Færsluflokkur: Bloggar
17.10.2013 | 10:38
Starfsgreinasamband Íslands og ríkisstjórnin.
Á þingi sambandsins kom ýmislegt fram í setningarræðu formanns, Björns Snæbjörnssonar. Slagorð þingsins er Samstaða og samvinna. Innan SGS eru nú 19 félög en voru 50 við stofnun. Stærri og öflugri einingar hafa orðið til. Í dag er ekki vitað hvenær og á hvern hátt ríkisstjórnin mun færa niður verðtryggðar skuldir heimila. Enn síður er vitað hvaða áhrif aðgerðir muna hafa á ráðstöfunartekjur. Greinileg færi eru til að bæta kjörin ef tekið ef mið af arðgreiðslum og skattalækknum á útflutningsgreinar. Það er afar mikilvægt að jafna launakjör karla og kvenna í heild sinni. Jöfnun lífeyrisréttinda og rýmkun veikindaréttinda eru mikilvæg baráttumál. Eitt brýnasta máls dagsins er að fólk hafi aðgang að húsnæði á viðáðanlegu verði. SGS vill hafa samstarf við stjórnvöld um húsnæðiskaup og leiguhúsnæði á félagslegum grunni. Ein helsta ógnin við SGS og hagsmuni félagsmanna er svört atvinnustarfsemi. Einhver hluti ferðaþjónustufyrirtækja virðist starfa utan laga og kjarasamninga. þrátt fyrir fögur orð var ekkert samráð við SGS við gerð fjárlagafrumvarps og svikin loforð í upphafi lofa ekki góðu um framhaldið. Ef menn tala um samráð á að vera samráð. Ef ekki þýðir það að menn eru ekki virtir viðlits. Lykilatriði í skattamálum er hækkun persónuafsláttar. Atvinnuleysið er ekki horfið og hluti þess er falinn. þar er verk að vinna.
16.10.2013 | 17:03
Kennitöluflakk veldur miklu tjóni.
16.10.2013 | 15:47
Norskur landbúnaður er kommúnískur.....
16.10.2013 | 14:32
Sveitarfélög á köldum svæðum.
Fjórðungsþing Vestfirðinga mótmælir því að ný ríkisstjórn ætli að vinna gegn því að jafna húshitunar-og raforkukostnað í landinu. Í raforkuna sé varið 240 milljónum en ætti að vera 1100 milljónir. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga er framlag til jöfnunar húshitunarkostnaðar 1344 milljónir en ættu að vera 1700 milljónir ef farið væri að tillögum starfshóps um jöfnun húsnitunarkostnaðar. Nú er það auðvitað velþekkt að húshitunarkostnaður er mjög mismunandi á landinu. Þeir sem geta ekki nýtt heitt vatn úr iðrum jarðar eru mun verr settir en hinir. Árið 1996 voru stofnuð Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum og voru stofnendur 37 sveitarfélög. Samtökin hafa beitt sér allnokkuð í þessum málaflokk. Það vekur athygli að þau hafa ekki ályktað eða sent frá sér fréttatilkynningu um fjárlagafrumvarpið. (Nú má vera að bloggarar hafi misst af ályktun frá samtökunum.) Á heimasíðu samtakanna eru engar ályktanir að finna.
16.10.2013 | 12:01
Mistök Áslaugar Maríu...
16.10.2013 | 09:06
Með lögum skal land byggja. Fyrir og eftir hrun?
15.10.2013 | 15:01
Er fjölgun bótaþega ógnvekjandi?
15.10.2013 | 11:51
Fólksfjöldi á Íslandi fyrir og eftir 2013.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa nú 325010 hér á landi. Erlendir ríkisborgarar eru 22760. Á höfuðborgarsvæðinu búa 208210 eða 64% af öllum íbúum landsins. Brottfluttir íslendingar voru 170 fleiri en aðfluttir á þriðja ársfjórðungi. Danmörk er nú helsti áfangastaður brottfluttra en þeir voru samtals 1370 á þriðja ársfjórðungi. Breytingar á fólksfjölda og samsetningu hans eru grundvallaratriði í hverju samfélagi. Meðalaldur íslensku þjóðarinnar er að hækka. 65 ára og eldri eru nú 21% af aldurshópnum 20 til 64 ára en hlutfallið var 13% 1950. Meðalaldur Íslendinga nú eru 37 ár en var 30 ár 1950. 1. jan 1703 voru Íslendingar 50358 samkvæmt gagnmerku og einstöku manntali. Aldamótaárið 1900 eru landsmenn 77967. Vélvæðing sjávarútvegsins er að hefjast og landið tekur risastökk fram í nútímann. Hagstofan hefur sett fram þrjár spár um þróun mannfjöldans fram til 2061. Samkvæmt miðspá verður mannfjöldinn 352000 eftir áratug. 379000 eftir tvo áratugi og um miðja öldina verður talan 415000.
15.10.2013 | 10:26
Leyndarmál fjármálamarkaða og verðlaunahagfræðingar.
Fama , Hansen og Shiller fengu Nóbelsverðlaunin í ár fyrir mjög mismunandi kenningar um fjármálamarkaði. Fama hélt því fram að verð endurspeglaði nákvæmlega tiltækar upplýsingar en Shiller sýndi fram á að verð viki frá því sem skynsamlegt(rational) væri. Ríkjandi stefna í hagfræðinni (mainstream) gat ekki séð fyrir kreppuna 2008. Shiller varaði hins vegar við fasteignabólunni og komandi kreppu. Fama hefur rétt fyrir sér að því leyti að ákaflega erfitt er að spá fyrir um verðbreytingar til skamms tíma. þar á við samlíkingin um apann sem kastar pílunni. Til er annar brandari um tilgátuna um skilvirka markaðinn. Hagfræðingur sem aðhyllist tilgátuna gengur á götu með kunningja sínum. Þeir sjá peningaseðil á götunni og kunningunn ætlar að taka hann upp en þá kemur svarið: þetta er óþarfi. Seðilinn er falsaður annars lægi hann ekki þarna. Nú eru veðreiðar og fjárfestingar álíka havð óvissuna varðar. En þá vaknar önnur spurning: eru fjármálamarkaðir skilvirkir og hagkvæmir fyrir þjóðfélagið í heild sinni? Fama segist ekki vita havð veldur kreppum enda sé hann ekki að fást við heildar(macro) vandamál! Shiller hefur hins vegar skýringar á kreppum . Árið 2000 skrifaði hann bók og hélt því fram að verðbréf væru alltof hátt skráð. Það er óskynsamleg hegðun fjárfesta, ofmat á eigin getu og hjarðhegðun, sem leiðir af sér kreppur. Shiller ritaði bók um efnið með G Ackerlof. Sá hinn sami er eiginmaður Jane Yellen nýskipuðum Seðlabankastjóra. Lítill klúbbur, ekki satt? Shiller og Ackerlof vilja útskýra hegðun á markaði og þá er gripið til óvissuhugtaksins og sálfræði. Nú er það "animal spirit" neytenda sem skýrir hegðun þeirra. Það undarlega er að hagfræðingarnir hafa engar lausnir. Þeir vilja meiri markað. Shiller telur kerfið vera opin og stéttir eru ekki lokaðar heildir. Allir geta í krafti þekkingar og aðstöðu stofnað banka. Þú þarft ekki að vera fæddur ríkur!! Hann telur að fjármálaheimurinn muni verða lýðræðislegri. Shiller telur að banka og fjármálastofnanir eigi að hafa félagsleg markmið en ekki eingöngu hugsa um hagnað. Ljónið á ekki að beita klóm og kjafti þegar það ræðst á bráðina.
14.10.2013 | 17:58
62 þúsund manns á atvinnuleysisskrá.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar