Færsluflokkur: Bloggar

Ný prófraun fyrir evruna.

Í nýrri skýrslu Bundesbank kemur fram að verð á húsnæði í stærstu borgum landsins er 20% hærra en hægt er að skýra með efnahagslegum eða lýðfræðilegum þáttum. Stöðugt verðlag er hins vegar á dreifbýlum svæðum. En það er engin ástæða til ofsafenginna viðbragða. Verðbólguleiðrétt var verð húsnæðis 2010 fyrir neðan verð ársins 1975. Á sama tíma hækkaði verð um 50% í USA , 150% á Englandi og 200% á Spáni. Hlutfall húsnæðisverðs í Þýskalandi og leigu og tekna er fyrir neðan langtíma meðaltal. Lítið hefur verið byggt af nýju húsnæði í Þýskalandi og það kæmi sér vel fyrir allt evrusvæðið ef uppsveifla yrði í þessari grein. En brennt barn forðast eldinn. Evrukreppan á m.a. upphaf sitt í mikill uppsveiflu í byggingariðnaði á jaðarsvæðum. Fjárstreymið skapaði mikið ójafnvægi og óraunsæar væntingar hjá sjórnvöldum. En nú eru fjárfestar og bankar í mikilli leit að arðvænlegum fjárfestingarmöguleikum. Þýskur húsnæðismarkaður gæti verið lausnin. Verðbólgan er nú 1.1% á evrusvæðinu og atvinnuleysi er 12%. Það er því ljóst að meira aðhald í fjármálastefnu er ekki æskileg. Viðskiptajöfnuður Þýskalands er jákvæður og hið opinbera er rekið með hagnaði. Ríkisskuldabréf seljast á nánast núll vöxtum. Meira aðhald myndi skapa meira ójafnvægi á evrusvæðinu.

Kúba; tvær tegundir af peso verða ein.

Í 19 ár hafa verið 2 tegundir gjaldmiðils á Kúbu. Peso sem hægt er að skipta í erlendar myntir og kúbanskan peso fyrir almenning eða þjóðina. Nú hefur Raul Castro, æðsti maður ríkisins og bróðir Fidel ákveðið að breyta þessu skipulagi og hefur það verið tilkynnt í flokksmálgagninu Granma. Nú á að taka við tímabil umbreytinga en alls ekki áfallahjálp eins og stendur í blaðinu. Erlendir ferðamenn hafa ekki þurft að nota CUP. Allt sem er umfram nauðsynleg matvæli og fatnað verður að kaupa í ríkisreknum verslunum eða á mörkuðum bænda eða á svörtum markaði með CUC (skiptanlegri mynt). Fyrir hluta almennings er þessi mynt óaðgengileg.

 


Hvað er íslensk þjóðmenning?

Þessu má svara með einfaldri skilgreiningu. Það er sú sérstaka menning sem einkennir Íslendinga sem þjóð. En þá vantar allt innihald: er það íslensk tunga? eru það bókmenntir og þá sérstaklega miðaldabókmenntir? eru það rómantísk  skáld 19du aldar? íslensk þjóðlög? burstabærinn? safnið að Skógum? Við stjórnarmyndun lýsti Framsókn því yfir að flokkurinn vildi leggja áherslu á þjóðmenningu. Forsætisráðherra fór og heimsótti Þjóðminjasafnið. Síðan hefur lítið gerst. Þjóðmenningu er hægt að skoða á ýmsan hátt. G Hofstede er þekktur fræðimaður á sviði menningarrannsókna. Með aðferðum hans hefur verið gerð rannsókn á íslenskri þjóðmenningu. Samkvæmt henni einkennist íslensk menning af lítilli valdafjarlægð milli manna, óvenjumikilli einstaklingshyggju,lítilli karllægni( sem lýsir sér m.a. í formlegu jafnrétti karla og kvenna.)og fremur lítilli langtímahyggju. Ísland svipar til Noregs hvað varðar valdfjarlægð milli fólks. Áhersla er lögð á fjárhagslegan- og efnalegan jöfnuð milli fólks og að samskiptu séu ófromleg í daglegu lífi. Stjórnendur fyrirtækja líta á allt starfsfólk sem eitt lið sem vinnur að sama markmiði. Einstaklingshyggja er mjög ríkjandi hér á landi. Hver ber ábyrgð á sjálfum sér. Hvatning og umbun er oft eistaklingsmiðuð hjá  stórum fyrirtækjum. Varðandi litla karllægni þá einkennast samskipti kynjanna af jafnræði en auðvitað er morgunljóst að munur er á tekjum karla og kvenna. Loks er þess að geta að ráðdeild og skýr framtíðarsýn eru ekki áberandi einkenni menningarinnar.

Erlendum ríkisborgurum fjölgar mikið í Þýskalandi.

Í lok árs 2012 voru 7.2 milljónir manna án þýsks ríkisborgararéttar í Sambandsþýðveldinu Þýskalandi. Á einu ári hefur orðið fjölgun um 282000 manns. Aukningin er 4.1% sem er sú mesta síðan 1993. Meir fólksfjöldi flyst til landsins. Á síðasta ári voru það 394000. 2800 fleiri fæddust en létust. 115000 fengu þýskan ríkisborgararétt. Pólverjar, Ungverjar, Rúmernar, Grikkir og Spánverjar streyma inní landið og inná þýskan vinnumarkað. 20% koma frá löndum utan ESB . Kínverjar, Sýrlendingar, Indverjar og Rússar. Flestir setjast að í Bæjaralandi í Suður-Þýskalandi. Innflytjendur virðast hópast á ákveðin svæði líkt og Tyrkir gerðu í Berlín fyrir nokkrum áratugum. Á sínum tíma byggðist þýska efnahagsundrið á innfluttu vinnuafli. Erlent vinnuafl var hvatt til að koma til landsins með mörgum ráðum og hagvöxtur byggðist á aukinni notkun vinnuafls. 

Er forsætisráðherra kjáni?

Framsókn er í miklu andstreymi þessar vikurnar. Það litla sem ríkisstjórnin hefur komið í framkvæmd er verk Sjálfstæðisflokksins. Framsókn situr uppi með svikin kosningaloforð og reynir af veikum mætti að klóra í bakkann. Þrír milljarðar strax og þjóðarsátt um Landsspítalann heitir nú að strax sé teygjanlegt hugtak.Punktur. Ósamræmi í málflutningi stjórnarflokkanna um skuldaleiðréttingu er augljós. Það er að renna upp ljós fyrir þeim sem trúðu hvað fastast á kosningaloforð Framsóknar. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi hefur varað flokkana við.Stjórnin verður ekki langlíf ef hún bregst í þessu stóra máli. Nýkominn úr verðskulduðu fríi(að eigin sögn) mætti ætla að forsætisráðherra væri ferskur en svo virðist ekki vera. Honum tekst að kreista fram einn aulabrandar um að Helgi Hjörvar megi koma með honum í næsta verðskuldaða frí. Síðan óttast forsætisráðherra að stjórnarandstaðan muni beita málþófi þegar(og ef) frumvörp ríkisstjórnarinnar komi fram. Heyr á endemi! Hann óttast sem sagt að núverandi stjórnarandstaða taki stjórnarandstöðu síðasta tímabils til fyrirmyndar. Hans eigin hegðun er nú orðin að fyrirmynd sem varað er við! Aðspurður um hrun flokks hans í skoðanakönnunum á Bylgjnni sagði forsætisráðherra að skoðanakannanir væru gerðar í hverjum mánuði(sic)og ekki ástæða til að koma með athugasemdir í hvert skipti!!

Barroso varar við greiðslufalli ESB í november.

Til greiðslufalls gæti komið ef þingið samþykkir ekki aukafjárlög. Samkvæmt aukafjárlögum munu 3.9 milljarðar evra renna frá aðildarríkjum til stofnana ESB. Stórar stofnanir ESB eiga í valdabaráttu. Fjárlög 2013 voru uppá 14 milljarða evra en sambandið hefur skuldbundið sig til  meiri fjárútláta sem skortir. Þingið og ráð aðildarríkjanna eiga í valdabaráttu. Deilan stóð um hvaðan 400 milljónir evra ættu að koma sem ætlað var til björgunar-og endurreisnarstarfa í Þýskalandi vegna flóðanna þar. Barroso er með yfirlýsingum sínum að setja þrýsting á þingið til að afgreiða málið með hraði. Margir þingmenn eru vantrúaðir á sannleiksgildi yfirlýsinga Barroso. Þeir tala um sviðsetningu að ráðum almannatengla. (Spiegel).

40 handtökur og borgaraleg óhlýðni.

Atburðirnir í Gálgahrauni í dag munu konast í Íslandssögu framtíðarinnar. Það er að mörgum ástæðum. Svo virðist sem almenningi sé ekki tryggður nægur réttur til að hafa áhrif á framkvæmdir sem hafa áhrif á náttúrulegt umhverfi áður en framkvæmdir hefjast. Eftir að framkvæmdir eru hafnar er enn erfiðara að hafa áhrif. Nokkrir lögmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að rétt sé að bíða dómsúrskurðar vegna þess hversu mörg atriði eru óljós. Framgangur bæjaryfirvalda einkennist af augljósri frekju og ljóst er að miklir hagsmunir hljóta að vera í húfi. Hagsmunir verktaka í vegagerð og byggingariðnaði.                 Borgaraleg óhlýðni er þegar brotið er gegn lögum en markmiðin eru almannaheill. Lögbrotið fer fram fyrir opnum tjöldum og felur ekki í sér ofbeldi. Sá sem brýtur af sér beygir  sig undir vald lögreglu. Borgaraleg óhlýðni er eðlilegur þáttur í lýðræðisríki. Svört kona Rosa Parks neitaði að standa upp fyrir hvitum manni í stræðsivagni þegar henni var skipað að gera það. Það var í desember 1955. Barátta Martin Luther King jr einkenndist af borgaralegri óhlýðni. 


J P Morgan bankinn látinn borga. Hver er næstur?

Jamie Dimon bankastjóri hefur verið hálfguð í bankaheiminum en nú er komið að skuldadögunum. Bankinn verður að borga 13 milljarða dollara í sektir og skaðabætur. það er byrjunin eftir samninga við eftirlitsstofnanir. Ákæruliðirnir eru eftir. Í langan tíma hefur virst sem svo að skattgreiðendur þyrftu einir að borgar reikninginn vegna fjármálakrreppunnar en það hefur breyst nú. Fjölmargir bankar mega reikna með því að þurfa að borga háar summur: Bank of America , Royal Bank of Scotland, Barclays og Credit Suisse. Fhfa hefur krafist 6 milljarða dollara af Bank of America. Það verður einnig mjög dýrt þegar leikritið með vextina verður gert upp. Lobor og Euribor vöxtum var stýrt af hópi stórra banka. Þegar hafa evrópskir bankar borgað 2.5 milljarða í skaðabætur þess vegna. Þýskir bankar eru næstir í röðinni. Málaferlin verða mörg, langvinn og dýr.

Klámiðnaður á netinu.

Fabian Thylman er þekktur maður í þessum geira. Hann sætir nú rannsókn vegna skattsvika og brota gegn barnaverndarlögum. Hann hefur nú selt hlut sinn í Manvin fyrirtækinu til helstu stjórnenda þess. Upphæðin er amk 100 milljónir dollara. Manvin er risafyrirtæki. Það rekur síður eins og YouPorn, Pornhub og Red Tube. Auk Playboy Plus. Í desember síðastliðnum var Thylman tekinn fastur vegna gruns um skattsvik. Þá voru hjá Manvin uþb eitt þúsund starfsmenn. Veltan var þriggja tölustafa tala í milljónum dollara á ári. Hagnaður er umtalsvert meiri en íslenskir atvinnurekendur eiga að venjast. Thylman hafði þá lent í andstöðu við stjórnendur fyrirtækisins sem eru aðallega staðsettir í Montreal í Kanada. Lögleglan rannskar einn hvort Thylman hafi dreift barnaklámi. Það er auðvelt fyrir alla að komast inná síðurnar YouPorn og PornHub. Það nægir að staðfesta aldur með því að smella með músinni. Samkvæmt þýskum barnaverndarlögum verður að sanna aldur til að komast inná klámsíður. Fyrirtækjanet Thylmans samanstendur af meir en 35 fyrirtækjum. Nokkur fyrirtækjanna eru staðsett á Kýpur. (Spiegel).

Þrælar á Íslandi í fortíð og samtíð.

Talið er að þrælar hafi verið aðalvinnuafl bænda á 10. öld. Þrælahald var hins vegar ekki hagkvæmt fyrir landbúnað hér á landi og munu snemma margir þrælar hafa fengið takmarkað fresli sem leiguliðar. Ekki mátti selja óvinnufær skyldmenni eða börn úr landi. Menn gátu hins vegar orðið skuldarþrælar ef þeir gátu ekki séð fyrir skuldarómögum sínum. Þegar skuldin var greidd urðu skuldarmenn frjálsir. Skuldaþrælkun hefur líklega lags niður á 11. öld. Víkur þá sögunni að 21. öldinni. Samkvæmt Globalslaveryindex  eru þrælar á  Íslandi innan við eitt hundrað. Þrælahald tengist einkum kynlífsiðnaði en í mun minna mæli byggingariðnaði og ferðaþjónustu(?). Mansal tengist hugsanlega þjónustustörfum á heimilum og þvinguðum hjónaböndum.  Nokkur dæmi eru um að ófrískar afrískar konur úr kynlífsiðnaði hafi komið til landsins. Ísland hefur undirritað alla mikilvæga samninga sem snerta nútíma þrælahald. Kristínarhús opnaði 2011 og á síðasta ári dvöldu alls 20 konur þar. 15 höfðu verið í kynlífsiðnaði eða stundað vændi en 5 höfðu orðið fyrir heimilisofbeldi. 2012 fæddust 3 börn í Kristínarhúsi. 2009 voru kaup á vændi bönnuð og nektarklúbbar 2010. Þá hafa nýlega kampavínsklúbbar skotið upp kollinum. En hvað á að gera? Endurskoða lög um bann a´vændiskaupum til að gera þau skilvirkari og nákvæmari. Gera vísindalega úttekt á áhrifum laganna. Styrkja þær stofnanir sem rannsaka og berjast gegn vændi. Gera upplýsingar um nútímaþrælahald öllum aðgengilegar. Tryggja að réttindi erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði séu tryggð. Tryggja hagsmuni fórnarlamba þrælahalds. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband