlkna og drengja fram að 13 ára aldri en verulegur munur kom fram á aldrinum 14 til 17. (www.pnas.org)
2.12.2013 | 16:54
Þýskaland; breyting á lögum um vændi væntanleg.
Ný stjórn hægriflokkanna og jafnaðarmanna hefur í hyggju að breyta lögum um vændi að sögn tímaritsins Spiegels. Í byrjun næsta árs verður lagt fram frumvarp sem felur í sér að sá gerist brotlegur sem kaupir þjónustu af vændiskonu sem hann veit að hefur verið neytt í vændi. Sem sagt, ef það er greinilegt að konan hefur verið beitt þvingunum verður kaupandinn brotlegur. Þetta gæti t.d. átt við ef vændiskonur eru sýndar eða hafðar til sýnis með valdi. Í stjórnarsáttmálanum er sagt að ganga skuli hart gegn þeim sem stunda mansal en um leið gegn þeim sem nýta sér neyð kvennanna. Nú eiga vændishús að fá sérstakt starfsleyfi og einnig á að banna svonefnt eingreiðslukynlíf (flatrate-sex). Um er að ræða verulega breytingu á lögunum frá 2002. Markmið þeirra laga var að gera starf vændiskvenna löglegt. Þær áttu að fá laun, sjúkrapeninga, lifeyrisgreiðslur og atvinnuleysisbætur. Melludólgar gátu hins vegar starfað í skjóli þessara laga og einnig þreifst mansal. Menntamenn hafa beitt sér mikið í baráttunni gegn vændi. Alice Schwarzer femeniskur rithöfundur hefur verið þar fremst í flokki. Hún telur vændi vera þrælahald nútímans. Í Frakklandi var í lok síðasta mánaðar samþykktur fyrsti hluti laga þar sem kaup á vændi er bannað.
2.12.2013 | 11:16
Dulbýr Stöð 2 auglýsingar sem fréttir?
Oft er erfitt að draga skýrar línur: hvað er frétt? hvað er viðkiptafrétt? hvað er auglýsing? er frásögn af tilboðum fyrirtækja viðskiptafrétta eða auglýsing?. Í fréttum stöðvar 2 var nýlega sagt frá nýju tilboði 365 miðla. Tilboðið tengdist net og heimasíma sem tengdust völdum áskriftum. Í fréttatíma var viðtal við forstjóra fyrirtækisins. Á forsíðu Fréttablaðsins var sama efni merkt sem auglýsing. Nú eru til fjölmiðlalög frá 2011 þar sem komið er inná öll þau atriði sem hér hafa verið nefnd. Í 39 grein þeirra laga er fjallað um hvernig og með hvaða hætti vöruinnsetning má koma inní hljóð-og myndmiðlunarefni. Það er þá hlutverk eftirlitsaðila að grípa inní með einhverjum hætti ef farið hefur verið á svig við lögin. Nú virðist blasa við að umrædd "frétt" er á mörkum þess að vera viðskiptafrétt og auglýsing. Hugsanlegt er að einkastöðvar hafi meiri tilhneigingu til að vera á gráu svæði frekar en opinberar stöðvar.
2.12.2013 | 09:26
Er Hanna Birna að verja Vodafone?
Innanríkis-og dómsmálaráðherra hefur lýst því yfir að fyrirtækið beri mesta ábyrgð á því hvernig fór og það hafi viðurkennt mistök. Seinna atriðið er afar undarlegt hjá ráðherranum. það að geyma gögn langt umfram leyfilegan tíma er lögbrot en ekki mistök. Þegar hefur einn lögmaður kært fyrirtækið. Ráðherran segir að netörygisveit hafi verið stofnuð og að það sé kannski(sic) til marks um að stjórnvöld geri sérgrein fyrir hættunni. Guð minn góður, í hvaða veröld lifir ráðherrann? Undanfarin ár hafa verið stöðugar fréttir um netárásið hakkara og nethernað ríkja. Sýrlenski frelsisiherinn hefur látið til sín taka við. Allt þetta hefur farið framhjá ráðherranum. Heldur ráðherrann kannski að Ísland njóti fjarlægðarverndar vegna þess að landið er eyja langt frá öðrum löndum? Ef svo er þá skjátlast henni í þessu eins og fleiri málum. Það er liggur alveg ljóst fyrir að árás hakkaranna er lögbrot alveg á sama hátt og það er lögbrot hjá Vodafone að geyma gögn í allt að 3 ár sem eingöngu má geyma lögum samkvæmt í 6 mánuði. Árásin er stór áfellisdómur yfir tæknideild fyrirtækisins og mesta furða að forstjórinn skuli ekki hafa rekið hana alla og sagt síðan af sér.
1.12.2013 | 19:00
Hvaða karlar beita konur ofbeldi?
Karlar eru venjulegar gerendur í ofbeldisverkum og þess vegna verður að spyrja: hvað gerist í tilfinningalífi og sálarlífi ofbeldisfullra karla? hvaða þjóðfélagslegar aðstæður búa til ofbeldishneigða karla? Þriðjungur allra kvenna í heiminum-nálægt einn milljarður-verður fyrir ofbeldi einhvern tíma á æfinni. Ofbeldi karla gagnvart konum er nátengt þröngu viðmiði umm það hvað er að vera karl eða hvað er karlmennska. það er til þess ætlast að karlar séu fjárhagslega sjálfstæðir, að þeir verði eiginmenn og feður, að þeir séu aðal fyrirvinna fjölskyldunnar, að aðrir karlar líti á þá sem jafningja og að þeir séu höfuð fjölskyldunnar. Þessi viðmið eru breytileg frá einu landi til annars og karlar jafnt og konur halda þeim við. En stundum ná menn ekki að lifa í samræmi við væntingar og viðmið. Menn verða fátækir, verða atvinnulausir og eru félagslega útilokaðir. Og hvernig halda menn þá stöðu sinni innan fjölskyldunnar? Ofbeldi gagnvart eiginkonu er einföld og nærtæk lausn. Hún er auðveld bráð. Í rannsókn á Indlandi komi í ljós að þriðjungur karla skammaðist sín mikið ef þeir voru atvinnulausir eða tekjur þeirra mjög lágar. Karlar í þessum aðstæðum er líklegri en aðrir til að beita ofbeldi. Í lengri tíma litið merkir þetta að viðmið um karlmennsku verða að breytast. Til skemmri tíma merkir þetta að karlar verða að vera hluti af fjölskyldumeðferð til að uppræta ofbeldi. Ofbeldi gegn konum er skelfilegt á Indlandi eins og fréttir undanfarinna missera bera með sér.(The Times of India.).
1.12.2013 | 17:18
Fyrirlítur kaþólska krikjan ríka fólkið?
Páfinn í Róm hefur sent frá sér rit á 180 blaðsíðum þar sem hann gagrýnir markaðskerfi og fjármálakerfi nútímans mjög harkalega. Ógnarstjórn markaðarins og það að stela auði frá fátæklingum jarðarinnar er harðlega gagnrýnt. Kenningar sem verja þetta kerfi eru rangar og fjandsamlegar manninum. Markaðurinn leiðir til mismununar og neyðar. Hann má alls ekki vera algerlega sjálfstæður og afskiptalaus. Skrif Franziskus páfa eru ekki trúarlegar kennisetningar en þær eru ekki einkaskoðanir hans sem persónu. Þær eru gundvallarrit Páfastóls um efnahagsmál. Í kristinni trú, sérstaklega kaþóslkir hefur auðsöfnun, Mammonsdýrkun, og einkaeign ávallt verið gagnrýni. Félagskenning kaþólsku kirkjunnar hefur ávalt verið gagnrýnin á kapitalískt markaðskerfi. Vald fjármagnsins er of mikið á kostnað vinnunnar. Skrif Páfans eru í þessum anda en þau eru óvenjulega eindregin. Páfinn vitnar í Johannes Chrysostomos en hann vað guðfræðingur á 4ðu öld og tekur margt orðfrétt frá honum. Auðveldar er fyrir kameldýr að komast í gegnum nálarauga en ríkan mann að komast til himnaríkis. það er erfitt að mistúlka þessi orð. Utópian um kristilegan kommúnisma kemur víða fram í Nýja Testamentinu. Þetta er endurvarp þess sem verður í Himnaríki. Þessar hugmyndir hafa alltaf átt sér gagnrýnednur. Einn þeirra var þýski heimspekingurinn Nietzsche. Kristin kenning er þrælasiðferði. Hún er öfund gagnvart þeim sem náð hafa árangri og eiga rétt á að njóta ávaxta dugnaðar síns. Kristin trú var vampíra Rómarveldis, skrifað Nietzsche. Mótmælendatrú hefur allt önnur viðhorf. Hjá Kalvin er velgegni í þessum heimi merki um náð Guðs og þess að vera útvalinn til himnaríkisvistar. Páfinn hefur orðið fyrir áhrifum að Guðfræði frelsunar sem var mjög róttæk hreyfing presta í Suður Ameriku. Páfinn var lengi biskup í Buenos Aires. Þar hafði hann mannlega neyð fyrir augum á hverjum degi. En kannski leggur páfinn of mikið uppúr dökku hliðum samtímans. Á undanförnum áratugum hafa kjör 700 milljóna manna batnað verulega. Mikill meirihluti þessa fólks býr í Kína. (faz.de).
1.12.2013 | 08:32
Leiðrétting verðtryggðra lána; örstutt skýring.
Niðurfelling vegna forsendubrests verður 80 milljarðar. Fjármögnun er óviss en í versta falli lendir allt á ríkissjóði. 70 milljarðar; skattafsláttur vegna séreignasparnaðar. Fjármögnun ; ríkissjóður greiðir/verður af skatttekjum sem nemur 40 milljörðum. Lántakendur og launagreiðendur 30 milljarðar. Niðurstaða: í versta falli mun ríkissjóður greiða 120 milljarða. Mikilvægur kostur tillagna er hámark á skuldaaniðurfærslu sem er 4 milljónir. Hver verða viðbrögð lántakenda? hver mun reikna út sitt lán, hvernig greiðslubyrðin lækkar og hver höðuðstóllinn verður. Hver er sjálfum sér næstir. Hverjir munu hagnast á næstunni? lögmannsstofur sem sinna þrotabúum bankanna oglagalegum vafaatriðum varðandi lán. Hverjir fá ekkert?þeir sem hafa ekki verðtryggðlán, leigjendur og þeir sem hafa tapað húsnæði sínu. Lokaniðurstaða: tilfærsla á fjármunum millii vasa sama einstaklings og frá einum einstaklingi til annars.
30.11.2013 | 19:14
Vodafone í vandræðum í Þýskalandi og Íslandi.
Netárás hakkara á Vodafon hér á landi vekur eðlilega athygli þýskra fjölmiðla. Í Spiegel er fjallað um málið. Í ágúst síðastliðnum höfðu hakkarar uppgötvað og notfært sér veikleika í vörnum Vodafon. Þeir gátu m.a. notfært sér dýr utanlandssímtöl. Í september tókst netglæpamönnum að ná grundvallarupplýsingum um tvær milljónir viðskiptavina Vodafon í Þýskalandi. Um var að ræða nöfn, fæðingardag, kyn , bankanúmer og reikningsnúmer. Í október varð afar vandræðalegt slys. Þá lentu upplýsingar á pappír í ruslatunnu og fuku síðan út á götu. Þetta gerðist í Kaiserlautern í verslun sem seldir gsm síma. Á blöðunum í ruslatunnunni mátti sá ljósrit af persónuskilríkjum, upplýsingar um heimilisföng og bankaupplýsingar. (Spiegel).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar