Færsluflokkur: Bloggar

Viðskiptavit Íslendinga nær nýjum hæðum.

Í fréttatíma söðvar tvö var sagt frá athyglisverðum viðskiptum. Pólska fyrirtækið Anet kaupir verulegt magn af íslenskum gærum en þær eru nánast alfarið fluttar óunnar úr landi. Gæran mun kosta innan við þúsund krónur. Pólska fyrirtækið vinnur úr gærunum fullunna vöru og flytur út til margra landa. Merkilegast er að vörurnar er einnig fluttar út til Íslands. Við heimkomuna er gæran mun verðmætari en þegar hún yfirgaf landið. Vinnsluvirðið mun eðlilega að verulegu leyti skila sér til pólska fyrirtækisins Anet. Í viðtali við sjónvarpsstöðina sagði starfsmaður pólska fyrirtækisins að viðskiptin væru mjög góð og ábótasöm. Ummælin eru ákaflega skiljanleg! 


Hvenær springur Google bólan?

Í gær hækkuðu hlutabréf í Google og hluturinn fór í 1000 dollara. Á undan voru komar fréttir af góðum hagnaði. Þær fréttir eru nokkuð á skjön við aðrar úr þessum geira. Þær eru reyndar einnig á skjön við fréttir úr efnahagslífi BNA og Evrusvæðisins. Hækkunin er hins vegar í takt við þróun máli í Kína. Verð á hlutabréfum margra tæknifyrirtækja er svipað og var á tíunda áratugnum fyrir aldamótabóluna. Dow Jones og nasdaq vísitölurnar fóru í hæstu hæðir árið 2000 en hröpuðu síðan niður. Venjulega eru langar sveiflur í breytingu vísitalna ef þær mæla nokkurn veginn rétt.  Eftir kreppuna miklu 1929 og hrun á verði hlutabréfa náðu vísitölur ekki sama gildi og þær höfðu fyrir kreppu fyrr en 1954. Hlutabréf tæknifyrirtækja í BNA hafa fjórfaldast í verði á síðustu 13 árum. Það er erfitt að sjá hvaða breytingar innan fyrirtækjanna, vöruframboði þeirra og þjónustu gæti skýrt slíkar breytingar. Skýringanna er líklega að leita í því aukna peningamagni sem Seðlabankinn setur í umferð. Peningaprentunin heldur áfram þetta ár og ef einnig á næsta ári mun bólan þenjast út...... (Boffys blog.)
 

Noregur; bændauppreisn í Venstre.

Ingebjorg Winjum í Granvin segir að ef stefna Hoyre og Frp nái fram að ganga muni landbúnaður á strjálbýlum svæðum leggjast af. Stefnan er að lækka tolla, lækka styrki og einfalda regluverkið. Ódýrar matvörur munu streyma inn í landið frá ESB og norskir bændur eru ekki samkeppnishæfir. Hvert land verður að hafa eigin matvælaframleiðslu segir Winjum. Það er alveg ljóst að bændur eru ekki hlynntur þeirri þróun sem Hoyre og Frp stefna að. Öll ríki beita tollvernd og ekki síst stóru ríkin eins og BNA. Jorn Nordmeland er andvígur því að afnema óðalsréttinn og búskyldu. Ef búskyldan hverfur geta stóreignamenn komist yfir jarðirnar og nýtt þær að vild. Í  Venstre eru skiptar skoðanir um landbúnaðarmálin. Sumir vilja leggja áherslu á grænan landbúnað og aðrir eru ekki andsnúnir því að einfalda regluverkið. Ef styrkir verða minnkaðir kemur það afar mismunandi niður á svæðum og stjórnsýslueiningum.(Klassekampen)

Agaleysi á Alþingi.

Eftir höfðinu dansa limirnir stendur einhvern staðar. Quod licket lovi non licket bovi sögðu Rómverjar. Það sem Júpíter má leyfist nautinu ekki. Hvort á nú við um Alþingi og þjóðina? Eins og alþjóð veit er hæstvirtur forsætisráðherra í fríi. Vitað er nokkurn veginn havr hann er en ekki hvers eðlis fríið er. Síðastliðið sumar vakti það athygli hversu margir ráðherrar tóku sér sumarfrí að lokinn velheppnaðri stjórnarmyndun!! Í þingskaparlögum segir að þingmenn skuli sækja alla fundi nema nauðsyn banni. Þingmenn tilkynna gjarnan forföll og það eru endalok málsins. Hins vegar dylst engum að viðvera þingmanna á þingfundum er æði misjöfn. Fleiri en einn og fleiri en tveir hafa kvartað yfir því að þeir töluðu fyrir tómum þingsal. Þingrásin hefur einn galla. Myndavélin er föst og sýnir alltaf ræðumann, starfandi forseta og starfsmann. Á mörgum þjóðþingum eru vélar sem sýna allan þingsalinn sem er miklu eðlilegra. Þeirri hugmynd er hér með komið á framfæri að þetta verði gert hér. Það hefur einnig komið í fjölmiðlum að mætingar á nenfdarfundi séu nokkuð misjafnar. Í stað þess að halda eina ræðuna enn um agaleysið í þjóðfélaginu gætu stjórnmálamenn tekið til hjá sjálfum sér.

Hagnaður fyrirtækja á Evrusvæðinu.

Í nýrri skýrslu AGS um alþjóðlegan fjármálastöðugleika koma fram athyglisverðar upplýsingar um hagnað stórra og smárra fyrirtækja í fimm ríkjum Evrusvæðisins. AGS skoðar hagnað fyrirtækja fyrir skatt og vaxtagreiðslur sem hlutfall af eignum. Úrtakið er rúmlega 3 milljón fyrirtæki utan fjármálageirans og bæði í opinberri eigu og einkaeign. Fyrirtækin eru í Frakklandi, Portúgal, Ítaliu, Spáni og Þýskalandi. Í ljós kemur að hagnaður fyrirtækja er mun minni en hann var árið 2007. Undantekning eru þýsk fyrirtæki. Afar ólíklegt er að hagnaðarhlutfallið breytist til hins betra á þessu ári. Hagnaður þýskra fyrirtækja er á uppleið en hann er enn 7% lægri en hann var árið 2007. Lágt hagnaðarhlutfall hindrar fjárfestingar og gerir þær erfiðari. Batinn á því eftir að koma í ljós. 

Noregur; almannatenglar í ráðherrastóla.

S Listhaug (kerfið er kommúnískt) er nú ráðherra landbúnaðarmála í Noregi. Hún vann áður hjá auglýsingastofunni First House. 9 af 36 ráðherrum störfuðu áður í almannatengslum. Þetta er greinilega mikil viðurkenning fyrir fyrirtæki á þessu sviði. Það er greinilegt að reynsla á þessu sviði vegur þyngra en reynsla á öllum öðrum sviðum. Bæta má þremur við sem störfuðu sem blaðamenn. 4 af 14 pólitískum ráðgjöfum koma úr auglýsingabransanum. Auglýsingastofur er greinilega valdamiklar stofnanir. Völd þeirra vaxa á kostnað flokkanna. Nú er ekki vitað um alla viðskiptavinu auglýsingastofa. Þar með er ekki vitað um öll sambönd margra núverandi ráðherra. Hagsmunatengsl og tryggðartengsl eru því ekki fyrst og fremst eða aðallega innan flokkanna. Nú er þetta fyrirbæri ekki nýtt en umfangið er nýtt. Er það ekki eðlilegra að ráðherrar komi úr mörgum ólíkum sviðum þjóðlífsins? Eða eru stjórnmálin eingöngu leiksýning?

Sérsveitin í bardagaham.

Hetjur verða ekki til nema þær hafi verðugan andstæðing til að berjast við. Með því að sigrast á öflugum andstæðingi koma yfirburðir hetjunnar í ljós. 26. fyrra mánaðar réðst sérsveit ríkislögreglustjóra inná heimili hælisleitnda að Auðbrekku í Kópavogi. Aðgerðin var framkvæmd á grundvelli dómsúrskurðar. Aðgerðin var í samræmi við aðstæður og eðli málsins að sögn lögreglunnar. 15 menn voru færðir í varðhald en sleppt sama dag. Samkvæmt lýsingu lögmanna og sálfræðings voru aðfarir lögreglunnar mjög harkalegar. Lögmaður lýsir því svo að komið hafi verið fram við mennina eins og dýr. Hælisleitendur hafa margir hverjir orðið fyrir miklu ofbeldi í heimalandi sínu. Aðgerðir sérsveitarinnar hafa verið sársaukafull upprifjun á því.  Engar skýringar voru gefnar á tilefni handtöku, engin lögfræðiaðstoð veitt og engin túlkaþjónusta veitt. Lögreglan hefur upplýst að eitthvað af fíkniefnum hafi fundist í húsinu og eggvopn sem munu vera eldhúshnífar. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að ráðast á þá sem ekki geta varið sig.

73 þúsund erlendir ferðamenn......

Í síðasta mánuði fóru 73000 erlendir ferðamenn frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það er aukning um 13.2% milli ára. Á 12 ára tímabili hefur fjöldinn þrefaldast. Miklar sveiflur hafa verið á milli ára. Í september voru flestir ferðamannanna frá BNA, Bretlandi og Þýskalandi. þegar markaðssvæði er skoðuð kemur í ljós að aukning er frá öllum svæðum nema Norðurlöndum. Frá áramótum hafa 640000 erlendir ferðamenn farið frá landinu. Aukning milli ára er 19.2%. Frá áramótum hafa 274000 Íslendingar farið utan sem er 0.5% færri en í fyrra. Á heimasíðu Ferðamálastofu má sjá margvíslegar tölulegar upplýsingar. 

Eru Bjarni og Sigmundur Davíð í sömu ríkisstjórn?

Í byrjun september sagði forsætisráðherra í viðtali í Ríkissjónvarpinu að í nóvember gæti fólk séð hversu stór hluti verðtryggðra húsnæðislána yrði felldur niður. Þetta ætti að vera ljóst þegar sérfræðihópurinn hefur skilað niðurstöðum. (sjá kastljós 11.9.) Þegar forsætisráðherrann mælti þetta var hann nýkominn til landsins úr langri dvöl í Kanada. Um þessar mundir dvelur forsætisráðherrann í Flórída sér til hvíldar og hressingar. Fjármálaráðherra hefur sínar eigin skoðanir á skuldamálunum sem voru helsta mál síðustu kosninga. Hann telur afar ólíklegt að Alþingi geti afgreitt málið á þessu ári. Stefnan sé hins vegar óbreytt. Nú hafa þingmenn í hans flokki ýmislegt við stefnuna að athuga. Nú; orð og hugtök eru teygjanleg og loforð þroskast og breytast í þungum straumi tímans. Strax getur verið næsta kjörtímabil og þegar forsætisráðherra kemur til landsins hefur nóvember kannski breyst í hálft ár eða eitt ár?

Vændi í Þýskalandi.

1. janúar 2002 var sett ný heildarlöggjöf um vændi í Þýskalandi. Markmið laganna var að bæta lagalega stöðu vændiskvenna með því að gera starf þeirra löglegt. Þetta átti að mæta stöðu þeirra gagnvart tryggingum og réttindum sem launafólk og verktakar njóta. Fimm árum seinna lét ráðuneyti fjölskyldumála meta árangur sem orðið hefði af lögunum. Í stuttu máli má segja að árangur hafi verið nánast enginn. T.d. höfðu glæpir tengdir vændi lítið minnkað. Vændiskonur í Þýskalandi eru um 200000. Um ein milljón karlmanna kaupir sér þjónustu vændiskvenna á hverjum degi. 80% vændiskvenna í Þýskalandi eru erlendir ríkisborgarar. Flestar konur koma frá Austur-Evrópu. 2011 rannsakaði lögrelan 610 mansalsmál. Flest tengdust þau stúlkum frá Rúmeníu og Búlgaríu. Rúmur helmingur vændiskvenna sem beittar eru ofbeldi eru yngri en 21 árs. Meðalmánaðartekjur vændiskvenna voru 1500 evrur árið 2011. Árleg velta í vændisiðnaðinum er 14.5 milljarðar evra (2013). Í Þýskalandi eru uþb 3500 hóruhús. Eitt kvöld á vændishúsi kostar 100 evrur, götumella kostar 20 evrur og fylgdarkona eitt kvöld 1300 evrur. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband