8.2.2014 | 08:49
Woody Allen hafnar ásökunum um barnaníð.
Fjölskylduharmleikurinn heldur áfram. Woody Allen hefur skrifað opið bréf í NYT og segist aldrei hafa misnotað dóttur sína. Hann gagnrýnir fyrrverandi konu sína Miu Farrow harðlega. Allen segist hafa elskað dóttur sína Dylan og viljað reynast henni góður faðir. Dylan Farrow skrifaði grein í NYT fyrir fáum dögum og sakaði Allen um að hafa misnotað sig. Sú grein vakti mikla athygli og mikla umræðu. Í greininni lýsir Dylan atvikum nákvæmlega. Hún ásakar einnig Hollywood, kvikmyndiðnaðinn, um að þagga þetta mál niður. Í skilnaðarmálaferlum hafði Mia Farrow hafði lýst grun sínum um misnotkun. Allen telur að Mia láti stjórnast af hefndarhug vegna sambands hans við fullorðna ættleidda dóttur Miu. Hún heitir Sun Yi Previn og hafa þau Allen búið saman í fjölda ára og hafa einnig ættleitt börn. 1994 var það niðurstaða dómara í New York að ásakanir um barnaníð styddust ekki við haldbærar sannanir. Hann svipti Allen forræði með þeim rökum að hann væri sjálhverfur og ekki treystandi fyrir umönnun og forsjá barna.
6.2.2014 | 09:45
Sprengjur í tannkremstúpum eða vanmáttur hins sterka.
Vetrarolympíuleikarnir njóta gífurlegar athygli um allan heim. Margt kemur til. Þetta er ein af stærstu íþróttaviðburðum ársins. Keppendur fjölmargra þjóða keppa í erfiðum keppnum. Í mörgum löndum eins og í Noregi njóta vetraríþróttir sérstakrar virðingar. Stjörnur í vetraríþróttum eru helstu stjörnur landsins og mikilvægar fyrirmyndir bæði barna og unglinga. Þetta er bjarta og ljósa hlið leikanna. En til er önnur hlið og dekkri. Hún afhjúpar yfirgengilega spillingu, mútugreiðslu, gróf og víðtæk mannréttindabrot og aðra glæpi. Slíkur er hinn kaldi veruleiki í Rússlandi Putin. Putin dreymir um að verða Pétur mikli. Fyrrum leyniþjónustuforingi vill byggja minnisvarða um sjálfan sig sem mun standa um aldur og æfi. Putin tekur mikla áhættu en slæm pólitísk staða hans neyðir hann til þess. Rússar þurfa að óttast margt m.a. hryðjuverk. Menn óttast svartar ekkjur. Stjórn USA hefur varað við sprengjum í tannkremstúpum. Hægt er að setja sprengiefni í alls konar snyrtivörur og setja efnin saman á meðan á flugi til Rússlands sendur. Ef sprengumanninum er sama um eigið líf opnast ótrúlegir möguleikar. Það er ekki víst að Sotschi verði fyrir árásum verði fyrir árásum heldur önnur svæði utan við eða nálægt. Öryggisgæslan er fjölþjóðleg. Bandarísk herskip taka þátt í hendi ásamt leyniþjónustum fjölmargra landa. Það er undarleg þversögn en sá sem hefur algera hernaðaryfirburði getur ekki alltaf sigrað þann sem er veikari. Henry Kissinger hélt því einu sinni fram að afar óliklegt væri að gerð yrði hryðjuverkaárás á USA. USA gæti slegið þúsund fallt til baka. Hann hafði rangt fyrir sér það nægir ekki að geta slegið þúsundfallt til baka. Lausnin felst ekki í hernaðarlegri valdbeitingu.
2.2.2014 | 12:11
Woody Allen sakaður um barnaníð.
Woody Allen er heimsfrægur leikstjóri, leikari og rithöfundur. Kvikmyndir hans hafa jafnan verið vinsælli í Evrópu en í USA. Kvikmyndir hans hafa einkennst af skemmtilegum tilsvörum, heimspekilegum vangaveltum um lífið og tilveruna og áleitnum spurningum um siðferðileg viðfangsefni. Nú begður svo við að ættleidd dóttir Dylan Farrow sakar Allen í opnu bréfi um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Í bréfinu sem hefur birst í bandarískum stórblöðm lýsir hún öllu af nákvæmni. Dylan er nú 28 ára og hún lýsir atburðum sem áttu sér stað 1992. Mia Farrow og Allen sem bjugga saman um árabil ásakaði hann á sínum tíma um slíkt athæfi. Þau skildu eftir 12 ára sambúð 1992 og Mia fékk forræði yfir börnunum. Allen neitaði allri sök og 1997 hóf hann sambúð með Soon Yi sem þá var fullorðin kona en var áður ættleitt barn Miu. Þau hafa búið saman síðan og eiga tvö ættleidd börn. Dylan segir í bréfinu að hún hafi þjáðst mikið árum saman en nú vilji hún koma fram og segja sögu sína. Megi það verða öðrum fórnarlömbum kynferðislegs ofbeldis hvatning og stuðningur. Dylan segir að samfélagið bregðist fórnarlömbunum en ofbeldismennirnir séu þeir frægir baði sig í sviðsljósinu. Woody Allen vill ekkert tjá sig um efni bréfs Dylan.
1.2.2014 | 11:42
Hagstofa Englands um áhrif kreppunnar.
Hagstofa Englands (ONS) hefur nýlega birt hagtölur um áhrif kreppunnar á helstu hagkerfi heims. Síðan 2009 hefur samdráttur í Japan verið 9.2%, í Bretlandi 7.2% , í Ítalíu 7.2%, meðaltal í ESB er mínus 5.8% og USA er -4.1%. Hlutfallslega flest störf hafa glatast í Bretlandi. Bretland er miðstöð fjármála og í fjármálakreppum verður landið eðlilega illa úti. Heimsviðskipti hafa dregist saman og þess vegna verður Japan illa úti. Utanríkisviðskipti skipta USA litlu máli og fjármálakerfið er ekki eins mikilvægt og í Bretlandi. Í flestum stóru hagkerfunum er atvinnuþátttaka um 70%. Atvinnuþátttaka hefur minnkað umtalsvert í USA en aukist í Þýskalandi. Síðan 2007 hafa raunlaun lækkað um rúm 6% í Bretlandi. Á sama tíma hafa raunlaun hækkað í Þýskalandi og Frakklandi um 3%. Af öllu þessu verður ljóst að Bretland hefur komið ákaflega illa út úr fjármálakreppunni. Framleiðni hefur minnkað í Bretlandi um 0.6% á ári síðan 2008. Framleiðni hefur hins vegar vaxið umtalsvert í USA. (www.ons.gov.uk)
Heisbourg var háttsettur embættismaður í franska utanríkisráðuneytinu. og vinnur nú hjá alþjóðlegum rannsóknarstofnunum. Hann er stjórnmálaffræðingur. Hann segir að evran hafi verið hugrökk tilraun en hún hafi mistekist. Það að leysa upp evrusvæðið er sársaukafullt en það er þó illskárri kostur en fjöldaatvinnuleysi sem fylgir evrunni. Það er lélegasta lausnin að frátöldum öllum öðrum lélegum lausnum. Þær aðgerðir sem hafa reynst nauðsynlegar til að styrkja evruna hafa klofið ESB niður, efnahagslega, félagslega og pólitískt. Fjöldi þeirra kjósenda sem eer óánægður af einhverjum ástæðum fer vaxandi. Niðurskurður, atvinnuleysi, ótti við atvinnuleysi, ótti við fjárhagslegar skuldbingingar ríkja.....Kosningar til Evrópuþingsins geta hæglega orðið að uppreisn kjósenda. Evrusvæðið hefur ekki enn náð stöðunni eins og hún var 2008. Í Evrópu er að verða til glötuð, týnd , kynslóð á vinnumarkaði. Nú vaxa líkur á útgöngu Bretlands úr ESB. Svíþjóð sýnir að vel sé hægt að vera í sambandinu en með eigin mynt. Heisbourg segist alla ævi hafa verið fylgjandi föderalisma eða sambandsríki Evrópu. Hann sjái hins vegar að það gangi ekki með evrunni. En á evrusvæðinu er ekkert slíkt sambandsríki og ekkert í augsýn.(die Welt).
14.1.2014 | 15:29
Þróun vinnumarkaðar í USA.
Vinnumarkaður í USA hefur verið álitinn dynamiskur og kraftmikill. Vinnuaflið er mjög hreyfanlegt og það er mikilvægt svo ein mynt geti virkað á svo stóru svæði. Vinnumarkaðuinn er sundurbútaður og marg lagskiptur. Nú hefur atvinnuleysið verið að lækka og komið niður í 6.7% en reyndar af rangri ástæðu. Atvinnuþátttakan er að minnka en ekki fjöldi þeirrra sem vinna. Atvinnuþátttakan var 62.8% í desember 2012 en lægri hefur hún ekki verið síðan 1978. 7.7 milljónir manna eru í hlutastörfum. Frá fjármálakreppunni 2008 hafa 9 milljón starfa glatast/verið lögð niður. Á sama tíma hafa orðið til 8 milljón ný störf. En þetta nægir ekki, vegna þess að fólki á vinnufærum aldri er að fjölga. Í janúar 2010 var 20.1% vinnandi manna í hlutastörfum. Það fjölgar stöðugt í þessum hópi. 1968 voru 13% í hlutastörfum. 58% nýrra starfa núna eru láglaunastörf. Störfin sem glötuðust voru aðallega með meðallaun. Algeng eru afgreiðslustörf í veitingahúsum og í stórverslunum. Langtímaatvinnuleysi er mjög alvarlegt-eins og hefur verið í fréttum nýlega- og það hefur ekki verið hærra en í Kreppunni stóru á 3ja og 4ða áratug síðustu aldar. Á nýfrjálshyggjuskeiði síðustu 30 ára hefur margvíslegum iðnaði í USA hnignað mikið og tiltölulega vellaunuð og örugg störf hafa glatast. Samkvæmt opinberum tölum búa 15% íbúa í fátækt og meðaltekjur hafa lækka en tekjur dreifast ójafnar en áður. Ójöfn dreifing tekna hefur vaxið á tímabilinu 1970 til 2010. Deifingin hefur ekki orðið ójafnari vegna þess að mikiða f afburða vel menntuðu fólki sé í toppstöðum eða stjörnum í kvikmyndum, tónlist og íþróttum hafi fjölgað svo mikið. Nei, skýringin er sú að tekjur af fjármagni vaxa stöðugt. Eignamyndunin vex mun hraðar en tekjur á heildina litið. ( M Roberts blog)
13.1.2014 | 20:27
SA fer rangt með tölur um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja.
Kjarabaráttan virðist fara illa í menn á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins. Í vanlíðunarkasti sendu þeir frá sér fréttatilkynningu og gagnrýna þar ónefnda verkalýðsforingja sem víla ekki fyrir sér að ýkja stórlega afkomu sjávarútvegsins, eins og þetta er orðað í frumtextanum. Hafi menn ítrekað fullyrt að hagnaður greinarinnar sé tvöfalt meiri en hann er í raun og veru! Hið sanna í málinu er segja mennirnir á skrifstofu SA að hagnaður greinarinnar var 35 milljarðar eftir skatta 2012. (Þeir minnast á lækkun sjófrystra afurða á þessu ári sem þýði versnandi afkomu.Hins vegar minnast þeir ekkert á sölu á frystitogurum eða sölu Guðmundar vinalausa á frystitogara til sjálfs síns á Grænlandi). En galli er á gjöf Njarðar(sjávarguðsins); talan sem menn SA nefna er hvergi að finna í riti Hagstofunnar um Hag vinnslu og veiða 2012. Í því riti er þó allar tölur að finna; hagnaður fyrir og eftir skatta, hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og skatta, hreinn hagnaður samkvæmt árgreiðsluaðgerð, heildareignir og heildarskuldir,allur pakkinn.....
13.1.2014 | 14:37
Paul Krugman ; kreppan í Evrópu mun vara lengi......
Í síðustu viku var Krugman á ráðstefnu í Ósló. Þjóðir Evrópu mega búast við því að atvinnuleysi, fjöldafátækt og veik velferðarkerfi verði viðvarandi um langa hríð. Það eru einstök batamerki og núna er ástandið mun betra en þegar það var verst segir Krugman. Það mun verða vöxtur en ekki mikill vöxtur. Hann mun ekki nægja til að lina þjáningar. Krugman hefur á undarförnum árum gagnrýnt niðurskurðarstefnu harðlega bæði í USA og Evrópu. Krugman leggur áherslu á að mikið atvinnuleysi hafi mjög neikvæð áhrif á eftirspurn. Krugman hefur hvatt til opinberra fjárfestinga í stað niðurskurðar og hann telur að laun séu of lág í sterku hagkerfum Evrópu og megi ekki lækka í veikari hagkerfum. Krugman segist undrandi á því hversu miklar þjáningar menn leggi á sig og aðrar þjóðir með harkalegum niðurskurði. Eitt af því jákvæða er lágvaxtastefna Evrópska Seðlabankans. Niðurskurðurinn á Grikklandi og Spáni var tilgangslaus og skaðlegur. (klassekampen).
13.1.2014 | 11:51
Þýskir bjórframleiðendur sektaðir fyrir verðsamráð.
Meðal framleiðenda sem verða að borga sektir eru Veltin, Warsteiner og Krombacher. Þýska samkeppniseftirlitið (Kartelamt) hefur sektað framleiðendur um 106 milljónir evra. Fyrirtækin eru sektuð vegna verðsamráð og 7 forstjórar verið ákærðir. Ýmist eru málaferli í gangi gegn einstökum framleiðendum eða samningar um að leysa málið með sektargreiðslum. Verðsamráðið fól í sér samræmdar verðhækkanir og þær voru ákveðnar í persónulegum samtölum og samtölum í síma. Í mars á síðasta ára var ljóst að samkeppniseftirlitið var að rannsaka verðamráð bjórfyrirtækjanna. Auk áðurnefndra fyrirtækja eru Bitburger og Barre til rannsóknar. Það með eru allir helstu og þekktustu þýsku bjórframleiðendurnir undir sömu sök seldir.
13.1.2014 | 10:02
Konurnar í lífi forseta Frakklands.
Frönsk blöð gera eér mikinn mat úr framhjáhaldi Hollande forseta. Hann virðist eiga í ástarsambandi við leikkonuna Julie Gayet. Í nokkur ár hefur hann búið með blaðakonunni Valiere Trierwieler. Umfjöllun fjölmiðla og umtal hefur fengið svo mikið á hana að hún hefur lagst inná sjúkrahús í einn eða tvo daga til hvíldar. Miðað við það sem áður var eru franskir fjölmiðlar afar aðgangsharðir núna. Frásagnir af forsetanum og konum hans eru helstu fréttir í sjónvarpi, útvarpi og blöðum. Tímaritið Closer birti myndir sem sýna áttu Hollande forseta með hjálm á vélhjóli fyrir utan heimili leikkununnar ungu. Hann var með croissants undir hendinni( hvað annað?). Mörgum fannst þetta fyrir neðan allar hellur; ég gæti ælt sagði Daniel Cohn-Bendit. Aðrir veltu fyrir sér öryggismálum forsetans; er nægjanlegt að hafa einn öryggisvörð og vera sjálfur á vélhjóli?. Aðrir forsetar voru ekki englar í þessum málum. Francois Mitterand átti í ástarsamböndum og auk þess lifði hann tvöföldu fjölskyldulífi. Hann átti konu og dóttur við hlið opinberrar fjölskyldu. Forsetinn kom því svo fyrir að þau lifðu á kostnað hins opinbera ens og blaðamannastétt Frakklands var velkunnugt um. Áður en Hollande varð forseti var hann giftur Segolene Royal í 30 ár og eiga þau fjögur börn.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar