Færsluflokkur: Bloggar

Utanríkisstefna Gunnars Braga.

Utanríkisráðherra birtir bréf á heimasíðu ráðuneytisins. Þar byggir hann á nafnlausu lögfræðiáliti starfsmanna ráðuneytisins. Niðurstaða álitsins er sú að þingsályktun sé ekki bindandi nema þær byggist á sérstökum lögum eða stjórnarskrá. Aðrar bindi stjórnvöld ekki nema að svo miklu leyti sem af þingræðisvenju leiði. Og  nú tekur ráðherrann rökfræðilegt og pólitískt heljarstökk. Að þessu gefnu mun ráðherra íhuga að leysa samninganefnd og samningahópa frá störfum. Nú er það öllum ljóst að þetta jafngildir slit viðræðna. Sami ráðherra hefur marglýst þeirri stefnu sinni að hlé ætti að gera á viðræðum. Þær stöðvaðar og skipaður yrði sérfræðingahópur til að gera útttekt á viðræðum og einnig á þróun ESB. Á þeim grunni yrði síðan umræða á Alþingi um málið og afstaða þingsins mótuð. Á augabragði virðist allt þetta gleymt eða horfið í tómarúmið í huga ráðherrans. Allt tal um þjóðaratkvæðagreiðslu er einnig gleymt. Ályktanir á flokksþingi Framsóknar eru löngu gleymdar. Þingsályktanir Alþingis hafa verið gengisfelldar með furðulegum hætti. Þær eru ekki lengur stefnumótandi pólitískar viljayfirlýsingar heldur minnisblöð sem fara í ruslafötuna. Hvað varð um virðingu og reisn Alþingis? Af hverju er ekki ný þingsályktun samþykkt á Alþingi sem nemur hina fyrri úr gildi? Samband  Íslands og ESB er ekki smámál sem hægt er að afgreiða með lagatækni og lögfræðiáliti. 

Fjölgar Íslendingum( íbúum landsins) fram til 2060?

Hagstofan hefur birt spá um mannfjölda 2013 til 2060. Samkvæmt henni verður mannfjöldi á Íslandi á bilinu 430 og 490 þúsund árið 2060.(Hagstofan birtir þrjú afbrigði af spám). Gert er ráð fyrir jákvæðum flutningsjöfnuði á þessu tímabili. Hins vegar er gert ráð fyrir neikvæðum flutningsjöfnuði íslenskra ríkisborgara út tímabilið. Endurkomuhlutfall íslendinga er mjög hátt eða 80%. Aðflutningur erlendra ríkisborgara mun verða mikill  og stöðugur næstu árin. Gera má ráð fyrir að 4000 íslendingar flytjist til úrlanda til lengri tíma  ár hvert næstu árin.   Meðalævi mun lengjast á tímabilinu og hlutfall 67 ára og eldri tvöfaldast. Framfærsluhlutfall aldraðra mun breytast mikið. Hundrað vinnandi eru nú á hverja  22 aldraða. 

ESB styður Skagfirðinga.

Byggðasafn Skagfirðinga hefur fengið styrk til rannsókna á fornri málmbræðslu. verkefnið heitir Charisma og er fjármagnað af ESB. Fjölmargir aðilar í Evrópu koma að verkefninu. Í uppgreftri á Skógum í Fnjósknadal fundust deilur og gjall með koparinnstungum. Ætlunin er að rannsaka deiglur frá öðrum stöðum á landinu. ( Héraðsfréttablaðið Feykir.is greindi frá.)

Tjáningarfrelsið, hótanir og óttastjórnun.

Tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi eru meðal mikilvægustu mannréttinda. Sama gildir um kosningaréttinn. Þessi grundvallaratriði mynda kjarnann í pólitísku samfélagi manna. Pólitísk samfélag fæst við opinber mál eða hin sameiginlegu mál þegnanna. Tjáningarfrelsi er trygt í stjórnarskrá Íslands. Hver maður hefur rétt á að láta skoðanir sínar í ljós en hann verður að ábyrgjast þær fyrir dómi. Hvers konar tálmanir á tjáningarfrelsi má ekki lögleiða. Tjáningarfrelsi má segja skorður í þágu allsherjar reglu eða öryggis. Pólitískt samfélag er eitt en veruleiki efnahagslífs og vinnumarkaðar er annað. Yfirráðum yfir fjármagni fylgir mikið vald og þessu valdi er beitt. Oft samtvinnast efnahagslegt og pólitískt vald. Slíkt hefur gerst með margvíslegum hætti í sögu Íslands. Hótun um brottrekstur úr starfi eða slit viðskipta eru þung efnahagsleg vöpn. Þeim hefur verið beitt og þeim er beitt í dag. Agnar kristján Þorsteinsson hefur ritað ágætt blogg sem lýsi valdi, hótunu og stjórnun með ótta á greinargóðan hátt. Agnar rekur nokkur nýleg dæmi umhvernig tjáningarfrelsi er skert. Ýmislegt bendir til að fólk í sjávarþorpum sé hrætt við að tjá andstöðu sína við kvótakerfið og stuðning sinn við veiðigjald. Um það verður ekki endilegta fullyrt en ljóst er að í mörgum staðfélögum er mikil samþjöppun valds. Allir lýðræðissinnar verða að taka skýra afstöðu í slíkum málum. Agnar rekur mörg dæmi þess hvernig þingmenn og áhrifamenn í ríkisstjórnarflokkunum hafa hótað fólki beint og óbeint í kjölfar þess að það tjáði skoðanir sínar. Aðförin að Ríkisútvarpinu er óvenju heiftúðug og ýmsum ráðum beitt. 

Verðbólga og atvinna að mati Seðlabankans.

Verðbólga var 3.3% á öðrum ársfjórðungi 2013. Kostnaður vegna almennrar þjónustu og húsnæðis fór vaxandi. Hækkun á markaðsverði húsnæðis er þó eingöngu bundin við höfuðborgarsvæðið. Ársverðbólga mældist 3. 8% í júlí. Verðbólguálagið sem er vaxtamunur verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa er einnig 3.8%. Verðbólguvæntingar fara örlítið vaxandi. Heimilin vænta 5% verðbólgu næstu 2 árin er fyrirtækin 4% verðbólgu. Talsverð óvissa er i spám. það eru helmingslíkur á að verðbólgan verði á bilinu 2.5 til 4% eftir eitt ár. Heildarvinnustundafjöldi fer vaxandi. Heildarvinnustundum fjölgar mest hjá þeim sem eru í fullu starfi. Atvinnuþáttaka fer hækkandi.  Vinnuaflseftirspurn hjá fyrirtækjum landsins virðist almennt fara vaxandi. Mest breyting hefur orðið hjá fyrirtækjum í byggingarstarfsemi. Fjórða ársfjórðunginn í röð flytja fleiri til landsins en frá landinu. Á síðasta ársfjórðungi voru íslenskir ríkisborgarar helmingur aukningar. Að teknu tilliti til árstíðar er atvinnuleysi 5.5% samkvæmt markaðskönnun Hagstofunnar. Á árunum 2009-2010 hafði flutningur úr landi talsverð áhrif á atvinnuleysið. Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 16% frá byrjun árs 2011 til fyrsta ársfjórðungs 2013. (Peningamál , 2013 , 3 )

Mat Seðlabankans á þróun og horfum í efnahagsmálum.

Ný Peningamál eru komin út. Þar má lesa yfirlýsingu Peningamálanefndar um óbreytta stýrivexti. Mat bankans er forvitnilegt og stutt margvíslegum tölfræðilegum gögnum. Hagvaxtarhorfur næstu 2 ár eru nú 3% ( miklu skiptir að ekki verður af stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík)og líklega mun verðbólga aukast seinni hluta þessa árs. Ástandið á vinnumarkaði heldur áfram að batna, starfandi fjölgar og vinnutími lengist. Talið er að viðskiptakjör þjóðarbúsins muni rýrna um 3% á þessu ári. Þetta merkir að kaupmáttur þjóðarbúsins er að minnka. Á einu ári hefur raungengið lækkað um 5% en er mjög lágt í sögulegu samhengi.Útflutningur á vöru og þjónustu mun aukast um 4.4% á þessu ári(ferðaþjónusta !). Taumhald peningastefnunnar er að veikjast. Virkir raunvextir bankans eru nú um 1.5%. Skuldatryggingarálag á fimma ára skuldbindingar ríkissjóða hafa lækkað lítillega og álit erlendra matsfyrirtækja ekki haft áhrif enn sem komið er. Fyrstu sex mánuði ársins hækkaði verð fasteigna um 6% miðað við fyrra ár. Samdráttur atvinnuvegafjárfestinga er 27% milli ára. Fyrir utan stóriðju, skip og flugvélar jukust fjárfestingar hins vegar. Búast má við að fjárfestingar dragist saman um 9.5% á þessu ári.(Peningamál 2013 3 )

Brynjar, Ríkisútvarpið og bjórinn.

Brynjar Nielsen skrifar örgrein í Pressuna um að leggja niður ruv.is, breyta ruv.is, bjórbannið og drykkjumenninguna. Bjórbanni var aflétt 1989. Á Alþingi fóru fram miklar umræður á þingi um bjórmálið og voru umræður heitar og langar. Deilur um bjór höfðu staðið áratugum saman. Langflestir þeirra sem tóku þátt um umræðum eru hættir þátttöku í stjórnmálum. Þó er rétt að geta þess að Steingrímur J situr enn á þingi. Rök þeirra sem vildu halda í bannið voru þau m.a. að heildarneysla á áfengi myndi aukast. Í hópi þeirra sem fylgdu banninu voru margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Spádómur þeirra reyndist réttur. Þeir sem vildu aflétta banni töldu að með tilkomu bjórsins myndu drykkjumenning batna, þ.e. drykkja sterkra drykkja myndi minnka. það hefur einnig komið í ljós. Það verður að vera annarra að meta hvort drykkjumenningin í heild hefur batnað. Það er fróðlegt að skoða tölur. Í mars 1989 drekkur hver  Íslendingur 4.13 lítra af vínanda (alkóhóllítrar). Af þessu voru 2.14 lítrar sterkt vín. 1.42 lítra af bjór og 0.57 lítra af léttvíni. 2007(!) eru tölurnar þessar. Heildarneysla er 5.95 lítrar. Neysla á bjór er 3.12 lítrar, neysla á léttum vínum 1.61 lítri á mann og neysla á sterkum vínum 1.15. ( Allt eru þetta opinberar tölur frá Hagstofu Íslands.)

Héraðsfréttablöð.

Héraðsfréttablöð gegna hvert um sig mikilvægu hlutverki fyrir nærsamfélagið. Fréttaflutningur miðast við að tiltölulega afmarkaðan hóp og staðbundinn að öðru jöfnu.  Blöðin byggja afkomu sína á áskriftum og auglýsingum. Flestir landsmenn kannast sennilega við , Feyki, Austurgluggann, Bæjarins besta, Dagskrána, Fjarðarpóstinn, Fréttir, Jökul, Íbúiann, Skarp, Skessuhorn, Sunnlenska Fréttablaðið,  Þeyr, Víkurfréttir ,  Vikudag, og Akureyri Vikublað. Nokkur þessara blaða halda úti vefmiðli. Vefurinn bb.is er t.d. mjög öflugur og er mikil áhersla lögð á hann. Sama má segja um Akureyri Vikublað.   Flest blöðin glíma við nálægðarvandann. Það er erfitt að skrifa um viðkvæm mál ef viðkomandi búsettur í næstu götu. Vald auglýsenda getur orðið mikið , td. ef um stærstu fyrirtæki byggðarlagsins er að ræða. Íþróttir og menningarlíf eru fyrirferðarmikil í slíkum blöðum. Héraðsfréttablöð skipta miklu máli fyrir sjálfsmynd staðfélaganna. Þess vegna má búast við að þau eigi langt líf fyrir höndum.

Frosti hættir í eftirlitinu. Tekur Hallur við?

Frosti Sigurjónsson stofnaði fésbókarsíðu fyrir fáum árum. Yfirskrift hennar var :" Eftirlit með hlutleysi Ruv. " Yfirskiftin var eitt af því fjölmarga sem var misheppnað á síðunni. Samkvæmt lögum og reglur á Ríkisútvarpið að vera óhlutdrægt og faglegt í fréttaflutningi. Hvergi minnst á hlutleysi. Í fréttareglum Ríkisútvarpsins er hvergi minnst á hlutleysi af góðum og gildum ástæðum. Í alþjóðastjórnmálum eru hlutlausu ríkin þekkt hugtak en þau tóku hvorki afstöðu með USA né Sovéríkjunum. Frosti skrifaði talsvert á síðuna í byrjun og einnig Vigdís Hauksdóttir að ógleymdum Halli Hallssyni. (Síðan tóku við alræmd nettröll)Á síðunni var fjallað um hlutleysi í mjög afmörkuðum skilningi. Fyrst var því lýst hvernig fréttastofa Ríkisútvarpsins fjallaði um ESB og andstæðinga þess. Það var síðan borið saman við það hvernig fréttastofan hefði átt að fjalla um málið að mati ritarans( sem að öðru jöfnu var mjög harður andstæðingur ESB). Ekki þarf mikla yfirlegu til að sjá að þessi aðferð er algjör della og vita gagnlaus. Hér er á engan hátt gerð áreiðanleg úttekt á störfum frétta stofunnar. Helst minnti siðan á einhvers konar hópefli þar sem hver þátttakandi átti að finna dæmi sem styrkti hópinn í sannfæringu sinni. Aldrei var vitnað í vísindalegar rannsóknir í fjölmiðlafræðum. Aldrei var reynt að leita skýringa á því mikla trausti sem fréttastofa Ríkisútvarpsins nýtur. Aldrei var Ríkisútvarpið borið saman við samsvarandi norrænar fréttastofur. Aldrei var vitnað í það sem fræðimenn hafa skrifað um Ríkisútvarpið. En nú er Frosti hættur og hver hefur betri skilning á váfuglinum mikla en Hallur Hallsson? Hinn eini sanni.

Vestnorræna ráðið, Noregur, hafró í Bergen og írski sjávarútvegsráðherrann.

Vestnorræna ráði sem er samstarfsvettvangur þingmanna frá Íslandi , Færeyjum og Grænlandi hafa mótmælt hótunum og boðuðum refsiaðgerðum ESB. Ráðið hvetur Noreg til að styðja Færeyjar og Ísland sem reyndar verður að teljast mjög fróm ósk. Ráðið hvetur ríkisstjórn Grænlands til að opna hafnir fyrir færeyskum skipum. Um eitt er þessi deila afar sérkennileg. Það ríkis mikil óvinna um hvað verið er að deila. Mikil óvissa er um stærð makrílsstofnins. Sakvæmt rannsókn sem unnin var fyrir ráðherra sjávarútvegsráðherra Íslands 2012 er 23% lífmassans á íslensku svæði. Á fæðufölunartímabilinu dvelur makrílinn hér. Stærstur hluti lífmassans er í Noregshafi. Hafró í Bergen telur að stofninn sé stórlega vanmetinn. Ef það er rétt er hótanir og refsiaðgerðir ESB og Noregs byggðar á röngum líffræðilegum forsendum og afar hæpnum lagalegum grunni. Skotar og Írar eru mjög herskáir í þessu máli. Írski ráðherran segir að íslendingar og Færeyingar hafa haft uppi fáránlegar kröfur og aldrei sýnt runverulegan samningsvilja. Árið 2011 var heildarlífmassi metinn 2.7 milljónir tonna. Rannsóknarstofnunin í Bergen telur lífmassan allt að 10 milljón tonna. Í þessu ljósi er skynsamlegt fyrir alla að fara sér hægt með hótanir, refsiaðgerðir og gífuryrði. Slíkt getur hæglega reynst vera bjúgverpill.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband