Færsluflokkur: Bloggar

Mestu skaðræðismenn samtíðarinnar.

"Við megum ekki gleyma því að í landinu hefur myndast hópur fjárglæframanna, sem aðallega gera sér að atvinnu að stofna til félaga, sprengja þau og hirða molana. Þeir menn eru lausir við flestar siðlegar hömlur. Fjárgræðgin knýr þá áfram; hegningarhúsið er hið eina sem þeir forðast. Þessvegna beita þeir kænsku sinni til að svíkja lögum samkvæmt. Þvílíkir ræningjar eru mestu skaðræðismenn samtíðarinnar." ( Jónas Jónsson frá Hriflu í Skinnfaxa 1913 , 6. tölublað, blaðsíða 42).

Bretar á móti heiminum !

Í langri sögu sinni hafa Bretar ráðist á öll lönd heims nema tuttugu og tvö. Geri aðrir betur ! en reyndar standa Frakkar ekki langt að baki Bretum. Meðal þeirra landa sem Bretar hafa ekki ráðist á eru Páfagarður, Svíþjóð og Mongólía. Bretar hernámu Ísland eins og kunnugt er með 745 sjóliðum 1940. Þeir börðust í Vietnam 1945 til 1946. Vernon hershöfðingi réðst á Kúpu 1741. Rétt er að taka fram að með innrás er átt við allar aðgerðir, t.d árásir sjóræningja, sem eru gerða með beinum eða óbeinum stuðningi stjórnvalda. Hluti þessara átaka eru átök sjóveldanna Englands og Spánar. Fyrsta árásin átti sér stað árið 197. (eitt hundrað níutíu og sjö). Þá fór Albinus með her yfir Ermasundið en beið ósigur við Lyon. (The Telegraph.)

 


Þýski Seðlabankinn spáir öflugum vexti.

Í dag gaf bankinn út manaðarlegt yfirlit. þar er því slegið föstu að vöxtur hafi verið mikill í vor. Á öðrum ársfjórðungi var vöxturinn 0.7%. Mikið var um fjárfestingar og framkvæmdir í byggingargeiranum. Einkaneysla jókst einnig m.a. í ljósi þess að vel lítur út með komandi samninga um kaup og kjör. Í Portúgal var vöxtur um 1.1% og 0.5% í Frakklandi. Tvö stærstu hagkerfin á evrusvæðinu eru greinilega á uppleið. Á Ítalíu og Spáni var hins vegar lítilsháttar samdráttur. Bankinn reiknar með stöðugum horfum út árið en spáir að fjárfestingar í Þýskalandi muni fyrst verulega aukast með batnandi horfum á evrusvæðinu öllu. Í skýrslunni fjallar bankinn ítarlega um geysimikið atvinnuleysi ungs fólks í Suðurhluta Evrópu. (www.bundesbank.de)

Húsaleigubætur og leigumarkaður.

Árið 2012 voru 123900 heimili á landinu samkvæmt Hagstofu Íslands. Rúmlega 11% heimila fengu húsaleigubætur. Árið 2009 fengu 6.5% heimila sömu bætur. Húsaleigubótakerfið er lágtekjumiðað eins og kunnugt er. Um helmingur bótaþega er yngri en 35 ára. Allur þorri bótaþega eru einhleypur og konur í miklum meirihluta. Einstæðar mæður eru umtalsverður hluti þeirra. Hlutur námsfólks hefur farið vaxandi. Helmingur bótaþega er með minna en 2 milljónir í árstekjur. Einhleypir foreldrar með 3 eða fleiri börn búa við lökust kjör. Það eru einkum stærri sveitarfæelög sem greiða sérstakar húsaleigubætur.Rúmur helmingur fjármagns fer til fólks sem leigir á almennum markaði. (Skýrsla um útgreiðslu húsaleigubóta. 2013. Velferðarráðuneytið.)

Getur Þýskaland bjargað evrusvæðinu?

K A Konrad sem er aðalráðgjafi Schauble fjármálaráðherra tjáir sig um málið í blaðinu Die Welt. Tillaga hans er sú að Þýskaland yfirgefi evrusvæðið ef til mjög djúprar kreppu kæmi. Útganga Þýskalands myndi þýða endalok sameiginlerar myntar  í núverandi mynd. Margir hagfræðingar halda því fram að útganga væri versti möguleiki fyrir þýskt hagkerfi en Konrad er annarar skoðunar. Konrad er þeirrar skoðunar að Grikkir eigi nægar eignir til að greiða sínar skuldir en vilji ekki eða geti ekki gengið á þessar eignir. Grikkland er eins og botlaus tunna og stöðugar greiðslur koma hagvexti ekki af stað. Hins vegar myndu þeir sökkva í skuldum ef þeir gengju úr evrusamstarfinu. Þýskaland getur af pólitískum ástæðum ekki yfirgefið evrusvæðið. Önnur lönd yrðu að þvinga Þýskaland og önnur Norður-Evrópulönd til að gera það. Slíkt myndi gefa löndum Suður-Evrópu tækifæri til að fella gengi evrunnar sem myndi bæta samkeppnisstöðu landanna. Við slíkar aðstæður er mikil hækkun þýska marksins(nýja!) líkleg og bankar yrðu að kaupa mikið af erlendum gjaldeyri. Með risastóran gjaldeyrisvarasjóð væri Þýskaland í svipaðri stöðu og Kína er nú. Þýskaland getur ekki bjargað evrunni. Eignamyndun þýskra heimila er lítil og á síðustu 15 árum hafa þýsk heimili dregist aftur úr. Ef evrusvæðinu er haldið gangandi með svipuðum hætti og nú verður svæðið eins og Ítalía er núna. Skörp skil á milli ríka hlutans í norðri og fátæka í suðri. Fjárstraumur og stuðningur frá norðri til suðurs. Evrópa stendur á tímamótum en sterkt pólitískt og efnahagslegt samband virðist fjarlægur möguleiki fyrir ESB.

(www.welt.de) 


Tveggja herbergja íbúð á 285 þúsund?

Margt bendir til þess að á leigumarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu ríki ófremdarástand og mikið ójafnvægi. Eftirspurn eftir leiguhúsnæði hefur vaxið jafnt og þétt eftir hrun en framboð ekki tekið við sér nema að litlu leyti. Þetta merkir að öðru jöfnu að leiguverð hækkar. Engin lög eru um hámarksverð og lágmarksverð. Húsaleigubætur fylgja ekki breytingum á leiguverði og hafa reyndar ekki hækkað í takt við vaxtabætur. Leigjendur eru ekki skipulagðir í sterk hagsmunasamtök. Á sama tíma hefur raunverð á íbúðarhúsnæði lækkað. Samkvæmt Þjóðskrá var vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu 122.5 í mars síðastliðnum en hún var 100 í jan 2011. Vísitalan mælir leigu samkvæmt húsaleigusamningum. Á vef Þjóðskrár má sjá ýmsar upplýsingar um leiguverð og flatarmál leigðra eigna. Í Júlí var fjöldi þinglýstra leigusamninga 845 á landinu öllu en 557 á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt Hagstofunni búa 27% heimila í leiguhúsnæði(des. 2012). 2008 var talan 25%. Öllum þessum tölum ber að taka með varúð og túlka þær. Ekki eru allir húsaleigusamningar þinglýstir svo dæmi sé tekið. Væntanlega eru þeir ekki þinglýstir nema leigutaki telji sig eiga rétt á húsaleigubótum. Vísitala leiguverð sýnir ekki alla myndina. Ef einstaklingur á að borga tæp 300 þúsund í leigu á mánuði hverjar þurfa þá ráðstöfunartekjur að vera? 600 þúsund eða 900 þúsund? Hvert er eðlilegt hlutfall leigu af ráðstöfunartekjum eða brúttótekjum? Það er ljóst að stjórnmálamenn eiga mikið verk óunnið í þessum málaflokki.

Aumt yfirklór Utanríkisráðherra.

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki rætt um einstök atriði Evrópumála í stjórnarmyndunarviðræðum. Þeir hafa þar af leiðandi ekki rætt hvernig málið verði unnið í einstökum atriðum og lykilatriði eins og þjóðaratkvæðagreiðsla virðist liggja í lausu lofti. Styrmir Gunnarson þakkar BB fyrir hreinskilnina en átelur hann fyrir að skilja ekki mikilvægi Evrópumála. Málið varði stöðu Íslands í samstarfi þjóðanna. Misvísandi og undarlegar yfirlýsingar forsætis-og utanríkisráðherra hafa vakið furðu. Sumir hafa áhyggjur af orðspori landsins út á við. Utanríkisráðherra og fyrrum ritstjóri hins ágæta héraðsfréttablað Fylkis hefur nú ritað grein á bloggsíðu síðan. þar upplýsir hann að aðildarviðræður við ESB hafi ekki verið eitt af stóru málunum í kosningabaráttunni(!). Síðan koma sjálfsögð sanningi eins og að stjórnarflokkarnir hafi lýðræðislegt umboð til að framfylgja stefnu sinni(!). Hvað annað? Næst fjallar ráðherran um ipa styrkina og leggur á að áherslu að þeir megi ekki vera drifkrafturinn fyrir aðildarumsókn. (!) Já, skarplega athugað. Menn hafa hingað til verið sammála um að hagsmunir þjóðarinnar í bráð og lengd eigi að ráða för. Nú vitnar ráðherran í könnun sem sýnir að meirihluti landsmanna er á móti aðild að esb. Mikið rétt en sömu kannanir sýna að meirihluti landsmanna vill ljúka viðræðum og greiða atkvæði um samning.  Þetta hafa Norðmenn gert í tvígang. Lokið samningsferli og fullgert samning (skoðað í pakkann !) og hafnað samningi. Hafa Íslendingar ekki sama lýðræðislega rétt og Norðmenn?

Vietnam ; engar fréttir, góðar fréttir.

Nú í langan tíma hafa fremur fáar fréttir ratað í íslenska fjölmiðla. Vietnam stríðinu lauk 1975(hófst 1954) þegar bandarískur her yfirgaf stríðshráð landið. Vietnam var nýlenda Frakka(1887-1940) og háði þjóðfrelsisstríð gegn frönskum herjum. Franskir og bandarískir fjölmiðlar fylgdust náið með þessum átökum og þau höfðu afgerandi áhrif á innanlandsstjórnmál landanna. En nú hafa tæp 40 ár liðið.  2012 var áætlað að íbúafjöldi Vietnam  væri rúmar 90 milljónir. Verg landsframleiðsla er áætluð 320677 milljarðar dollarar 2012. Hagkerfi Vietnam verður númer 17. í heiminum ef spádómar Goldman Sachs ganga eftir. Á sjötta flokksþingi Kommúnistaflokksins árið 1986 varð mikilvæg stefnubreyting í efnahagsmálum. Sósíalísku markaðskerfi var komið á með einkafyrirtækjum í iðnaði, verslun og landbúnaði. Vietnam er nú þriðji stærsti olíuframleiðandi í Suðaustur Asíu. Í Hanoi búa nú sex og hálf milljón manna. Í Ho Chi Minh borg búa 7.4 milljónir. Barnadauði er 12 á hver 1000 lifandi fædd börn. Lífslíkur kvenna eru 76 ár en 72 ár fyrir karla.

Flokksþing Framsóknar um Ríkisútvarpið.

Fróðlegt er að lesa það sem stendur um Ríkisútvarpið í ályktun 32. flokksþings Framsóknarflokkssins. þar segir : "Fjölmiðlar eru mikilvæg upplýsingaveita almennings í lýðræðislegu samfélagi. Auka þarf gagnsæi um útbreidda fjölmiðla þannig að eignarhald sé skýrt svo og til að koma í veg fyrir samþjöppun. Ríkisútvarpið gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi með aðhaldi og hlutlægri umfjöllun um íslenskt samfélag.Á Rúv hvílir rík samfélagsleg og lýðræðisleg skylda.og því ber að þjóna öllu landinu. Útvarpsgjaldið verður því að renna óskipt til Rúv." Flokksþingið var haldið 8.-10 . feb. á þessu ári.  Æðsta stofnun flokksins hefur lagt línurnar. Hingað verða einstakir forystumenn að sækja réttlætingu og rök fyrir fullyrðingum sínum í pólitísku dægurþrasi. Tillögur á breytingar áRíkisútvarpinu verða að falla að stefnu sem æðsta stofnun flokksins hefur mótað. Annað væri svik við fulltrúa á flokksþingi, almenna flokksmenn og kjósendur flokksins.

Klúður ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum.

Stjórnarflokkarnir hegða sér undarlega í Evrópumálum. Á landsfundum flokkanna var því lýst yfir og samþykkt í ályktunum að hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB en í nánu samstarfi við þjóðir Evrópu og innan EES-samnings. Utanríkisráðherra tilkynnti í Brussel að Ísland myndi gera hlé að viðræðum og gera úttekt á stöðu mála og taka ákvörðun í framhaldi á því. Þar sem aðildarviðræður eru ekki í gangi fær Ísland ekki svonefnda IPA styrki. Þessi staðreynd varð forsætisráðherra tilefni til mjög undarlegra ummæla um eðli styrkjana. Nú hefur utanríkisráðherra lýst því yfir að hann sæi ekki fyrir sér að þjóðaratkvæða verði haldin um ESB viðræður. Forsætisráðherra virðist telja að aðstæður verði að vera heppilegar fyrir slíka atkvæðagreiðslu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um málið og það órætt milli flokkana. Í ályktun landsfundar Framsóknar um málið segir að ekki verði lengra gengið í aðildarviðræðum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var og! Sem sagt: eftir hlé á viðræðum kemur atkvæðagreiðsla. Skýrara getur það ekki verið. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði að aðildarviðræðum yrði hætt og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er alveg ljóst! Það er ekki talað um að slíta viðræðum. Það er ekki talað um að flokkurinn vilji að Alþingi dragi umsókn til baka. Framsókn ályktar hvergi um að Alþingi dragi umsókn til baka og slíti viðræðum. Af hverju er svona erfitt að móta skýra stefnu? Eru flokkarnir innbyrðis ósammála. Er ósætti innan flokkana? Er utanríkisráðherra að takast á við verkefni sem hann ræður ekki við?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband