Færsluflokkur: Bloggar
22.11.2013 | 10:59
Af hverju er nýfrjálshyggjan ekki horfin?
Þrátt fyrir fjármálakrreppuna 2008 og margvíslegar afleiðingar hennar víkur nýfrjálshyggjan ekki af hinu pólitíska sviði. Hverjar skyldu skýringarnar vera? Kjarni nýfrjálshygjunnar er áhersla á samkeppnismarkað og að takmarka afskipti ríkisins. Þessar hugmyndir eru almenar og sértækar og auðvelt er að aðlaga þær breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. Svið nýfrjálshyggu er fyrst og síðast áróður eða mælskulist en ekki útfærsla á velskilgreindum markmiðum. Það sem nýfrjálshyggjumenn gera er oft í algerri andstæðu við orðræðuna. Nýfrjálshyggjumenn halda fram einföldum hugmyndum og lausnum sem oftar en ekki er að finna hjá andstæðingum þeirra. Styrkur þeirra er hugmyndafræðileg kreppa eða veikleiki andstæðinganna. Það hefur hentað mörgum stjórnmálamönnum að taka upp hugmyndir nýfrjálshyggjunar og fella þær að markmiðum sínum. Hluti af hugmyndum nýfrjálshyggjunnar um peningamál og fjármál eru orðinn þáttur í skipulagi fjárnálatofnana í ESB og niðurskurðarstefnu stjórnvalda. (LSE).
22.11.2013 | 09:03
Meðalmánaðarlaun fólks í stjórn SA eru 3.2 milljónir.
Launin eru eðlilega nokkuð mismunandi. Þau eru frá 800 þusund á mánuði uppí 9.3 milljónir á mánuði. Þá er auðvelt að reikna að meðalárstekjur þessa hóps eru 38.4 milljónir. Nokkrir aðilar í þessum hóp eru stóreignafólk. Þessar tölur eru úr tekjublaði Frjálsar Verslunar og með þeim fyrirvara að þær séu réttar. Þetta er fólkið sem stendur á bak við óvenju ósvífna auglýsingaherferð sem hefur það að markmiði að hvetja almennt launafólk til að sætta sig við nánast óbreytt laun. Það er gert með því að setja fram afbakaða og skrumskælda mynd af samhengi verðbólgu og launahækkana. Ef hagfræðingar SA hafa verið með í ráðum er engin ástæða til að taka þá alvarlega hér eftir. Ef auglýsingastofa hefur fengið frjálsar hendur þá er það yfirlýsing SA um að sannleikurinn skipti engu máli.
21.11.2013 | 14:34
Þekkir SA ástæður verðbólgu á Íslandi?
Frá stríðslokum hefur verðbólga verið mikil hér á landi og talsvert meiri en í helstu viðskiptalöndum. Hún hefur verið mismunandi eftir tímabilum og frá 1991 hefur hún verið tiltölulega lítil. Frá 1971 til 1981 var meðalverðbólga 39.7%. En frá 2001 til 2009 var hún 6.2%. Verðbólga er verðrýrnun krónunnar og hefur margvísleg áhrif á verðmæta flutninga milli þjóðfélagshópa, atvinnugreina og kynslóða. En hverjar eru helstu ástæður verðbólgu hér á landi? 1)íslenska hagkerfið er lítið, einhæft og opið. Landið sérhæfir sig í afmörkuðum greinum og allt þetta gerir landið berskjaldað fyrir áhrifum af viðskiptakjörum. Landið flytur inn allar helstu nauðsynjavörur og vegna eðlis þeirra eru neytendur tiltölulega ónæmir fyrir verðbreytingum. Ísland er lítið markaðssvæði og innfluttar vörur verðlagðar í gjaldmiðli framleiðenda. Einnig er líklegt að trúverðugleiki peningastefnu og fjármálastefnu sé lítill hér á landi. 2) gengisbreytingar hafa ákaflega mikil áhrif á verðlag. Slakur árangur við stjórn peningamála eykur þessi áhrif. 3) Framkvæmd peningastefnunnar hefur (líklega) verið ábótavant. Fullyrt hefur verið að Seðlabankinn hafa beitt vaxtahækkunum of mikið. Peningastefnan hefur reyndar einnig verið gagnrýnd fyrir það að vaxtahækkun hafi verið of lítil. 4) ekki hefur verið samræmi á milli peningastefnunnar og fjármálastefnu stjórnvalda. ( S Í : Peningastefnan eftir höft.).
21.11.2013 | 11:53
Kínamúrinn í hættu.
Kínamúrinn er eitt mesta mannvirki jarðarinnar. Hann er 1500 mílur að lengd. Á nokkrum stöðum er hann í hættu vegna byggingarframkvæmda og vegna þess að aðliggjandi landi hefur verið breytt í landbúnaðarsvæði. Talið er að tveir þriðju hlutar múrsins hafi verið skemmdir eða eyðilagðir. Múrinn var byggður fyrir 2200 árum en nú virðist hann vera að tapa orustunni við bændur sem búa í nágrenni við hann. Fyrir nokkrum áratugum var múrinn 10 til 15 metra hár en nú er hann sjaldnast meir en tveggja metra hár. Árið 2006 námu stjórnvöld úr gildi lög og reglur um vernd múrsins. Á Ming tímabilinu er talið að múrinn hafi verið 4000 mílur. Það er 10 sinnum fjarlægðin frá New York til Los Angeles.
21.11.2013 | 10:44
Afnám peninga í umferð og ríkisvæðing bankakerfisins.
Larry Sommers er fyrrverandi fjármálaráðherra USA og hagfræðingur(auðvitað). Hann óttast að hagkerfi heimsins standi frammi fyrir 30 ára tímabili stöðnunar. Og þá er nauðsynlegt að grípa til mjög róttækra ráða. Á ráðstefnu á vegum AGS hélt Summers því fram að hættulegt ójafnvægi væri í hagkerfi heimsins; sparnaður væri alltof mikill og fjárfestingar alltof litlar. þegar summa allra landa er fundin verður að vera jafnvægi en ekki í hverju landi fyrir sig. Vaxtastig á að koma á jafnvægi og Summers heldur því að raunvextir séu orðnir neikvæðir. Ef raunvextir eru neikvæðir hafa einkafyrirtæki ekki áhuga á fjárfestingum. Í Þýskalandi hafa fjárfestingar minnkað mikið undanfarin ár. Ef lágmarkslaun eru föst þýðir þetta aukið atvinnuleysi. Ef laun væru sveigjanleg niður á við yrði ástandið líklega enn verra. Neyslan myndi þá minnka mikið. Ef eitthvað er til í spádómum um langt tímabil stöðnunar merkir það í reynd efnahagshrun. Lífeyriskerfin myndu hrynja eins og auðvelt er að sjá fyrir sér. En hvað er þá hægt að gera? Það er hægt að afnema peninga í umferð og setja stýrivexti á -5. Við þessa aðgerð myndi einkaneysla örugglega vaxa þar sem fólk sér peninga sína hverfa. Það væri hægt að ríkisvæða allt fjármálakerfið og setja vexti á lánum til fjárfestingar niður fyrir markaðsvexti. Ríkið getur sótt sér ódýra peninga sem einkafyrirtæki liggja á og fjárfest. Það er tiltölulega einfalt að afnema peninga í umferð og taka upp rafpeninga alfarið. það gæti orðið pólitískt erfitt að koma þessu í gegn. Það er mjög skynsamlegt að ríkisvæða bankakerfið en það nægir ekki að eitt og eitt land geri það. Mikilvægustu ríki heimsins verða að gera það öll. Það er hægt að leysa málið með markaðslausnum og í þessu tilviki eru það umfangsmiklar fjárfestingar ríkisins. (Spiegel)
21.11.2013 | 09:06
Aukið þunglyndi hjá ríkjum þjóðum?
Greinileg aukning á notkun þunglyndislyfja hefur verið hjá ríkari þjóðum undanfarinn áratug. Í nokkrum löndum fá meira en 10% fullorðinna þunglyndislyf. Kanada, Ástralía og öll Norðurlöndin eru í þessum hópi. Á undanörnum 3 árum hefur notkun slíkra lyfja aukist um 20% á ári í Kína en notkun var mjög lítil þar áður. Mjög líklegt er að læknar ávísi lyf við veikari tegundum þunglyndis. Án efa hefur fjármálkreppan og afleiðingar hennar haft sín áhrif. Á Spáni og Portúgal hefur notkun þessara lyfja aukist mikið. Þeir sem eru alvarlega sjúkir verða að taka lyf en ef um mildari afbrigði þunglyndis er að ræða eru lyf ekki nauðsynleg. Önnur meðferðarforn eins og viðtöl , hópmeðferðir og ráðgjöf bera árangur. Sjálfshjálparhópar gera mikið gagn. Ef ekkert af þessu er til staðar geta lyf hjálpað. Árið 2011 voru skammtar á dag á Íslandi 105.8 á hverja 1000 íbúa. 1989 var talan 14.9 á hverja 1000 íbúa. Í mjög mörgum löndum hefur orðið aukning en ekki svona gífurleg. Á þessu er fleiri en ein skýring sem læknar og félagsvísindamenn þurfa nauðsynlega að greina. Það er ljóst að mjög hraðar og miklar þjóðfélagsbreytingar hafa átt sér stað á þessum tíma. Nú þekki ég ekki hvernig greiningarhæfni lækna hefur þróast á þessum tíma.Auðvitað er rétt að skoða aukiðframboð á lyfjumog tilkomu nýrra lyfja. Nú er þunglyndi alvarlegur sjúkdómur og ein af mikilvægari ástæðum örorku. Virkni þunglyndislyfja er mjög umdeild og niðurstöður rannsókna misvísandi. Sjúkdómurinn er erfiður í greiningu og miklu skiptir að hann sé greindur rétt í upphafi.
20.11.2013 | 19:49
Líður tíminn hraðar hjá öldruðum?
Klukkutími í biðstofu læknis getur verið heil eilífð en þriggja vikna frí á Spáni líður á örskammri stundu. Með hækkandi aldri virðist tíminn líða hraðar eða þannig er skynjun fólks. Hver getur skýringin verið? Kannski byggist þetta á reikningi. Sérhvert tímabil er tengt við eiginn aldur. Eitt ár er einn þriðji af aldri þriggja ára barns en en 0.0125% af aldri áttræðs manns. Nú, þarf þetta ekki að vera svona. Mörgum finnst tíminn fara að líða hægar þegar þeir hætta að vinna og fara á eftirlaun. Oft breytist skynjunin þegar frá líður. Tíminn í biðstofu læknisins virtist heil eilífð en að kvöldi dags finnst manni að dagurinn hafi liðið ótrúlega fljótt. Rannsóknir á elliheimilum hafa leitt þetta fyrirbæri í ljós. Tíminn fram að hádegismat er óendanlega lengi að líða en um kvöldið virðist dagurinn mjög stuttur. Í minni mannsins er tíminn röð atburða og ef mikið hefur gerst virðist tíminn hafa verið langur. Þetta er þekkt úr ferðalögum fólks. Fyrstu dagar frísins í nýju landi virðast líða mjög hægt. Þú þarft að meðtaka margvíslegar upplýsingar og læra á nýtt umhverfi. Síðustu dagana er umhverfið þekkt og orðið hversdagslegt. Þessa reynslu má yfirfæra á ævi mannsins. Fyrsta ástin, fyrsti kossinn og fyrsta barnið. Síðan koma 30 ár í hjónabandi og vinna og frí og vinna og... með aldrinum minnkar hæfileikinn til að vera opinn fyrir heiminum og skynja nýja hluti. Meir og meir lifum við í viðjum vanans. En möguleikinn er að byrja uppá nýtt við nýjar aðstæður er til. (Spiegel).
20.11.2013 | 14:23
Króatía með í EES-samstarfi.
Samningaviðræðum um þátttöku Króatíu hvað Noreg varðar er lokið. Noregur fær betra aðgengi á markað fyrir fisk og fiskafurðir en á móti kemur að Króatía fær fjárstuðning úr sjóðum sem EES ræður yfir. Upphæðin sem Króatía fær er 9.6 milljónir evra. Styrkina á m.a. að nota til að auðvelda viðskipti og samvinnu við Noreg. Þegar Króatía gekk í ESB féll fríverslunarsamningur EFTA og Króatíu niður. Noregur og ESB sömdu þá um aukinn tollfrjálsan kvóta á unninni síld. Noregur hefur gert samninga um tímabundna aðlögun vegna innflutnings á vinnuafli. Næstu 7 ár verður mögulegt að takmarka fjölda Króata sem vinna í Noregi. Þennan samning þurfa þjóðþing Noregs, Íslands og Liechtenstein að samþykkja.
20.11.2013 | 12:06
Krónan; flýtur á meðan ekki sekkur.
Gengi krónunnar hefur verið stöðugt undanfarna mánuði og eru það góð tíðindi. Fyrir ári lækkaði gengi krónunnar talsvert. Rekstrarumhverfi heimila og fyrirtækja er því stöðugra nú en fyrir ári. Krónan hefur verið að styrkjast gagnvart vog helstu gjaldmiðla.Verðbólguvæntingar eru að minnka. Væntingar um verðbólgu á komandi misserum eru mikilvægar í komandi samningum. Væntingar eru nú komnar niður fyrir 4%. Undanfarna mánuði hafa viðskiptakjör versnað en á móti kemur að afborganir af erlendum lánum hafa verið tiltölulega litlar, tekjur af erlendum ferðamönnum miklar og magn sjávarafurða hefur vaxið. Seðlabankinn hefur fylgt inngripastefnu og verið virkari á gjaldeyrismarkaði. Við því er að búast að gengi krónunnar lækki á næsta ári vegna minni afgangs á viðskiptajöfnuði. Vegna haftanna verður lækkunin líklega á bilinu 1-2%.
20.11.2013 | 10:42
Sádi Arabía kaupir vopn frá Þýskalandi fyrir 1.24 milljarða evra árið 2012.
Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessi umfangsmiklu vopnaviðskipti. Sádar eru nú orðnir stærsti kaupandi þýskra vopna. Nu í vikunni um ríkisstjórn Merkel ræða þessi mál. Víðtæk mannréttindabrot eru framin í Sádi Arabíu og það er stefna þýskra stjórnvalda að selja ekki vopn til landa þar sem rökstuddir grunur bendir til þess að vopnin séu notuð til að kúga minnihlutahópa. Mikil vopnakaup Sáda eru einkum til að tryggja landamæri og öryggi við landamæraeftirlit. 2010 voru flutt út vopn fyrir 2.12 milljarða evra en mun minna eða 1.29 milljarða evra árið 2011. Árið 2012 fór 60% af vopnaútflutningi Þjóðverja til landa utan NATO og ESB. Vopn voru flutt út til Íraks, Singapúr,Suður-Kóreu og Sameinuðu furstadæmanna. Til þessara landa er flutt út mikið af byssum af margvíslegum gerðum. Framleiðsla og sala á vopnum eru viðskipti en vopn er ekki eins og hver önnur vara sem fullnægir mannlegum þörfum eins og húsgögn og föt. Menn drepa með vopnum og vopn eru notuð til að ógna og beita pólitískum þvingunum.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 746
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar