Færsluflokkur: Bloggar

Snúa banksterar aftur?

Hafa bankamenn lært eitthvað af  fjármálakreppunni? Svo virðist ekki vera, a.m. k. ekki í Þýskalandi. Hroki fjármálafurstanna er óbreyttur, hvernig er hægt að verjast þessu? Valdamestu bankastjórar landsins verjast öllum tilraunum hins opinbera til að koma böndum á fjármálamarkaðinn. Þeir verja rándýrskapitalismann. Bankamennirnir eru leiðir á að heyra alltaf sama ruglið: eru bankarnir svo stórir að ríkið getur ekki látið þá falla?? á að aðgreina fjárfestingarbanka frá viðskiptabönkum?? á að setja skatt á fjármálaviðskipti??alþjóðlegar samræmdar reglur fyrir banka?? Þú getur framleitt 100% öruggan bíl sem kemst 50 km á klukkustund en hvernig á að selja hann spyr banksterinn. Stórir bankar? ef bankar eru stórir standast þeir mikil áföll og geta borgað milljarða sektir!! Fíkniefnasali verður að stunda sín viðskipti til að hafa efni á lögmönnum , ekki satt? Aldrei hefur áður verið til jafn mikið magn peninga og nú. Aldrei áður hefur verið jafn auðvelt að stunda viðskipti heimshorna á milli. Alþjóðavæðing hefur breytt fjármálamarkaði í risastórt leiksvæði. Hagnaður rennur til fjárfesta og hlutafjáreigenda, bónusgreiðslur til bankamanna en ríkissjóður gengur í ábyrgð og borgar brúsann ef illa fer. Þetta er hvorki frjáls markaður né fullkomin samkeppni....

Afstaðan til aðildar að ESB; ný mæling.

Capacent callup gerði nýlega könnun fyrir samtökin Já Ísland. Sama fyrirtæki gerði ekki alls fyrir löngu könnun sem sýndi að stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 46%. Mestu munar að helmingur kjósenda xB virðist hafa yfirgefið flokk sinn. Allar kannanir eru háðar óvissu og þær geta eðli málsins samkvæmt ekki verið annað en nálgun. Spurningin er hversu góð nálgun. Umrædd könnun er netkönnun og framkvæmd í fyrri hluta þessa mánaðar. Þátttakendur sem voru 1450 talsins eru valdir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Það eru allir sammála um að þetta er ekki besta aðferðin. Best er að taka tilviljanaúrtak úr þjóðskrá. Allir eiga að hafa sömu möguleika í upphafi. Af þessum 1450 svöruðu 900 eða 62%. Af þessum fjölda tóku 145 ekki afstöðu. Tölur um afstöðu kjósenda eru því byggðar á svörum 755 svarenda. Til þess að niðurstöður séu marktækar þarf þessi hópur að endurspegla allan kjósendahóp landsins með tilliti til mikilvægra einkenna. Svarmöguleikar eru fjórir. Hægt er að vera sennilega/öruglega á með/móti aðild. Samtals með aðild voru 315 svarendur en a móti voru 441. Þenna hóp er svo hægt að greina niður eftir kyni, búsetu, fjölskyldutekjum og menntun. Ef svörin eru skoðuð eftir flokkum kemur nokkuð skýr og velþekkt mynd í ljós. Ef slíkar kannanir eru skoðaðar eitt ár aftur í tímann kemur í ljós að hópur þeirra sem eru örugglega á móti aðild er að minnka. Í feb. 2013 var hann 49% en er nú 39%. Aðrir hópar stækka. Mest sá sem er öruglega með aðild en í feb. 2013 var hann 14.7% en er nú 18,9%. Eins og kunnugt er vilja 80% þjóðarinnar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við ESB. 

Hagur útgerðarfyrirtækja á næstu árum ; tilraun til spár.

Á undarförnum árum hefur afkoma sjávarútvegsins verið með besta móti. Tekjur útgerðar og vinnslu hafa vaxið og rekstrarafgangur verulegur. Auknar veiðar á þorski, makríl og loðnu, hækkandi afurðaverð og veruleg veiking krónunnar skýra þessa þróun. Tekjur greinarinnar jukust um 91% milli áranna 2007 og 2011. EBIDTA eða rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði og afskriftir mældist 42 milljarðar króna 2011. Árið 2008 var EBIDTA 28 milljarðar.  Meðaltal áranna 1997 til 2007 voru 15 milljarðar krónar. Sjávarútvegur er nánast hrein útflutningsgrein. Áhrifaþættir á tekjur er því afurðaverð á erlendum mörkuðum, gengi krónunnar og magn útfluttra tegund. Gengi krónunnar og afurðaverð hafa mikil áhrif á rekstrarkostnað. Hagdeild Landsbankans hefur nú smiðað spálíkön. Það er því spáð að rekstarbati síðustu ára muni halda sér á næstu árum og EBIDTA verða á bilinu 46 til 50 milljarðar fram til ársins 2016. ( Í frétt mbl.is er talað um útlit fyrir niðursveiflu. Þetta er sem sagt rangt hjá blaðinu!) Í spálíkani bankans eru stýribreytur þessar: veitt magn af þorski, afurðaverð í erlendri mynt og gengisvísitala krónu. 

Dauði og upprisa millistéttar.

Á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem haldinn var á Selfossi boðaði SDG upprisu íslenskrar millistéttar. Þessi yfirlýsing hlýtur að hafa komið fundargestum á óvart. Í hátíðlegri ræðu á Þjóðhátiðarhaginn hafði þessi sami SDG lýst því yfir að Ísland væri stéttlaust samfélag. Hann hefur nú skipt um skoðun og telur stéttirnar vera þrjár. Nú á að bæta hlut þeirra sem eru í miðjunni, þeirra sem hafa staðið í skilum, lagt á sig aukavinnu í miðju atvinnuleysi til að standa í skilum, þeirra sem hafa borgað og borgað en ekkert fengið. Á Bretlandi eru allir meðvitaðir um stéttskiptingu. Rúm 70% telja sig vera hluta af millistétt  Orðið kom fram um miðja 18. öld og þá táknaði það þann hóp manna sem var milli aðals og bændastéttar. Hagstofa Bretlands notaði orðið fyrst 1913 en þá var átt við fagstéttir(t.d. lögfræðing), forstjóra og hátt setta embættismenn. Orðanotkun breyttist og millistéttin gat nú verið smáborgarar, best setti hluti verkalýðsstéttar og skrifstofufólk. Karl Marx leit á millistétt sem smáborgara,.þe. sjálfstæða atvinnurekendur sem höfðu ekki launafólk undir sinni stjórn. Hann taldi að þessi hópur myndi hverfa og renna inní stétt launafólks. Skilgreiningar hagfræðinga og félagsfræðinga á millistétt eru afar mismunandi  og þess vegna er stéttin misstór eftir rannsóknum(sic).  Stéttarhugtök hafa mikið verið notuð við rannsóknir á mismunandi aðferðum við uppeldi barna. T.d. fá börnin mikla athygli, er hlustað á þau og málin útskýrð... kemur þá fram verulegur munur eftir menntun og stéttarstöðu foreldra. Árið 2009 lýsti tímaritið The Economist því yfir að meir en helmingur mannkyns tilheyrði millistéttinni. Árið eftir áleit OECD að 1.8 milljarður manna tilheyrði þessari sömu stétt. 

Af heilsufari landsmanna.

OECD hefur gefið út rit um heilbrigðismál í aðildarríkjum stofnunarinnar. Samdráttur á útgjöldum til heilbrigðismála var 3.8% að meðaltali á ári hér á landi 2009 til 2011. 9% af vergri landsframleiðslu fara í þennan málaflokk. 76% landsmanna telja sig vera við góða heilsu. 2001 er tíðni ungbarnadauða hér á landi 1.6 af 1000 lifandi fæddum börnum. Sú tala er lægst í OECD. 3.3% einstaklinga á aldrinum 20 til 79 eru taldir vera með sykursýki. 14% fullorðinna reykja daglega hér á landi. 21% fullorðinna eru of þungir hér á landi. Starfandi læknar á 1000 íbúa eru 3.5 og þriðji hver læknir er kona. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru 15 á hverja 1000 íbúa. Komur til lækna eru 6.1 á íbúa. Legur á sjúkrahúsum  eru færri og legutími styttri en að meðaltali í OECD löndum. Notkun þunglyndislyfja er mjög mikil hér á landi eða 106 dagskammtar á hverja 1000 íbúa á dag. Notkun sykursýkislyfja er hins vegar mjög lítil. Reikna má með að 87.5% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein lifi 5 ár eða lengur. Það er fyrir ofan meðaltal OECD ríkja. Heilbrigðisútgjöld eru 18% af útgjöldum heimila. Hlutfall þeirra semfara ekki til tannlæknis þótt þess sé þörf er mjör hátt hér á landi sérstaklega hjá tekjulágum hópum. Hlutur heimila í tannlæknakostnaði hér á landi er 82% sem er afar hátt. (Hagstofan). 

Hvað er bananalýðveldi?

Honduras einkennist af ofbeldi, fátækt og pólitískri spillingu. Morðtíðni er með því hæsta sem gerist. Í dag eru forsetakosningar en fjórum árum áður eftir valdarán hafði forsetinn flogið í herflugvél á náttfötunum til Costa Rica. Fyrir hundrað árum var þetta land kallað bananalýðveldi í fyrsta skipti. Það var bandarískur rithöfundur O Henry(W S Porter) sem fyrstur notaði þetta orð í smásögu sem hann skrifaði 1904. Hann var þá á flótta undan réttvísinni. Hann sneri aftur til USA, sat í fangelsi , gaf út smásögur sínar og drakk sig siðan í hel. United Fruit Company var risastór fyrirtæki og hafði mikil pólitísk völd í þeim löndum sem það starfaði í. Nafngift O Henry beindist að þessu. Fyrirtækið lagði vegi, járnbrautateina og hafnir og fékk land í staðinn. CIA hafði sína menn á staðnum til að tryggja velviljaða stjórnendur enn frekar. Banalýðveldi er sem sagt land þar sem erlend fyrirtæki ráðskast með innlend stjórnvöld. En í dag hafa nýjar afurðir séð dagsins ljós og þær gefa af sér mikinn arð. Það er kókaín. Nær allt kókaín sem flutt er frá Suðri til Norðurs er flutt um Honduras. ( The Economist).

Bankamenn og mannætur.

Hvað eiga bankamenn og mannætur sameiginlegt? Til dæmis það að mannfræðingar hafa rannsakað báða hópa. Joris Luyendijk er hollenskur mannfræðingur og blaðamaður. Hann rannsakaði bankamenn í City í London í tvö ár. Bankamenn eru umdeildur hópur og fjármálakreppan skaðaði alvarlega orðspor þeirra. Ein milljón manna vinnur í breska fjármálageiranum. Square Mile í miðborginni og Canary Wharf í Dockslands eru miðstöðvar fjármálanna. Joris vann að rannsoknarverkefni. Hann átti að greina og lýsa hegðun m venjum, siðum , vonum og sorgum bankamanna. Hann tók 200 viðtöl og fjallaði um þau á bloggsíðu sinni á Guardian en nú ætlar hann að gefa út bók. 1995 beitti Joris þátttöku athugun þegar hann rannsakaði námsmenn í Kario í Egyptalandi. Í rannsókninni í London var Joris sá sem er utangarðs og tilheyrir ekki hópnum. Það tók tíma að vinna traust en svo vildi mikill fjöldi bankastarfsmanna tjá sig undir nafnleynd. Kvikmyndin Wall Street hefur skapað opinbera ímynd starfsmanns í fjárfestingarbanka. Þar eru snyrtilegir ungir menn með axlabönd sem vinna undir miklu álagi.  Joris talaði við breiðan hóp manna ,m.a. þá sem störfuðu við áhættumat og við starfsmann lögmannastofa. Sumir reyndu að vera sig ; menn verða að vinna mikið og lengi til að fá góð laun en aðrir sögðust vinna mikið og lengi og fá lág laun. Í City skipta eingöngu hæfileikar máli en stéttarstaða eða vera kominn af ríku foreldri. Hæfileikafólk úr verkalýðsstétt hefur hér góða möguleika; um þetta voru allir sammála. Mörgum fanst að allir hjakkaði í sama farinu og fyrir kreppu. Einstaka haus hefði fokið en kerfið væri það sama. Bankar borga matsfyrirtækjum til að meta sig; það hefur ekki breyst. Endurskoðunarfyrirtæki eru um leið ráðgjafarfyrirtæki bankanna. Markaðurinn bregst. (Spiegel).

Kolgrafarfjörður; mat Vegagerðarinnar 2001.

Fjörðurinn er á norðanverðu Snæfellsnesi og austan við Grundarfjörð. Hann er frekar grunnur og 40 metrar þar sem hann er dýpstur. Brú var lögð yfir fjörðinn 2004. Hún stytti leiðina milli Grundarfjarðar og Stykkishólms um 6 kílómetra.  Árið 2001 sendi Vegagerðin frá sér skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við fjörðinn. Í þeirri skýrslu eru neikvæð áhrif einkum vera talin breytingar á landslagi.Framkvæmdin er talin geta haft áhrif á fuglalíf, þ.e. æðarfugls og rauðbrystinga. Komandi framkvæmdir munu, segir þar, fara fram í saamvinnu við Breiðafjarðarnefnd, Veiðimálastofnun og fleiri aðila. Í skýrslunni er einnig fjallað um fiska (bls. 78 og áfram). Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að löng brú muni ekki hafa áhrif á fiska í firðinum. Þó er hugsanlegt að búsvæði skarkolaseiða skerðist lítilsháttar. (Snæfellsnesvegur um Kolgrafarfjörð. Okt. 2001)

Makrílinn og kvótinn. Hverjir eiga makrílinn?

Þetta er sjöunda árið sem markríll veiðist í verulegu magni. Mestur varð aflinn 2011 en þá varð heildarafli  153 þúsund tonn. Frá 2010 hefur makrílinn einnig veiðst á línu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu mikil heppni þetta er fyrir íslenskt þjóðarbú. Í Færeyjum er sérstakt veiðigjald á makríl sem mun vera 16 krónur íslenskar á kíló. Heildartekjur gætu orðið 2 milljarðar króna á þessu ári. Nú er það stefna ríkisstjórnarinnar að setja makríl í kvóta. Ljóst er að markaðsvirði aflaheimilda er afar hátt, hugsanlega 100 milljarðar. Við kvótasetningu yrðu aflaheimildir bókfærðar sem eign í efnahagsreikningi útgerðarfyrirtækja. Óþarfi er að segja eitt orð um hver mikil búbót þetta yrði fyrir viðkomandi fyrirtæki. Nú eru aðrar leiðir færar en ríkisstjórnin er afhuga þeim. Í kvótakerfinu greiða fyrirtæki almennt veiðigjald og sérstakt veiðigjald. Sum greiða ekkert eftir að tekið hefur verið tillit til skulda vegna kaupa á aflaheimildum og frítekjumarks. Fyrirtæki í sjávarútvegi eins og önnur fyrirtæki í landinu greiða tekjuskatt. Útflutningstekjur fyrirtækja vegna makríls hafa verið 20 milljarðar á ári undanfarin ár. Nú fer nánast allur makríll í frystingu. Makríll hefur veiðst við Ísland í meir en 100 ár en í afar litlu magni og eingöngu sem meðafli. 2005 fengu íslensk skip mikið magn af makríl sem meðafla í síldveiðum. LíÚ hefur frá 2009 eindregið hvatt til þess að markrílinn verði settur í kvóta. Ef ríkisstjórnin lifir verður þeim að ósk sinni.

Magnus Carlsen er heimsmeistari í skák; tímamót í skáksögunni.

Carlsen er 19. heimsmeistarinn í skák. Fyrstur varð W Steinitz og það var árið 1886. E Lasker var lengst allra heimsmeistari eða 27 ár. Heimsmeistararnir hafa komið frá Austurríki, Þýskalandi, Rússlandi, Sowétríkjunum, Kúbu, USA, Indlandi og Hollandi. Og nú Noregi. Verðlaunaféð í einvíginu núna var 1.89 milljónir evra. Magnus fær 60% eða 1.132 milljónir evra. Einvígið vakti mjög mikla athygli um allan heim. Samkvæmt upplýsingum FIDE-alþjóða skálsambandsins fylgdust milli 100 og 200 milljónir manna með skákunum. Horfa mátti á skákirnar á fjölmörgum síðum á netinu. Skákin nýtur þess að hún fellur afar vel að netmiðlum. Eftir einvígið sagði Carlsen að Anand hafi verið heimsmeistari í 10 ár og það hafi verið mikill heiður að keppa við hann. Með sigrinum hefur Carlsen tryggt sér sæti með mestu afreksmanna Norðmanna á sviði íþrótta. Aðeins Petter Northug og Marit Bjorgen eru vinsælli en hann meðal iþróttaáhugafólks. Carlsen er því innan um fólk sem stundar vetraríþróttir. Einvígið hefur vakið gífurlega athygli almennings í Noregi. Áhorf á útsendingar NRK og VG er mjög mikið. Norska skáksambandið er ekki aðili í DIF sem eru heildarsamtök íþróttafélaga í Noregi. Rognlien forseti íþróttasambandsins hefur á undanförnum árum lýst því yfir að skák sé ekki íþrótt. Líklegt verður að teljast að hann skipti fljótlega um skoðun(sic). Carlsen vonar að skákiðkun og félagsstarf í skákklúbbum muni eflast á næstu árum. Calrsen er með 2870 elostig. Slík stig eru mælikvarði á styrkleika skákmanna. Í fyrra var Jóhann Hjartarson með 2624 stig en hann var þá stigahæstur íslenskra skákmanna. Í nokkrum skákum gerði Anand alvarleg mistök. Hann sagði sjálfur að Carlsen hefði laðað mistökin fram. Það bendir til óöryggis og taugaspennu hjá Anand.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband