13.1.2014 | 20:27
SA fer rangt með tölur um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja.
Kjarabaráttan virðist fara illa í menn á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins. Í vanlíðunarkasti sendu þeir frá sér fréttatilkynningu og gagnrýna þar ónefnda verkalýðsforingja sem víla ekki fyrir sér að ýkja stórlega afkomu sjávarútvegsins, eins og þetta er orðað í frumtextanum. Hafi menn ítrekað fullyrt að hagnaður greinarinnar sé tvöfalt meiri en hann er í raun og veru! Hið sanna í málinu er segja mennirnir á skrifstofu SA að hagnaður greinarinnar var 35 milljarðar eftir skatta 2012. (Þeir minnast á lækkun sjófrystra afurða á þessu ári sem þýði versnandi afkomu.Hins vegar minnast þeir ekkert á sölu á frystitogurum eða sölu Guðmundar vinalausa á frystitogara til sjálfs síns á Grænlandi). En galli er á gjöf Njarðar(sjávarguðsins); talan sem menn SA nefna er hvergi að finna í riti Hagstofunnar um Hag vinnslu og veiða 2012. Í því riti er þó allar tölur að finna; hagnaður fyrir og eftir skatta, hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og skatta, hreinn hagnaður samkvæmt árgreiðsluaðgerð, heildareignir og heildarskuldir,allur pakkinn.....
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar